Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 12
Vikublað 8.–10. september 201586 Fólk Hverfisgata 105 • Sími 551 6688 Stórar stelpur Haust 2015 Litríkt hold Húðflúrhátíð á Hótel Sögu um helgina F lestir erlendu gestirnir vilja koma aftur að ári. Þeim finnst frábært á Íslandi og kunna vel að meta ráðstefnuna.“ Þetta segir Seselja G. Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda húðflúrráðstefn- unnar Icelandic tattoo expo, sem haldin var í 4. sinn á Hótel Sögu um helgina. Seselja rekur húðflúrstofuna Tattoo og skart, á Hverfisgötu 108, með Svani Guðrúnarsyni, manni sín- um, en auk þeirra hjóna er smiðurinn og tattúáhugamaðurinn Andrés Páll Hallgrímsson ábyrgur fyrir skipulagi ráðstefnunnar. Ráðstefnan laðaði að um 2.000 manns, allt áhugafólk um húðflúr, og margir fengu sér flúr á hátíðinni. „Við fengum 250 umsóknir frá innlendum og erlendum listamönnum sem vildu taka þátt, úr þeim hópi völdum við 55 listamenn. Það er frábært að hátíðin sé þetta vinsæl því það þýðir að við get- um boðið þeim bestu,“ bætir Seselja við. Seselja segir það skipta miklu máli fyrir áhugafólk um húðflúr á Íslandi að fá erlendu gestina og halda ráðstefn- ur sem þessa. „Fólk á ekki að sætta sig við lélegt húðflúr sem er til dæmis gert í heimahúsum. Það skiptir miklu að vanda valið. Við hefðum getað fyllt Súlnasalinn með verðlaunum sem þessir listamenn hafa fengið víða um heim fyrir verk sín.“ Auk þess að geta fylgst með flúrur- um við störf, eða fengið sér flúr, var ráðstefnugestum boðið upp á ýmiss konar skemmtiatriði, keppt var um fal- legasta flúrið í ýmsum flokkum og tón- listarmenn stigu á svið. n Sársaukinn tekur enda Blaðakona DV, sem er að verða talsvert flúruð, lagði leið sína á Icelandic tattoo expo í þeim til- gangi að upplifa stemninguna og fá sér ellefta flúrið í safnið. Flúrarinn sem varð fyrir valinu var Boff Konkerz, en hann vinnur allt sitt flúr með nálum sem hann stýrir með handafli, en ekki vélum eins og flestir flúrarar. Boff býr á Íslandi og vinnur á Íslenzku húð- flúrstofunni. Boff er búinn að flúra með þessari aðferð í tíu ár og var áður búsettur í London. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að koma til Ís- lands sem gestaflúrari, en nú er hann alfarið fluttur hingað. Seinlegt og sársaukafullt Miðað við að fá flúr með vél er að- ferðin sem Boff notar frekar sein- leg, og ansi sársaukafull. Sársauk- inn fer þó alltaf eftir staðsetningu flúrsins og þykkt húðarinnar. Dagsform þiggjandans skiptir líka máli, það er best að mæta í flúr vel sofinn, vel nærður og í góðu stuði. Það tók tæpan klukkutíma fyrir Boff að setja flúrið á fót blaðakon- unnar. Húðin á ristinni er þunn og taugarnar næmar, þetta var ansi vont, og talsverð orka fór í að berj- ast gegn ósjálfráðum taugakipp- um sem komu sem viðbragð við stöðugum stungunum. Handgert flúr er þó, að sögn Boff, minna inngrip og skaða húð- ina ekki eins mikið og flúr unnið með vélum. Þess vegna jafnar húðin sig hraðar og flúrið verður slétt og fínt. Þrátt fyrir sársaukann hefur blaðakona fullan hug á að mæta aftur í stólinn til Boffs og þiggja frekari skreytingar á næstunni. Colin Dale Þessi kanadíski flúrari rekur vinsæla stofu í Kaupmannahöfn og sérhæfir sig í fornum aðferðum án véla. Stofan heitir Skin&bone og er á Jægers- borggade. Hlustað á tónlist Margir taka með sér góða tónlist í stólinn. Flúrarinn er Iker Ruiz frá Spáni. Frekar flúraður Það er ekki víst að margir mundu leggja í að flúra þetta stóran huta líkamans. En mikilfenglegt er það! Fjölnir við störf Fjölnir hlaut fyrir löngu viðurnefnið tattú. Hann er vel þekktur meðal flúráhugafólks á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Boff Konkerz Hann er fluttur til Íslands og flúrar án véla. Boff notar nálar til að stinga í holdið og sést hér flúra fót blaðakonu. Vígalegur búnaður Þegar flúrað er á ráðstefnu er aðstaðan oft aðeins verri en á húðflúrstofum. Stólar eru notaðir í stað þægilegra bekkja og höfuðljós í stað sterkra lampa til að lýsa upp vinnuna. Unnið með handlegg Hin finnska Linda Räihä var einn erlendu gestanna. Flúraður háls Það var heillandi að fylgjast með litríkum myndum fæðast á holdi ráðstefnugesta. Búri flúrar Búri á Íslenzku húðflúrstofunni við störf. Eldgamlar aðferðir Hér sést Brent McCown (t.v.), en hann sérhæfir sig í fornum pólýnesískum aðferðum. Flúrað er með nálum á langri stöng sem bankað er á með priki. Flúrararnir sitja við vinnu sína og klæðast „sarong“-pilsum. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.