Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 63

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 63
Afmælisblað 8. september 20156 40 ára Þ egar Dagblaðið tók til starfa var aðeins einn kvenkyns blaðamaður starfandi, en konunum átti þó eftir að fjölga. Eina konan í hópn­ um var Erna V. Ingólfsdóttir. Hún var þá 42 ára gömul og hafði starf­ að á Vísi í rúmt ár. Ég heimsótti Ernu á Hrafnistu, þar sem hún dvelst nú. En hvernig kom það til að hún varð blaðamaður? „Ég var forvitin um þjóðfélagsmál. Börnin voru uppkomin þegar ég hóf störf á Vísi.“ Nú skrifaðir þú mest um neyt­ endamál og áttir sæti í stjórn Neyt­ endasamtakanna. Þessi mál hljóta að hafa verið þér hugleikin? „Nei, neytendamálin heilluðu mig ekkert sérstaklega, ekki á þeim tíma. Ég var sett í að fjalla um þetta, en sannfærði menn um að fá Önnu Bjarnason til starfa, sem varð úr. Hún brann fyrir þessum málum. Ég hafði aftur á móti meiri áhuga á fréttum almennt og þegar Anna kom gat ég skrifað meira af almennum fréttum. Við Anna höfðum verið í básnum á heimilissýningunni dagana fyrir stofnun blaðsins og tekið við áskrif­ endum.“ Frjálslegt andrúmsloft Hvernig leist þér á nýja blaðið? „Mjög vel. Ég var spennt fyrir Dagblaðinu. Þar átti að taka á þjóð­ málunum og skrifa um það sem fólk­ ið vildi lesa. Ég var spennt fyrir blaði sem væri óháð stjórnmálaflokkum. Andrúmsloftið var frjálslegra en það sem verið hafði á Vísi. Við tókum upp ýmsar fréttir sem helst ekki mátti segja og það var ógurlega gam­ an í vinnunni. Það var mikið hlegið og maður hlakkaði alltaf til að mæta í vinnuna. Og það var gott að vinna með Jónasi Kristjánssyni ritstjóra. Hann var alltaf sanngjarn.“ En hvernig var að vera kona á karlavinnustað? „Mér líkaði það mjög vel. Kunni mjög vel við mig.“ Hvernig hafði verið á Vísi áður? „Ég kunni mjög vel við mig þar og var föst á Vísi fram á haust. Það var reynt að fá mig til að vera þar áfram, en ég var spennt fyrir Dagblaðinu. Annars hélt ég að þeir Dagblaðs­ menn ætluðu aldrei að hafa samband við mig, en loks hafði Jónas samband og bauð mér að koma með.“ Nauðsynlegt að hafa áhuga Voru þetta ólíkir vinnustaðir? „Já, við fengum að skrifa um það sem við höfðum áhuga fyrir á Dagblaðinu. Blaðamennirnir unnu mjög sjálfstætt. Ég talaði til dæmis við nunnurnar í Hafnarfirði og skrif­ aði um fötluð börn. Einu sinni fékk ég mikinn áhuga á súrheysgryfjum og fór austur fyrir fjall með Bjarn­ leifi Bjarnleifssyni ljósmyndara að kynna mér þær. Það er nauðsynlegt fyrir blaðamann að hafa áhuga á viðfangsefninu.“ Þið voruð líka mikið með fréttir utan af landi? „Já, fréttaritararnir hringdu inn. Maður mátti hafa sig allan við að skrifa þegar Regína Thorarensen hringdi.“ Neytendamálin á Dagblaðinu vöktu mikla athygli. Eru einhverjar fréttir þar sem eru þér minn- isstæðar? „Já, einu sinni keyptum við hakk á nokkrum stöðum og fengum matreiðslu­ mennina á Hótel Sögu til að steikja það. Þetta vakti mikla athygli og fleira í þessum dúr. Sumar greinar voru líka í gamansömum stíl eins og „Grýla tekur til fyrir jólin“. Það var líka mikið hringt í neytendasíðuna.“ Mikið álag En þú varst ekki lengi í blaðamennsku? „Ég sá fram á að ég myndi ekki hafa þetta af.“ Hvernig þá? „Þetta er erfitt starf, álagið mikið. Ég hóf því nám í hjúkrun um fimm­ tugt.“ Hvernig tóku samstarfsmennirnir því? „Þeir sögðu að ég væri að fara úr öskunni í eldinn. Einn þeirra sagðist myndu hlaupa út í buskann ef ég kæmi með sprautu! Ég starfaði síðan á Borgarspítalanum en áhuginn á fjölmiðlum hvarf ekki. Ég las öll blöðin og hlustaði á fréttirnar.“ n BJB Sögðum fréttir sem ekki mátti segja „Frjálst og óháð“ Fyrsta forystugrein Dagblaðsins Jónas Kristjánsson skrifaði svo í fyrstu forystugrein Dagblaðsins: „Hvað tákna yfirlýsingar aðstand­ enda Dagblaðsins um, að það eigi að vera frjálst og óháð dag­ blað? Margir efast um, að þetta geti verið satt í landi, þar sem blaðamennska og flokkapólitík hafa frá upphafi verið í nánum tengslum.“ Jónas svaraði spurn­ ingunni sem hann bar upp jafn­ harðan og sagði: „Okkar svar við efasemdunum getur ekki verið annað en að biðja þjóðina um að fylgjast vel með Dagblaðinu frá upphafi og kveða upp dóm sinn í ljósi reynslunnar.