Orð og tunga - 01.06.2008, Side 66

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 66
56 Orð og tunga að vandleg yfirferð getur verið dýr. Efnisorð af þessu tagi þarf sömu- leiðis að meta á gagnrýninn hátt, langt í frá öll íðorð eiga heima í al- mennri orðabók á borð við íslenska orðabók en þumalfingursregla okk- ar var sú að orð, sem menn geta rekist á skýringarlaust í fjölmiðlum eða kennslubókum á framhaldsskólastigi, eigi heima í orðabókinni. Orðaforða af þessu tagi er ærið hætt við því að úreldast. Orðaforði fræðigreina eykst og úreldist, allt eftir nýjustu rannsóknum og upp- götvunum. Tölvuorð í íslenskri orðabók þarf sem dæmi örugglega að uppfæra hið fyrsta. Flettan disklingnr, ,þunn segulmögnuð skífa í fer- hyrndri plasthlíf, notuð til að geyma tölvuskrár og flytja þær á milli tölva, disketta' er í raun orðin óþörf eða ætti í það minnsta að merkja sem sögulega og hefur heyrst að mönnum þyki geisladiskar nú þegar úreltur geymslumáti. Nú hefur golforðaforði verið íslenskaður, flokk- unarkerfi líffræðinnar breytist stöðugt svo að dæmi séu nefnd. Við erum þó sem betur fer nokkuð rík hér á landi af orðanefndum ýmiss konar og íðorðasöfnum okkur til hjálpar og umsýsla með sérfræðiorð getur verið nokkuð afmarkað verkefni, a.m.k. miðað við mörg önnur. 3 Samhengi orðabóka og uppflettirita Árið 1963, þegar íslensk orðabók kom út í fyrsta skipti, gegndi hún mjög víðtæku hlutverki og þurfti að taka tillit til ótal þarfa notanda síns enda engin ósköp af öðrum uppflettiritum tiltæk. Skilgreining út- gefenda á því hvernig íslensk orðabók á að vera hlýtur að taka að ein- hverju leyti mið af þeim uppflettiritum öðrum sem til eru og það sjón- armið skerpir á þeim orðabókartexta sem orðabókin þarf virkilega að koma til skila. Orðabók Jóns Hilmars Jónssonar, Stóra orðabókin um íslenska mál- notkun, býr yfir miklu og nákvæmu dæmasafni um málnotkun, miklu stærra en nokkurt vit væri að hafa í íslenskri orðabók, að minnsta kosti miðað við þá stærð sem hún er í og það hlutverk sem henni hefur verið ætlað á síðustu 50 árum. Hins vegar hefði íslensk orðabók ákaflega gott af mörgum dæmanna og bók Jóns Hilmars getur nýst mjög vel við að ydda dæmaforða orðabókarinnar. Bækurnar eru þó ólíkrar gerðar og engin ástæða til annars en að reyna að venja notendur á það. Mergur málsins, bók Jóns Friðjónssonar um íslensk orðatiltæki, er yfirgripsmikið verk og þar er sömuleiðis margt að finna sem ætti er- indi í íslenska orðabók en að sama skapi margt sem verður að ætla not-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.