Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 27
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 Jóna Siggeirsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir og Ásta Thoroddsen Starfsánægja íslenskra hjúkrunarfræðinga Skilað til tímarits 10/2 '94 Skilað lesnu til höfunda 28/2 '94 Samþykkt 18/3 '94 Hér birtist hluti af niðurstöðum könnunar sem gerð var á högum íslenskra hjúkrunarfrœðinga og viðhorfum peirra til starfa og náms árið 1991. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að kanna hvaða þættir vega þyngst við mælingar á starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga, í öðru lagi að athuga samspil starfsánægju og ýmissa þátta í umhverfi hjúkrunarfræðinga og loks að bera saman starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga og kollega þeirra í Bandaríkjunum. Til upplýsingasöfnunar var spurningalistinn Mueller McCloskey Satisfaction Scale þýddur og staðfærður. Niðurstöður sýna að íslenskir hjúkrunarfræðingar eru í heildina nokkuð ánægðir með störf sín og ber niðurstöðunum sam- an við bandarískar rannsóknir. Sáttastir við hjúkrunarstörfin eru hjúkrunarfræðingar sem hafa bætt við sig framhaldsnámi á há- skólastigi og þeir sem starfa við stjórnun. Óánægðastir eru hins vegar þeir sem lokið hafa próf frá Ljósmæðraskóla íslands. Jóna Siggeirsdóttir: B.Sc. próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1977, nám í geðhjúkrun við Uni- versity of Iowa, Bandaríkjun- um, 1980, verkefnisstjóri við geðdeild Landspítalans frá 1987. Ragnheiður Haraldsdóttir: B.Sc. próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1977, M.Sc. í hand- og lyflækningahjúkrun frá Uni- versity of Wisconsin, Madison, 1984, deildarstjóri í heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyt- inu frá síðustu áramótum. Asta Thoroddsen: B.Sc. próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1979, M.Sc. í hand- og lyflækninga- hjúkrun frá University of Rochester, N.Y., 1989, ldínísk- ur sérfræðingur í hjúkrun við Borgarspítalann frá 1989 og lektor við námsbraut í hjúkr- unarfræði, HÍ, frá 1990. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennastir heil- brigðisstétta og starfsvettvangur þeirra er mjög fjölbreytilegur. Breytingar á vinnuframlagi þeirra eða högum hafa mikil áhrif víða í heilbrigðisþjón- ustunni, og því er sjálfsagt að skoða með skipu- lögðum hætti hvað ræður vinnuframlaginu. Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa hefur reynst erfitt vandamál í mönnun heilbrigðisþjón- ustu margra landa um áratuga skeið. Skorturinn er flókið fyrirbæri og ræðst af mörgu en starfsánægja vegur þungt (Bruffey, 1992; Lucas, Atwood, Hagaman, 1993). Því hafa sjónir rannsakenda og stjórnenda í sívaxandi mæli beinst að viðhorfum hjúkrunarfræðinga til starfa sinna og reynt hefur verið að meta hvaða þættir það eru sem helst hafa áhrif á starfsánægju. Þróuð hafa verið fjölmörg mælitæki sem nálgast viðfangsefnið á margvíslegan hátt, en nokkrir þættir virðast að jafnaði hafa áhrif. Þeir eru helstir: laun, sjálfræði í starfi, viðurkenn- ing í starfi, vinnuaðstaða, vinnan sjálf, mönnun, samstarfsmenn, tækifæri til stöðuhækkunar, yfir- menn (Blegen, 1993; Kennedy, Camden, Timmer- man, 1990; Malik, 1992; Mueller og McCloskey, 1990) . Hér á landi hefur starfsánægja hjúkrunarfræð- inga verið skoðuð frá mismunandi sjónarhornum, skoðað forspárgildi mælinga m.t.t. festu og manna- skipta og gerður samanburður við aðrar heilbrigð- isstéttir, svo eitthvað sé nefnt (Birna Flygenring, 1989; Jóna Siggeirsdóttir og Þórunn Pálsdóttir, 1991) . í þessari rannsókn eru skoðaðar helstu breytur sem áhrif hafa á starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga og reynt að varpa þannig ljósi á þann vanda sem við er að glíma við mönnun hjúkrunar. Kostur gefst á samanburði við erlendar niðurstöður um þetta efni þar sem viðurkennt er- lent mælitæki er notað að hluta til. Starfsánægja ræðst að nokkru leyti af umhverfisþáttum og menn- ingu, en að hluta af þáttum sem eru sameiginlegir hjúkrunarfræðingum sem starfa á mismunandi menningarsvæðum. Þetta er hluti af könnun á högum íslenskra hjúkrunarfræðinga og viðhorfum þeirra til starfa og náms, en þátttakendur voru úr FHH og HFI. 27

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.