Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Qupperneq 19
Vikublað 8.–10. september 201514 Fréttir VANTAR ÞIG BÍL? Kynntu þér kosti langtímaleigu AVIS. Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Hagkvæmur kostur og allt innifalið, s.s. bifreiðagjöld, tryggingar, olíuskipti og allt hefðbundið viðhald. Vetrarleiga AVIS er góður kostur fyrir þá sem eru í / vinna við skóla, vinna við vetrartengt starf eða vilja einfaldlega heilsusamlegri lífsstíl á sumrin. Hafðu samband og kynntu þér málið. Þjónustuver Avis 591 4000 - avis@avis.is Bílaleiga Fimm hundruð börn á biðlista Árleg vandræði við að manna frístundaheimili U m fimm hundruð börn á grunnskólaaldri eru á biðlista eftir að komast á frístundaheimili í Reykja- vík. Biðlistar eftir frístunda- heimilum eru orðnir árlegt vanda- mál og er rót vandans sú að erfiðlega gengur að manna stöður áður en grunnskólarnir byrja á haustin. Á frístundaheimilum borgarinnar er sex til níu ára börnum við grunn- skóla Reykjavíkurborgar boðið upp á tómstundastarf eftir að skóladegi lýkur. Það setur því fjölmarga for- eldra þeirra barna sem byrja skóla- árið á biðlistum í erfiða stöðu þar sem þeir þurfa að verða sér úti um frí í vinnunni með tilheyrandi tekju- missi þegar um er að ræða ung börn. Móðir í Grafarvogi, með barn í öðrum bekk á biðlista, man ekki eft- ir öðru eins. Frístundaheimili eru starfrækt við alla grunnskóla í Reykjavík en samkvæmt upplýsingasíðu skóla- og frístundasviðs heyra 39 frí- stundaheimili og 6 frístundaklúbb- ar fyrir 4.100 börn undir sviðið. Börn fara á frístundaheimili eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur og dekka þau því hefðbundinn vinnu- tíma hjá foreldrunum. Þegar börn- in komast ekki að er ljóst að foreldr- ar þurfa að brúa bilið þennan hálfa dag með öðrum leiðum, fimm daga vikunnar og það getur kostað um- talsvert vinnutap. Árlegur flöskuháls í kerfinu Sigrún Björnsdóttir, upplýsinga- fulltrúi skóla- og frístundasviðs, segir að um árlegan vanda sé að ræða og að staðan nú sé svipuð og í fyrra. „Þetta er árvisst. Þetta eru hlutastörf sem eru að stórum hluta mönnuð af háskólanemum og þeir eru fram í september að skipuleggja sitt nám og ráða sig í hlutastörf samhliða námi. Þannig að þetta er ákveðið ferli sem kemst í jafnvægi um miðjan september og þá er jafnan búið að fullmanna frístundaheimilin,“ segir Sigrún í samtali við DV. „Það eru í kring- um 500 börn sem enn bíða eftir að komast inn á frístundaheimilin en búist er við að þetta verði komið í lag, eða í jafnvægi, upp úr miðjum september.“ Sigrún bendir á að yngstu börn- in, sem eru að byrja í fyrsta bekk, njóti forgangs og ættu flest ef ekki öll að vera komin inn en síðan geti verið misjafnt eftir hverfum hversu vel eða illa gangi að manna stöður. Erfiðast sé einhverra hluta vegna að manna stöður í Grafarvogi. Aldrei lent í öðru eins „Ég hef aldrei lent í þessu eins og núna,“ segir Karlotta Jensdóttir leik- skólakennari sem er með barn í 2. bekk, einmitt í Grafarvogi, sem ekki hefur komist inn á frístundaheimili nú þegar rúmur hálfur mánuður er liðinn af skólaárinu. Hún segir að hún hafi meðal annars mátt reiða sig á að- stoð frá tengdamóður sinni þennan tíma en að ástandið og óvissan hafi valdið fjölskyldunni vandræðum. „Það er samt engin lausn að reiða sig á fjölskyldu og reddingar í á þriðju viku. Ég veit um fólk sem þarf að taka sér frí frá vinnu.“ Samkvæmt ráðningarstöðu sem tekin var 25. ágúst síðastliðinn var talað um að það vantaði 120 starfs- menn í um 60 stöðugildi, en um er að ræða 50 prósent stöðugildi. Sigrún bendir á að mikil hreyfing sé á þess- um málum og því séu þetta líklega þegar orðnar úreltar tölur. n Biðlistar í borginni Um fimm hundruð grunnskólabörn á aldrinum 6–9 ára eru nú á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Ekki er búist við að búið verði að ráða í stöður og ná jafnvægi fyrr en um miðjan mánuðinn. Mynd StefÁn KArlSSon „Ég hef aldrei lent í þessu eins og núna. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.