Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 11

Embla - 01.05.1986, Blaðsíða 11
EMBLA 11 Kristjana 5iqmundsdóttir OkJuvf vnntxr vútnu Við Selfossbúar búum í dag við þá ömurlegu staðreynd að hér ríkir at- vinnuleysi. Með láglauna- og vaxta- stefnu rikisstjórnarinnar hefur skapast samdráttur í iðngreinum, en mest þó i byggingariðnaðinum, sem flestir hafa haft vinnu af hér á staðnum, en verða nú að leita út fyrir bæinn eftir vinnu, - flestir til Reykjavikur. Konur og unglingar sitja eftir heima og fá litla eða enga vinnu, laun eru undantekninga- lítið lág, því launaskrið er nær óþekkt fyrirbæri á Selfossi. Tölur úr atvinnuleysisskráningu segja ekki nema hálfa söguna, því að konur og unglingar sem ekki hafa verið í fastri vinnu, en þurfa og vilja vinna, komast ekki á þessa skrá. -A hverju sumri aka rútur með tugi þúsunda erlendra ferðamanna í gegnum bæinn fyrir utan alla þá Reykvíkinga sem koma hér við í sunnudagsbí1túrnum. Það þarf eitt- hvað að gera til að vekja áhuga þessara ferðalanga svo þeir staldri við í bænum. -Það sem kemur upp í hugann hér í þessu landbúnaðarhéraði er að sett verði upp eins konar þróunar- sýning landbúnaðarins. Hér er til staðar íslenska dýrasafnið, og einnig er safn gamalla muna í Safnahúsinu. I viðbót þarf að koma alvöru bóndabær í réttu umhverfi, þar sem börn og fullorðnir geta komist í snertingu við dýrin og skroppið á hestbak. Uið vitum að í dag eru til mörg borgarbörn sem hafa aldrei séð önnur dýr en hamstra og gullfiska. Þessi staður gæti verið opinn allt árið og því gefið skólum landsins tækifæri til að kenna börnum lifandi náttúru- fræði. A þessum stað þarf líka að sýna þróun á vinnslu 1andbúnaðaraf- urða, og setja upp sölutorg þar sem framleiðendur landbúnaðarvara selja vörur sínar. Hugsið ykkur sportið fyrir útlendinga að sjá hvernig lopapeysan er unnin beint af kindinni. A þessu sölutorgi gætu svo ýmsir aðilar fengið sölubása, t.d. kven- félögin, íþróttadeildirnar, leikfé- lagið og kórarnir o.s.frv. A sumrin þegar meiri umferð er ætti að skapast þarna góð og skemmtileg atvinna fyrir unglinga bæjarins. -Okkur Kvennalistakonum finnst líka full þörf á að kanna möguleika á úrvinnslu grænmetis sem oft fer á haugana í tonnavís á haustin. Það hlýtur að vera hægt að nýta græn- metið til niðursuðu eða úrvinnslu af einhverju tagi. I dag er t.d. búin til tómatsósa úr innfluttu eplamauki og litarefnum. -Orvinnsla mjólkur- og kjötaf- urða er gamalt deilumál hér í bæ, en ég held að fæstir skilji enn af hverju svona nauðsynlegt er að flytja flesta vöru óunna til Reykjavíkur frá SS, meðan Höfn get- ur fullunnið kjötvöru hér og dreift henni um allt land. Eins hlýtur að vera hægt að vinna meira úr mjólk en gert er í dag, t.d. bökunar- vörur . -Við Kvennalistakonur sjáum margt sem hægt er að gera til að hér verði skemmtilegur og blómlegur bær, það er bara að bretta upp erm- arnar og byrja. Látum okkur nú sjá. Já ég sé hér að þú hefur verið húsmóðir i 26 ár og alið upp 4 börn. En hvenaer vannstu eiginlega siðast?

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/1240

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.