Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Síða 43
Vikublað 8.–10. september 201538 Umræða Mest lesið á DV.is 1 Vísað út af veitingastað í miðborginni vegna út- lits: „Niðurlægður og hissa“ Manni var nýverið vísað út af veitingastað við Austurstræti í Reykja- vík eftir að starfsfólk taldi hann ekki vera nógu fínan til að sitja þar inni. Lesið: 37.525 2 24 ára íslensk kona kom heim frá Taílandi með lirfu í fætinum „Það er ekki gaman eða góð tilfinning að láta éta sig lifandi,“ sagði konan. Lesið: 33.459 3 Ungfrú Ísland ofbauð dónaskapur karlmanna á Facebook: Bíllinn seldist á endanum Arna Ýr Jónsdóttir skilaði skömminni - Nýkrýnd og spennt fyrir Miss World Lesið: 28.948 S amúðarhræsni fer um heim- inn eftir að drukknaði dreng- urinn fannst í fjöruborðinu. Halda mætti að hvergi annars staðar væru börn, gamal- menni, karlar og konur að drukkna og deyja úr hungri eða sjúkdómum. Myndin af drengnum minnir á aug- lýsingu: Kaupið ykkur flóttafólk. Hvað samúðarkaup varðar hefur ís- lenskt átak komist í erlend blöð með myndum og viðtölum. Í einu segist ung kona vilja taka á móti flóttafólki og leiðir fréttamann eftir gangi í her- bergi með rauðum Ikea-svefnsófa. Erfitt er að sjá hve margar fjölskyldur kæmust fyrir í herberginu. Varla gætu margir sofið á sófanum en samúðin bætir upp þrengslin. Blaðamaðurinn lýsir góðvild sem líkist barnaskap. Fréttir um íslenska gæsku fara um Netheima og erlent útkjálkadagblað sýnir stiklur af hjartagæskufólki sem líður um og bendir á Ikea-svefnsófa sem lausn á vandanum. Á öðrum hafa ung hjón raðað saman lúðum trékössum undan Torres-rauðvíni frá gömlu Áfengisverslun ríkisins. Á kassaröðinni virðist vera heklað ömmuteppi í staðinn fyrir dýnu. Þessu fylgir lýsing á íslenskri gest- risni frá sögutíð, að landsmenn hafi alltaf tekið hröktum opnum örmum og hlúð að þeim undir sæng í bað- stofurúmi þar sem margir sváfu sök- um fátæktar en án kynferðislegrar áreitni. Nú færir þjóðin náð sína yfir á flóttamenn en í staðinn fyrir bað- stofurúm undir súð eru komnir Torres-trékassar eða Ikea-svefn sófar. Svo sigurför samúðarinnar sjáist betur í huga lesandans er sagt að á Ís- landi búi álíka margir og í Benidorm en góðmennskan í sál landsmanna sé meiri en í stjórnmálabákni Evrópusambandsins í Brussel. En mann grunar að eitthvað hljóti að vera bogið við heilabú gæðaskinna nútímans. Það er ólíkt sveitafólki for- tíðar með sultardropa, bláar varir og kuldabitnar kinnar á heiðarbýlum þar sem börn sváfu í meisum fóðruð- um með heyi. Vöggur voru ekki til hjá fátækum. Maður hlýtur að spyrja við núver- andi aðstæður, hvað verður ef flótta- mannamarkaðurinn stækkar og breiðist út um öll Austurlönd og millj- ónir flýja inn í dýran dauða á vegum Pírata sjávar sem græða á stríði ofsa- trúarmanna og Ameríkana? Hvað gerist ef Afríka fer á kreik að fordæmi flóttafólksins sem maður sér vel búið á tískustrigaskóm með flotta bak- poka og krakkar í bleikum fötum með bangsa í fanginu og talar ensku eftir námskeið í alþjóðamálinu. Ef fólkið væri raunverulegir fátæklingar myndi ekkert vera gert fyrir það. Flóttinn er dýr og honum stjórnað af þeim sem þekkja markaðinn. Og hverjum er