Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 54

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 54
54 Bókasafnið 40. árg – 2016 og sjálfsnámi. Þrátt fyrir þetta séu háskólar að mestu leyti byggðir upp út frá formlegum kennsluháttum. Þau gagn- rýna fyrirlestrarformið og telja að leggja þurfi meiri áherslu á þátttöku nemenda, samvinnu og samræður og að mikil samvinna kalli á opin og sveigjanleg rými. Jafnframt kom fram í máli þeirra að háskólabókasöfnin væru mikilvæg fyrir óformlegt nám, því þar væri hægt að koma saman, ræða málin og vinna með safnkostinn í aðlaðandi umhverfi. Marie Leijon frá háskólanum í Malmö fjallaði um kennsluaðferðir og hönnun kennslustofa. Marie er dósent i kennslufræði og sérsvið hennar er nám, samskipti og miðlun. Hún er jafnframt þróunarstjóri náms í kennslu- miðstöð (Center for Academic Teaching) Malmöháskóla. Í rannsóknum sínum hefur Marie fengist við háskólasvæðið sem stað til læra á og hún hefur skrifað greinar um tengsl rýmis, samskipta og náms. Fram kom í máli hennar að rými og staður væru samtengd fyrirbæri sem ekki yrðu sundur- skilin og að samskipti auki gagnkvæman skilning. Með rannsóknum á kennslu og áhrif rýmis á nám hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að til að ná árangri í kennslu- stund þurfi virk samskipti milli nemenda og kennara. Með það að leiðarljósi talaði hún um hvað betur mætti fara í skipulagi og uppröðun í kennslustofum. Hin hefðbundna uppröðun með „ljótum“ borðum í beinum röðum, sem miðar að því að horfa og hlusta á kennarann, hvetur nem- endur ekki beinlínis til þátttöku. Hún mælti með að skipu- leggja kennslustofurnar upp á nýtt, breyta til, færa húsgögn og að skoða jafnvel hvernig húsgögnum er raðað upp þegar verið er að kenna leikskólabörnum. Hún fjallaði einnig um tækninýjungar í kennslu og hvernig fjarkennslutæknin getur haft áhrif á þátttöku nemenda. Færri mæti í fyrirlestra sem eru sendir út á netinu og það dragi úr nauðsynlegum sam- ræðum. Dina Andersen frá SDU (Syddansk Universitet) fjallaði um endurskipulagningu námsumhverfis með nemandann í fyrirrúmi. Dina er verkefnastjóri í stefnumótunarverkefni við skólann, sem nefnist Student in focus (de studerende i centrum) og miðar að því að undirbúa háskólann fyrir breyttar kröfur til námsumhverfis. Hún hefur einnig unnið að mörgum verkefnum um nám og líf stúdenta, kennsluþró- un og fagkunnáttu starfsfólks. Í fyrirlestrinum rakti hún þessa stefnumótunarvinnu sem felur í sér alhliða nálgun á nám, stúdentalíf, þjónustu og stjórnsýslu. Markmiðið er að skapa gott námsumhverfi þar sem stúdentar geta verið virkir þátttakendur og fá það á tilfinninguna að þeir hafi áhrif. Áherslan er á hvetjandi námsumhverfi, vellíðan, samstarf við nemendur og mikilvægi þess að skapa aðlaðandi vistarverur þegar verið er að hanna háskólabyggingar. Mörkin milli náms og einkalífs hafa dofnað og einnig mörk heimilis og skóla. Nemendur læra þegar þeim hentar og þar sem þeim hentar. Dina mælti einnig með endurskoðun á uppröðun í kennslustofum og leita mætti fyrirmynda í leikskólum og yngri bekkjum grunnskóla eins og fram kom hjá Marie Leijon. Að lokum sagði hún mikilvægt að gera sér