Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 7

Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 7
EHBLA 7 * að aukin tækni, t.d. örtölvu- byltingin, skapi konum nýja atvinnumöguleika en uerði ekki til að rýra launakjör eða leiði til atvinnuleysis. * að fylgt uerði lögum um aðbúnað og hollustuhætti á uinnustöðum. Meginástæða fyrir ualda- og áhrifa- leysi kuenna í sam- félaginu er sú að uppeldi og umönnun barna huilir nær eingöngu á konum, án þess að metið sé að uerðleikum. Aukin og bætt þátttaka samfélagsins í uppeldi barna og jöfn foreldra- ábyrgð eru þuí uiðfangsefni sem Kuennalistin setur á oddinn. Samfélagið þarf að halda uppi öflugu skóla- og félagsmálastarfi í allra þágu. Slík þjónusta er grund- uöllur framtíðarinnar og mæli- stika á mannúð og samábyrgð. Kuennalistinn uill uinna að þuí að daguistar- og skólamál og fleira sem snertir daglegt líf fólks fái forgang fram yfir önnur mál og nægilega fjárueitingu á meðan uerið er að tryggja öllum börnum uiðunandi aðstæður. Daquistir Geysileg mótsögn er í uiðhorfum til barneigna í þjóðfélaginu. Sjálfsagt þykir að fólk eignist börn, en þegar þau eru fædd má segja að þjóðfélagið sé þeim fjandsamlegt. Dagheimili eru allt of fá og litið er á þau sem geymslustaði í neyðartiluikum en ekki sem góðan kost sem öll börn eiga rétt á. Astandið í daguistarmálum á meðal annars sinn þátt í þuí huað barneignum hefur fækkað hér á landi á undanförnum árum. Öll börn ættu að eiga uöl á að minnsta kosti sex tíma daguist, óháð atuinnuþátttöku, efnahag og hjúskaparstöðu foreldra. Börn foreldra úr mismunandi starfs- stéttum og þjóðfélagshópum ættu að uera saman í daguist. Hraðað uerði uppbyggingu nýrra daguista hér á Selfossi og það gert á einfaldari og fljótuirkari hátt en nú tíðkast. Kaupa þarf eða leigja húsnæði sem hentar sem dagheimili á meðan eftirspurn er ekki fullnægt. Við uiljum að á sama stað starfi skóladagheimili. Skólar. Skipulag skólastarfs hér miðast uið aðstæður sem ríktu fyrir 20 til 30 árum þegar mæður uoru almennt heima og sáu um að gefa börnum sínum hádegismat og senda þau í skólann oft á dag. Nú er öldin önnur. Nánast allar mæður uinna utan heim- ilis. Yfiruöld láta þó sem allt sé óbreytt og bitnar það illa á for- eldrum en þó uerst á börnunum. Kuennalistinn uill * að grunnskólanum uerði sköpuð skilyrði til að uppfylla þær skyldur sem grunnskólalög leggja skólunum á herðar. Skólinn á að sinna huerjum einstaklingi í samræmi uið getu hans og þarfir. * að húsnæði uerði aukið fyrir yngri árganga grunnskólans, 6-12 ára, og séð til þess að heilsuspillandi húsnæði uerði ekki framar notað til kennslu hér á Selfossi. * styðja áframha1dandi þróun og framkuæmd hugmynda sem komnar eru fram um sueigjanlegt skólastarf í Barnaskólanum. * að skólabókasafn uerði í huerjum skóla og þar starfi menntaður skólasafnuörður. * að skólar uerði einsetnir og skólatími samfelldur. * að skólatími sex ára barna uerði lengdur. * að öll börn eigi kost á skóladagheimili . Uppeldismál

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/1240

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.