upplausnin að kenna í heimalöndunum. Allir vita undir niðri að Bandaríkin hafa valdið henni og þjóðirnar sem styðja rétt- lætisstríð þeirra. Sá sem veldur er laus allra mála. Hann er ábyrgðarlaus og engu líkara en hann sigi flótta- mönnunum á Evrópu af illgirni til þess að kæfa álfuna. Enginn þorir að segja það sem liggur í augum uppi: Bandaríkin eru jafn mikið guðinn sem brást og dauðu Sovétríkin. Ef straumur hælisleitenda verður á heimsmælikvarða verða ekki til hér á landi nógu margir Ikea-svefnsófar og trékassar undan Torres-rauðvíni til að veita þeim skjól. Og Píratarnir okk- ar geta varla slegið í skyndi upp nógu mörgum kojum fyrir alla þegar þeir ná völdum á Alþingi þótt ráðagóðir séu bæði í rófu- og málbeininu. n Samúðarhræsni smáborgara Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari „Fréttir um íslenska gæsku fara um Netheima og erlent út- kjálkadagblað sýnir stiklur af hjartagæskufólki sem líður um og bendir á Ikea- svefnsófa sem lausn á vandanum. N ýr leikhúsvetur er hafinn og fyrsta frumsýning ársins í Þjóðleikhúsinu var nýliðna helgi á frumsömdu íslensku verki, Móðurharðindunum, leikstýrðu af höfundinum sjálfum, Birni Hlyni Haraldssyni. Það er alltaf ánægjuefni þegar nýtt íslenskt leikrit er frumflutt. Þar hefur Þjóðleikhúsið verið í fararbroddi síðustu ár líkt og sást á dagskrá hússins á liðnum vetri sem helgaður var íslenskum verkum. Það sem varpaði þó skugga á annars frábæra frumsýningarhelgi voru ummæli nokkurra álitsgjafa í DV um dagskrá leikhúsanna. Þar hallaði á Þjóðleikhúsið á ósanngjarnan hátt. Til dæmis staðhæfir Hlín Agnarsdóttir, gagnrýnandi Kastljóssins, að Borgar- leikhúsið standi sig mun betur en Þjóðleikhúsið þegar kemur að nýskrif- um í íslenskum og erlendum verkum. „Þar er greinilegt að Borgarleikhús- ið stendur sig betur en Þjóðleikhúsið með nýju verki eftir Tyrfing Tyrf- ingsson Auglýsing ársins, Flóð, nýju heimildaverki um snjóflóðin á Fla- teyri og Súðavík eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors. Mótvægið við Tyrfing í Þjóðleikhúsinu er ef til vill Heiðar Sumarliðason en leikrit hans Garðabær 90210 er eitt af samstarfs- verkefnum leikhússins,“ segir Hlín. Hlín minnist hins vegar engu orði á verkið sem frumsýnt var nú um helgina. Móðurharðindin eftir Björn Hlyn er frumsamið íslenskt leikrit sem leikstýrt er af höfundinum sjálfum – eitthvað sem ekki er algengt í íslensku leikhúsi. Að minnast ekki á það í upp- talningu á nýjum íslenskum leikritum í vetur hlýtur að vera yfirsjón af hálfu Hlínar sem svo sannarlega hefur sýnt íslenskri leikritun mikinn áhuga, bæði sem gagnrýnandi og einnig sem höf- undur og dramatúrg. Fyrir utan Móðurharðindin þá mun annar höfundur leikstýra sínu eigin verki, Heiðar Sumarliðason, en leikrit hans (902)210 Garðabæ er samstarfs- verkefni í Þjóðleikhúsinu. Annað sam- starfsverkefni er dansverkið Kvika eftir Katrínu Gunnarsdóttur, sem frumflutt verður í Kassanum. Þjóðleikhúsið er svo einnig afar stolt af nýju íslensku barnaleikriti sem Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson skrifuðu sér- staklega fyrir Þjóðleikhúsið og byggir á ævintýrinu Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum