Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Qupperneq 4
Fulltrúafundur HFI FulltrÚafundur Hjúkiunarfélags íslands 1978 verður haldinn í Domus Medica 3. og 4. apríl og hefst kl. 9 fyrir hádegi. Kjósa skal 1. varaformann og ritara og tvo menn í varastjórn. í kjöri eru: I sœti 1. varaformanns: Asa Steinunn Atladóttir, í sœti ritara: Brynja Guðjónsdóttir, Sólveig Guðlaugsdóttir / varastjórn: Aslaug Björnsdóttir, Ásthildur Einarsdóttir, Dóra Hansen, Geir Friðbergsson. Samkvæmt lögum HFI eru stjórnarfulltrúar kosnir af fulltrúafundi. Kjörtímabil er 3 ár. Úr stjórn ganga að þessu sinni: Björg Ólafsdóttir og Sigríður Einvarðsdóttir. Úr varastjórn: Áslaug Björnsdóttir og María Gísla- dóttir. Áslaug Björnsd. gefur kost á sér til endurkjörs. Fundarboð hefur verið sent fulltrúum sem sitja eiga fulltrúafundinn. Aðrir félagar HFÍ eru velkomnir sem áheyrnarfulltrúar. Samkvæmt félagaskrá HFÍ 1. janúar 1978 er félags- fjöldi svæðisdeilda og fulltrúar á fulltrúafund HFl eft- irfarandi: Rey k j aviku rdeild 1025 félagar 21 fulltrúi Vesturlandsdeild 39 — 1 — Vestfjarðadeild 37 — 1 — Norðurlandsdeild 34 — 1 — Akureyrardeild 119 — 3 fulltrúar Austurlandsdeild 22 — 1 fulltrúi Suðurlandsdeild 37 — 1 — Vestm.eyjadeild 22 — 1 — Suðurnesjadeild 22 — 1 — Tilkynning um félagatölu og fjölda fulltrúa hefur verið send svæðisdeildum ásamt tilkynningu um full- trúafundinn. Eftirfarandi er 6. gr. úr lögum HFÍ: Deildir innan HFl: Svæðisdeildir HFÍ skulu starfa að málefnum félags- ins innan síns umdæmis. Stjórn hverrar deildar sér um að fram fari kosningar fulltrúa og varafulltrúa til full- trúafundar HFÍ. Rétt til setu á fulltrúafundi á formað- ur eða varaformaður deildarinnar og 1 fulltrúi fyrir hverja 50 félagsmenn eða færri, ennfremur 1 fulltrúi fyrir brot úr fimm tugum. Kjörtímabil er 2 ár. Endur- kosning er heimil. Stjórn HFÍ skal senda stjórn hverrar svæðisdeildar tilkynningu um fjölda fulltrúa hverju sinni, og skal sú tilkynning einnig birt í Tímariti HFÍ. Félagaskrá miðast við 1. janúar kosningaárið. Svæðisdeildir frá endurgreiddan ákveðinn hundraðs- hluta af árgjöldum. Sérgreinadeildir, er taka til sérgreina í hjúkrun, er heimilt að stofna innan HFÍ skv. 2. mgr. 3. gr. For- menn eða varaformenn sérgreinadeilda eiga rétt til setu á fulltrúafundi HFÍ. Aðalfundir deilda innan HFÍ skulu haldnir á tíma- bilinu júní-janúar ár hvert. Deildirnar skulu senda stjórn HFI árlega skýrslu um starfsemi, fjármál og fé- lagatal, og skal þá miðað við áramót. Málefni, sem óskast tekin fyrir á fulltrúafundi, skulu berast stjórn HFÍ með minnst 7 vikna fyrirvara, svo unnt sé að kynna þau kjörnum fulltrúum í tæka tíð. Fulltrúar skulu kynna, innan sinna deilda, þau mál- efni er ákveðið hefur verið að taka fyrir á fulltrúa- fundi. 2 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.