Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 til verkjameðferðar með morfínskyldum lyfjum og fastheldni á hefðir (Charap, 1978; Fox, 1982; Hill, 1990; Hill, Fields & Thorpe, 1989; Foley, 1985; McCaffery & Thorpe, 1989; Morgan, 1989; Myers, 1985; Rankin & Snider, 1984; Walsh & Ford, 1990). Hjúkrunarfræðingar hafa lykilhlutverki að gegna í verkjameðferð. Þrátt fyrir það hafa niður- stöður erlendra rannsókna leitt í ljós að þeir hafa ekki tileinkað sér þá þekkingu sem til er um verki og verkjameðferð frekar en aðrir heilbrigðisstarfs- menn (Charap, 1978; Fox, 1982; Hill, Fields & Thorpe, 1989; McCaffery, Ferrell, O'Neil-Page, Lester & Ferrell, 1990; Myers, 1985). Þær rannsóknarniðurstöður, sem hér er vitnað til, eiga fyrst og fremst við um bandaríska hjúkr- unarfræðinga. Litlar upplýsingar voru fyrirliggjandi um þekkingu, reynslu eða viðhorf íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Reynsla greinarhöfunda og viðtöl við sérfræðinga (lækna og hjúkrunarfræðinga) á þessu sviði gáfu til kynna að meðferð verkja er ekki alltaf sem skyldi hérlendis og virðist tilviljun oft ráða hvernig verkir eru meðhöndlaðir. Þar sem fyrsta skrefið í þá veru að bæta ástandið er að fmna hvar skórinn kreppir, var tilgangur rann- sóknarinnar að safna upplýsingum um þætti sem taldir eru ráða því hvaða meðferð hjúkrunarfræð- ingar veita einstaklingum með verki af völdum krabbameins. Því var könnuð þekking, viðhorf og reynsla íslenskra hjúkrunarfræðinga af verkjum af völdum krabbameins og meðferð þeirra. I þessari greinargerð verða einungis gerð skil niðurstöðum er lúta að þekkingu. Hér á landi er einungis starfrækt ein sérhæfð krabbameinslækningadeild og því er ljóst að mun fleiri hjúkrunarfræðingar en þeir sem þar starfa, hjúkra sjúklingum með krabbamein. Að auki má gera ráð fyrir að nánast allir hjúkrunarfræðingar, sem annast sjúklinga, þurfi að ldjást við verki. Al- menn þekking á verkjum og meðferð verkja af völd- um krabbameins er líkleg til að skila sér í betri meðferð við verkjum almennt. Markmið þess hluta rannsóknarinnar, sem hér verða gerð skil, var að: 1. Lýsa þekkingu hjúkrunarfræðinga á a. verkjum b. sterkum verkjalyfjum og notkun þeirra c. kostum reglulegrar verkjalyfjagjafar. 2. Kanna hvort þekking á áðurnefndum þremur sviðum tengist a. persónulegum og faglegum þáttum b. starfsvettvangi c. fjölda krabbameinssjúklinga hjúkrað. Adferð Úrtak og framkvæmd Þegar rannsóknin var gerð vorið 1991 voru 1824 hjúkrunarfræðingar starfandi á íslandi samkvæmt upplýsingum frá Hjúkrunarfélagi ís- lands og Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga. Kerfisbundið tilviljunarúrtak 751 hjúkrunar- fræðings var valið til þátttöku í könnuninni. Ur- taksstærð var m.a. valin m.t.t. þess að hægt væri að bera saman hjúkrunarfræðinga sem starfa á Stór- Reykjavíkursvæði og þá sem starfa utan þess. Að fengnum tilskildum leyfum voru spurninga- listar og frímerkt svarumslög, ásamt fleiri gögnum, sendir til þátttakenda. Nafnleynd var tryggð með því að þátttakendur póstlögðu aðskilið spurninga- listann og póstkort sem gaf til kynna að viðkom- andi hefði tekið þátt í könnuninni. Rúmum mán- uði síðar voru spurningalistar sendir á ný til þeirra sem ekki hafði borist póstkort frá. Um mánuði síðar voru þátttakendur enn minntir á að svara áð- ursendum spurningalistum. Mælitæki Upplýsingum var safnað með 84-atriða spurn- ingalista, Wisconsin Cancer Pain Initiative Nurses Survev (Vortherms, Ryan & Ward, 1992). Rann- sakendur þýddu listann á íslensku. Síðan var sú þýðing þýdd aftur á ensku (blint) og sú þýðing borin saman við upphaflega listann. Var það gert til þess að tryggja að merking spurninga breyttist ekki við þýðinguna (Brislin, 1986). Spurningunum má skipta í 4 efnishluta, þ.e.: 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.