Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Side 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Side 30
 Alþjóðamót skurðhjúkrunarfræðinga Fyrsta alþjóðamót skurðhjúkrunarfræðinga verð- ur haldið á Manila, Filipseyjum dagana 17.-20. október 1978. Fjölbreytt fræðsludagskrá verður mótsdagana og einnig verða sýningar á hjúkrunar- og lækn- ingatækjum. Þátttökugjald er 50 dollarar, ef þátttaka til- kynnist fyrir 15. júlí nk., annars verður gjaldið 75 dollarar. Hitinn á Filippseyjum í október er undir venju- legum kringumstæðum 24-32° C. Verð á eins- manns herbergjum er 21 dollar og tveggjamanna 25 dollarar. Hótelið býður upp á öll nýtísku þæg- indi og vert er að vekja athygli á því að öll dag- skrá ásamt sýningum fer fram á hótelinu sjálfu. Eyjaskeggjar tala almennt ensku. Nánari upplýsingar veitir A. Svala Jónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur í síma 43977. Ráðstefna Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga gengst fyrir ráðstefnu dagana 20.-22. nóvember 1978. Fjallað verður um þróun rannsókna á sviði hjúkr- unar á Norðurlöndum. Ekki er endanlega ákveð- ið hvort ráðstefnan fer fram í Svíþjóð eða Nor- egi. Nánari upplýsingar verða í næsta blaði. Sumarhús HFÍ Sumarhús félagsins að Munaðarnesi og Kvenna- brekka í Mosfellssveit verða leigð næsta sumar á sama hátt og undanfarin ár, eina viku í senn. Skiptidagar verða föstudagar. Aðalfundur fulltrúaráðs orlofsheimila BSRB verður 11. mars og verður þá ákveðið leigugjald fyrir húsin í Munaðarnesi. - Umsóknir sendist skrifstofu HFÍ fyrir 1. maí nk. skriflega eða í síma 21177 - 15316. í skriflegum umsóknum óskast tekið fram: Nafn, heimili, vinnustaður, sími, aldur, fjölskyldu- stærð. Hvort umsækjandi hefur áður dvalið í sumarhúsum félagsins, hvaða viku er helst ósk- að eftir og hvaða aðrar vikur koma til greina. Þá óskast skýrt tekið fram eftir hvaða húsi umsækj- andi óskar. Stærra húsið í Munaðarnesi, nr. 3, er um 60 m2. 8 svefnpláss eru í húsinu. Minna hús- ið, nr. 62, er 30 m2 með 4 svefnplássum. Kvenna- brekka er um 40 m2, þar eru 6 svefnpláss. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru í starfi ganga fyrir stærra húsinu í Munaðarnesi, en hjúkrunar- fræðingar sem hættir eru störfum vegna aldurs ganga fyrir minna húsinu, sem er eins og kunn- ugt er eign Heimilissjóðs HFÍ. Um Kvennabrekku gilda engin sérákvæði önnur en þau að umsækj- andi sé félagi í HFÍ. Athygli skal vakin á því að sumarhúsin að Munaðarnesi eru leigð að vetrinum, á vegum BSRB, en HFÍ annast leigu húsanna um páskana. Tillaga stjórnar fulltrúaráðs orlofsheimila BSRB í Mun- aðarnesi um leigu húsa sumarið 1978 (í svigum eru upphæðir frá í fyrra): Vikuleiga til félagsins verði sem hér segir: a) Stærri húsin — páskaleiga, svo og leiga 19/5-16/6 og aftur 11/8-15/9 = 11 vikur............ kr. 18.000 (11.000) b) Stærri húsin 16/6-11/8 - 8 vikur ...........— 24.000 (15.000) c) Minni húsin sama tíma og í a-lið............ — 13.000 (8.000) d) Minni húsin sama tíma og í b-lið............ — 17.000 (11.000) Norrænt þing Nordisk federation för medicinsk undervisning heldur aðalfund sinn á Akureyri dagana 28. júní til 1. júlí nk. Að undanskyldum venjulegum aðalfundar- störfum samtakanna er hér um að ræða kennslu- þing. Aðalumræðuefnið verður „sjúkrasaga - með megináherslu á vandamálum sjúklingsins, á breiðum grundvelli, sem manneskju og félags- veru (Problem oriented medical record)“. Fyrirlesarar verða frá Bandaríkjunum og Bret- landi, m. a. frumkvöðull kerfisins. Ennfremur verður unnið í starfshópum. HFÍ er heimilt að senda 1 fulltrúa og 2 áheyrnarfulltrúa (e. t. v. fleiri ef húsrúm leyfir). Þátttaka tilkynnist skrifstofu félagsins fyrir 20. mars 1978. ... it ^jaai

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.