í leikstjórn Ágústu Skúla- dóttur. Einn af álitsgjöfum DV, Snæ- björn Brynjarsson, minnist einmitt á að stofnanaleikhúsin gleymi oft að búa til gott barnaleikhús. Þegar þetta er tekið saman er ljóst að staðhæfingin um að Borgarleikhús- ið standi sig betur í íslenskri leikritun í vetur er röng og í raun er óskiljan- legt að enginn af álitsgjöfum DV skuli hafa minnst á opnunarverk Þjóðleik- hússins í ummælum sínum. Konur í meirihluta í Þjóðleikhúsinu En það er fleira sem er athugunar- vert í greininni. Hlín segir halla á kon- ur í Þjóðleikhúsinu. „Borgarleikhúsið stendur sig betur í gömlu klassíkinni og fær konur til að leikstýra,“ segir Hlín. Þarna er aftur um ósanngjörn um- mæli að ræða. Í Borgarleikhúsinu leikstýra þrjár konur nýjum verkum í vetur. Borgarleikhússtjórinn sjálfur, Kristín Eysteinsdóttir, leikstýrir verk- inu At, Yana Ross leikstýrir Mávinum og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir söngleiknum Mamma mia. Ef við lítum á dagskrá Þjóðleik- hússins þá mun fastráðni leikstjóri hússins, Una Þorleifsdóttir (sem einnig var ekkert minnst á í umræddri blaða- grein, en fastráðinn leikstjóri Þjóðleik- hússins gegnir viðamiklu hlutverki í allri listrænni stjórnun hússins) leik- stýra sænska nútímaverkinu Um það bil eftir Jonas Hassan Kehmiri. Selma Björnsdóttir leikstýrir vampíruleik- ritinu Hleyptu þeim rétta inn, á stóra sviðinu, auk þess að leikstýra Í hjarta Hróa hattar ásamt Gísla Erni Garðars- syni. Ágústa Skúladóttir leikstýrir svo barnasýningunni Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Það er einnig staðreynd að annað árið í röð er meirihluti listrænna stjórnenda í Þjóðleikhúsinu konur. Jöfn hlutföll karla og kvenna eru í list- ráði Þjóðleikhússins og fastráðinn leikstjóri hússins er kona. Staðhæfing Hlínar um að Borgarleikhúsið standi sig betur í að fá konur til að leikstýra er því einnig röng. Eflum gagnrýna umræðu Eitt af markmiðum Þjóðleikhússins í ár er að efla gagnrýna umræðu um leikhús. Það gerum við til dæmis með umræðum eftir sýningar, en listrænir stjórnendur og leikarar sitja alltaf fyrir svörum eftir sjöttu sýningu á öll- um verkum hússins. Við erum einnig að skipuleggja málþing í tengslum við valdar sýningar í húsinu og verð- ur fyrsta málþingið haldið þann 20. september í tengslum við leikritið 4.48 Psychosis eftir Söruh Kane. Þar munu fulltrúar frá geðheilbrigðissviðum, kirkjunni og leikhúsinu ræða þessa umdeildu sýningu ásamt listrænum stjórnendum og dramatúrgum. Þjóðleikhúsið hefur einnig ráðist í framleiðslu á fræðsluefni fyrir grunn- skóla landsins í tengslum við sýn- inguna Hleyptu þeim rétta inn sem fjallar um brýn málefni eins og einelti, stöðu innflytjenda og ábyrgð foreldra og er ljóst að sú sýning mun vekja mikla athygli hér á landi, eins og hún hefur gert í Noregi og víðar þar sem hún hefur verið sett á svið. Gagnrýnendur eru boðnir vel- komnir í Þjóðleikhúsið og leikhúsið fagnar gagnrýnni umræðu. En gæta verður sanngirni í þeirri umræðu og það vantaði því miður upp á í grein DV um leikárið. n Gagnrýnum ekki fyrirfram Símon Birgisson Dramatúrg Þjóðleikhússins Kjallari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.