“ Útgáfa blaðsins hafði verið þrautaganga, eins og Jónas lýsti: „Margar hindranir hafa verið lagðar í braut okkar. Við höfum verið eltir með lögbönnum og hótunum um lögbönn. Margir hafa orðið fyrir persónulegu ónæði vegna stuðnings og að­ stoðar við okkur. Prentsmiðjan hefur verið kúguð til að láta okkur hafa fremur óhentugan prentunartíma. Og útgáfa Dag­ blaðsins hefur tafist um viku vegna þessara hindrana.“ Menningar- verðlaun og Stjörnumessa Vegleg menningarumfjöllun Aðalsteinn Ingólfsson hafði ný­ lega tekið við sem menningar­ rýnir Vísis þegar hann flutti sig yfir til hins nýstofnaða blaðs. Hann var hámenntaður í listfræðum og hélt einstaklega vel utan um listumfjöllun blaðsins. Aðalsteinn fékk þá hugmynd að efna til menningarverðlauna Dagblaðsins sem urðu árlegur lykilviðburður í menningar­ lífinu og eftirsótt. Jónas Kristjáns­ son kallaði þá Ásgeir Tómasson, Helga Pétursson og Ómar Valdi­ marsson hina „ungu poppara Dagblaðsins“. Þeir hefðu séð til þess að blaðið náði vel til ungu kynslóðarinnar og efndu þeir til svokallaðrar Stjörnumessu sem varð árlegur viðburður. Þar voru poppurum veittar viðurkenn­ ingar í mörgum flokkum. Handhafar menningarverðlauna 1980 Aðalsteinn Ingólfsson fékk þá hugmynd að efna til menningar­ verðlauna Dagblaðsins. Poppmessan 1979 Stjörnumessa varð árlegur viðburður. Rætt við Ernu V. Ingólfdóttur, blaðamann á Dagblaðinu„Ég var spennt fyrir Dagblaðinu. Þar átti að taka á þjóðmálun- um og skrifa um það sem fólkið vildi lesa. Erna V. Ingólfsdóttir „Við fengum að skrifa um það sem við höfðum áhuga fyrir á Dagblaðinu.“ Öflug neytendaumfjöllun Erna V. Ingólfsdóttir fékk matreiðslumeistarana á Hótel Sögu til að prófa að steikja hakkið. Umfjöllun af þessu tagi var nýlunda. E inn eftirminnilegasti blaða­ maður Dagblaðsins var Anna Bjarnason. Hún var fædd í Reykjavík árið 1933. Að loknu prófi frá Verslunarskólanum starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu, síðar Vísi og loks á Dagblaðinu. Þar skrifaði hún umfram allt um neytendamál og sat jafnframt í stjórn Neytenda­ samtakanna. Þá stýrði hún ásamt fleirum útvarpsþáttum um neytenda mál. Elín Albertsdóttir, fyrrver­ andi blaðamaður á Dagblaðinu, segir svo frá Önnu: „Þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í blaða­ mennsku um tvítugt á gamla DB unnum við í sama herbergi. Anna hafði viss forréttindi – því hún var eini blaðamaðurinn sem hafði rafknúna ritvél. Hún sökkti sér niður í neytendamál af fullum krafti, bjó til heimilisbókhald með landsmönnum og lét það síður en svo afskiptalaust ef umframbirgð­ um af tómötum eða lambakjöti var fargað á haugunum. Þetta var spennandi tími þar sem tvö síð­ degisblöð bitust á markaðnum og sá samhenti hópur, sem þarna starfaði, lagði allt í sölurnar til að vera með betri fréttir en Vísismenn hinum megin við vegginn.“ Anna var frumkvöðull í skrifum um neytendamál og var umsjónar­ maður neytendasíðu Dagblaðsins. Hún flutti síðar til Ameríku með manni sínum, Atla Steinarssyni blaðamanni, en hélt samt áfram að skrifa reglulega greinar í helg­ arblað DV. Atli var blaðamaður í 55 ár og brautryðjandi í íþróttafrétt­ um. Þau hjónin lögðu því drjúgan skerf til sögu íslenskra dagblaða. Þau voru nýflutt heim til Íslands þegar Anna lést árið 1998. n Anna og neytendamálin Dagblaðið og neytendamálin Anna Bjarnason varð landsfræg fyrir skrif sín um neytendamál. Vinsældir frá upphafi Smáauglýsingablaðið Dagblaðið lagði frá upphafi áherslu á smáauglýsingar og til að ná þeim fljótt á skrið fengu starfsmenn vini og ættingja til að finna ýmsa muni í geymslum sínum sem þeir gætu verið án. Vinsældir smá­ auglýsinganna voru þó það miklar frá upp­ hafi að þetta reyndist „óþörf fyrirhyggja“, eins og Jónas Kristjáns­ son orðar það. Hann segir að „sprenging“ hafi orðið í smáauglýs­ ingum á fyrstu dögum blaðsins og í hans huga hafi smáauglýsingarnar, kjallaragreinarnar og lesendabréf­ in verið þrír meginþættir í sambandi blaðsins við fólkið í landinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.