Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994 Bókagagnrýni Siðfrœði lífs og dauða: Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu (325 bls.) Höfundur: Vilhjálmur Arnason Utgefandi: Siðfræðistofnun Háskóla íslands 1993 Fyrir síðustu jól kom út á vegum Siðfræðistofnunar bókin Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Arnason heimspeking. í inngangi bókarinnar segir Vilhjálmur að hún fjalli að stór- um hluta um hinn hversdagslega veruleika heilbrigðisþjónustunnar, sem felst ekki hve síst í samskiptum sjúkl- inga og heilbrigðisstarfsfólks. Eins og hann bendir á byggja samskiptin á ákveðinni siðferðilegri afstöðu til manneskjunnar. Grunnhugmynd bók- arinnar er sú að öll samskipti beri að byggja á og láta einkennast af virð- ingu fyrir manneskjunni. Vilhjálmur 42 leitast við að þróa hugmyndir og að- ferðir, sérstaklega við samskipti, sem geta hjálpað þeim sem starfa innan heilbrigðisþjónustunnar að varðveita og efla þessa siðferðislegu hugsun. í því sambandi leggur hann megin- áherslu á samræður sem leið til að efla samkennd og gagnkvæma virð- ingu. A hann þar við hvort tveggja, samræður sjúklinga og heilbrigðis- starfsfólks og samræður meðal heil- brigðisstarfsfólks. Samræðan er í senn aðferð til að rökræða erfiðar ákvarð- anir og samveruháttur sem er for- senda góðs lífs (bls. 12). í fyrsta kafla bókarinnar gerir Vil- hjálmur grein fyrir þeim fræðilega grunni sem hann byggir á í umfjöll- un sinni um siðfræði heilbrigðisþjón- ustunnar. f öðrum kaflanum fjallar hann um samskipti sjúklinga og heil- brigðisstarfsfólks í ljósi þeirrar sið- fræðilegu afstöðu sem mismunandi samskiptaform byggjast á. Þar fjallar hann m.a. um takmarkanir þess að byggja um of á faglegu forræði annars vegar eða sjálfræði sjúklings hins veg- ar, en þróar þess í stað hugmyndir um samráð. Samráð felur í sér að ábyrgð beggja aðila er virkjuð til að leysa viðfangsefnin sem snerta skjól- stæðing. í þriðja kaflanum fjallar hann um samráð við sjúklinga þegar tekin er ákvörðun um læknismeðferð annars vegar og hins vegar þegar farið er fram á þátttöku þeirra í rannsókn- um. í fjórða og fimmta kaflanum snýr Vilhjálmur sér að þeim álitamál- um sem vakna í tengslum við upphaf og lok lífs. Þetta eru málefni sem verða áleitnari í kjölfar hinnar gífur- legu tæknivæðingar sem átt hefur sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar. Því er afar mikilvægt að um þau mál sé fjallað á siðfræðilegan hátt. í loka- kaflanum beinir Vilhjálmur umfjöllun sinni frá samskiptum einstaklinga til stefnumörkunar í heilbrigðismálum. Þar reynir hann m.a. að svara því hvað sé góð og réttlát heilbrigðisþjón- usta. Að mínu mati er þessi bók Vilhjálms einstakur fengur fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisþjónustunnar og raunar alla þá sem áhuga hafa á sið- fræði. Fræðileg umfjöllun í fyrstu köflunum er skýr og aðgengileg fyrir þá sem ekki hafa formlega menntun í heimspeki. Lýsing Vilhjálms á sam- ráði fellur mér einstaklega vel og á raunar mjög margt sameiginlegt með hugmyndum fræðimanna í hjúkrunar- fræði eins og Sally Gadow og Kari Martinsen. Það væri athyglisvert að bera verk þessara höfunda saman. Ég vil taka fram að auk þess að vera fræðilega mjög áhugaverð er umfjöll- un Vilhjálms um samskipti innan heilbrigðisþjónustunnar líka hagnýt. Hann kemur með fjölmargar ábend- ingar og varpar oft nýju ljósi á mis- munandi þætti sem hafa verður í huga í samskiptum sem snerta sið- ferðileg álitamál. Framlag Vilhjálms til umræðunnar um ákvarðanir og umönnun við upp- haf og lok lífs er mjög mikilvægt sem umræðugrundvöllur. Þetta eru mál sem við þurfúm fyrst og fremst að ræða og skoða með opnum huga. Ég er ekki fyllilega sammála þeim sjónar- miðum sem Vilhjálmur setur fram í tengslum við fóstureyðingar, en tel hana engu að síður mjög áhugaverða. Lokakaflinn um góða heilbrigðisþjón- ustu fannst mér í senn áhugaverður en jafnframt vakti hann flestar spurn- ingar. í honum gagnrýnir Vilhjálmur hugmyndir og áherslur sem haldið hefur verið á lofti innan hjúkrunar- fræðinnar á undanförnum árum. Því er þetta sá kafli sem ég tel að við hjúkrunarfræðingar þurfum að ræða sérlega vel. Vona ég að til þess muni koma innan skamms. í heildina er bókin Siðfræði lífs og dauða upplýsandi og leiðbeinandi. Hún er að mínu mati fræðilega mjög vel unnin og útfærð. í henni eru sett- ar fram hugmyndir að samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks sem falla vel að þeirri hugmyndafræði sem hjúkrun byggir á og hefur þróað. Ég tel að hún eigi tvímælalaust erindi til allra þeirra sem starfa við hjúkrun og vona að hún geti orðið okkur hjúkr- unarfræðingum uppspretta þeirrar samræðu sem Vilhjálmur boðar sem mikilvægustu leiðina til að efla sið- ferði heilbrigðisþjónustunnar. Kristín Bjömsdóttir, lektor, námsbraut í hjúkrunarfrœði við Háskóla íslands On nursing: a literary celebration - an anthology (355 bls.) Ritstjórar Margretta Madden Styles og Patricia Moccia, Utgefandi: National League for Nursing, 1993. Mörgum hjúkrunarfræðingum finnst allar skilgreiningar á hjúkrun ein- hvern veginn takmarkaðar og ófull- nægjandi, og gefi ekki til kynna í hverju starfið sé raunverulega fólgið. Góð hjúkrun byggir á miklu innsæi og þekkingu á manninum og verður best lýst með líkingum við listgreinar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.