grein fyrir að svona endurskipulagning væri kostnaðarsöm og kallaði á víðtækt samstarf. Verkefnið byggði á hugmyndum úr ýmsum áttum innan háskólans og nefndi hún sérstaklega hugmyndaauðgi starfsmanna háskólabókasafnsins. Því miður varð ekki úr því að talsmenn bókasafnsins kæmu og kynntu endurskipulagningu þess eins og ætlunin var í upp- hafi, en það hefði verið sérstaklega áhugavert fyrir okkur. Hlusta má á aðalfyrirlestrana á vef ráðstefnunnar http:// nuas15.au.dk/ Vinnustofur Á ráðstefnunni var fjöldi áhugaverðra vinnustofa. Greinar- höfundar sóttu tvær þeirra sem fjölluðu um háskóla- bókasöfn. Sú fyrri var byggð upp með samtali tveggja háskólabókavarða, Lars Burman háskólabókavarðar og fyrrum prófessors í bókmenntum, frá háskólabókasafninu í Uppsölum og Margareta Hemmed háskólabókavarðar Gautaborgarháskóla. Samræðurnar snerust um stöðu há- skólabókasafna í breyttu samfélagi í nútíð og framtíð. Fram kom að með auknum aðgangi að rafrænu efni hefur dregið úr að nemendur og kennarar sæki heimildir inn á bókasöfnin. Það þýði þó ekki að mikilvægi þeirra hafi dvínað, því með auknu rafrænu efni á vefnum hafi háskóla- bókasöfnin í raun stækkað. Þau hafa vaxið út fyrir veggi hinna hefðbundnu bókasafnsbygginga og mikilvægi þeirra sem lærdómsseturs, samverustaðar og eftirsótts vinnusvæðis orðið enn meira. Einkum talaði Lars um að ekki mætti gleyma hefðinni og virðingu fyrir hinu gamla og varaði við oftrú á tækninýjungum. Máli sínu til stuðnings benti hann á hvað tæknivandamál væru algeng. Þessi virðing fyrir fortíðinni er skiljanleg þeim sem heimsótt hafa háskóla- bókasafnið í Uppsölum. Safnið á sér langa sögu allt aftur til 1620 þegar það var stofnað af Gustav II Adolf Svíakonungi og hefur að geyma heilu veggina þakta gömlum gersemum. Lars lýsti því einnig með skemmtilegum hætti hvernig hann náði að komast inn í fræðasamfélagið á námsárum sínum. Það gerði hann einkum á bókasafninu með því að rabba við samnemendur, prófessora og þá sem höfðu látið af störfum en heimsóttu reglulega safnið til að hitta félaga og fræðimenn. Kaffistofa bóksafnsins og reykherbergi voru þeir staðir þar sem hann lærði hvað mest. Þau Margareta og Lars lögðu áherslu á þekkingarsam- félagið og mikilvægi háskólabókasafna fyrir námið utan kennslustofunnar. Nemendur þurfa staði þar sem þeir hitta fræðimenn og stunda sjálfsnám í samfélagi hver við annan, þegar þeim hentar. Þau voru sammála um að nútíma há- skólabókasöfn ættu að bjóða upp á fjölbreytta aðstöðu og sveigjanleg rými og rækta betur tengslin við hið akadem- íska háskólasamfélag. Að lokum töldu þau að þjónusta í kringum útgáfu fræðiefnis í opnum aðgangi verði í náinni framtíð umfangsmikið hlutverk háskólabókasafna. Ulla Nygrén stjórnandi háskólabókasafns í Turku flutti mjög áhugaverðan fyrirlestur um sameiningu og gagngera endurhönnun bókasafna Turkuháskóla og viðskiptahá- skólans í Turku. Skólarnir voru sameinaðir árið 2010 í kjölfar breytinga á lögum um háskóla þar sem meðal annars var stefnt að því að fækka háskólum. Þótt liðin séu nokkur ár frá sameiningunni er enn unnið að endurbótum, frekari þróun og stefnumótun.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.