Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 9

Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 9
EMBLA 9 lengur í heimahúsum. Byggðar verði fleiri íbúðir fyrir aldraða og framkvæmdum hraðað við langlegudeild við Sjúkrahús Suðurlands. Menningar- og tómstundamál Hvers konar listsköpun og menn- ingarlíf þarf að fá að njóta sín, t.d. með því að menningaráhugi barna og unglinga sé glæddur, t.d. með aukinni menningarstarfsemi í skólum. Þar gæti verið um að ræða aukna kennslu í leiklist, myndlist, tónlist og bókmenntum, auk þess sem bjóða mætti rithöfundum og öðrum listamönnum að heimsækja skóla og kynna verk sín. Kvennalistinn vill * að myndlistar- og leiklistar- námskeið verði haldin i tengslum við námsflokka eða öldunga- deild. * að húsnæði sem fyrir hendi er í bænum verði betur nýtt til hvers konar lista- og menningar1ífs, t.d. salur Barnaskólans, anddyri og kjallari Gagnfræðaskó1ans og gamli Iðnskólinn. * að kvikmyndasalur nýja Félags- heimilisins verði sem fyrst tekinn í notkun. * að hraðað verði undirbúningi svæðisútvarps fyrir Suðurland með aðsetri á Selfossi. * að Selfossbær veiti ekki áfenga drykki við nein tækifæri. Skipulag og umhverfi Við viljum að raunveruleg áhrif íbúa Selfossbæjar komi í stað þess sýndarlýðræðis sem nú ríkir. Haft skal samráð við íbúa um skipulagningu nýrra hverfa og endurskipulagningu eldri hverfa. Við skipulag nýrra hverfa á að taka mið af daglegum þörfum fólks; atvinnu, dagvistum, innkaupum, tómstundum og hvíld. Ibúðir og atvinnufyrirtæki geta átt samleið ef atvinnureksturinn spillir ekki umhverfi sínu vegna mengunar eða umferðar eða veldur íbúum öðrum óþægindum. Kvennalistinn vill * að framkvæmdir verði í samræmi við vilja íbúa við þéttingu og blöndun byggðar. * að lögð verði rækt við eldri hverfi og fullnýttir þeir möguleikar sem þau búa yfir. Við endurnýjun þeirra ber að taka tillit til byggðar, gróðurs, náttúru og menningarverðmæta. * að gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyrir að rusl og ýmis úrgangur spilli umhverfi bæjarins. Sérstaklega þarf að sýna aðgát gagnvart viðkvæmu lífríki Ölfusár. * að lögð verði alúð við að búa til skjólgóð útivistarsvæði og reynt með öllum ráðum að gera útiveru aðlaðandi og örugga fyrir alla aldurshópa, t.d. með bættri aðstöðu fyrir börnin (hverfisvelli, boltavelli og starfsvelli). * að gatnakerfi nýrra hverfa verði þannig hönnnuð að gönguleiðir skólabarna verði sem öruggastar. Iðkun hjólreiða er meiri á Selfossi en víðast annars stað- ar, og því er ástæða til að huga að því sérstaklega hvernig öryggi þeirra sem ferðast á reiðhjólum verði best tryggt. Sérstakir hjólreiðastígar væru ákjósanleg lausn. * að mörkuð verði framtíðarstefna í húsnæðismálum þar sem áhersla yrði lögð á félagslegar lausnir og framboð á fjölbreyttu húsnæði (m.a. leiguíbúðir) og tekið mið af þörfum aldraðra og fatlaðra og fjölskyldufólks með lítil e f n i . * að húsnæðissamvinnufélögum og einstaklingum verði gert jafn hátt undir höfði hvað lóðaút- hlutun varðar.

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/1240

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.