Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 25
VISINDASJOÐUR - STYRKIR ÚR B-HLUTA 1995 Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða vinnuveitendur 1,5% af föstum dag- vinnulaunum hjúkrunarfræðinga í Vísindasjóð félagsins. Hrein eign sjóðsins um hver áramót er síðan til úthlutunar. Sjóðurinn er í vörslu félagsins og skiptist í A- og B-hluta. í A-hluta koma 90% af tekjum sjóðsins og skal þeim varið til að greiða sjóðsfélögum árlegt framlag vegna út- lagðs kostnaðar vegna endurmenntun- ar, rannsóknar- eða þróunarstarfa. Upphæðin ræðst af vinnuhlutfalli og er greidd inn á bankareikning félags- manna á fyrsta ársfjórðungi hvers árs. Félagar þurfa ekki að sækja um hann til félagsins. I lok mars var greitt úr sjóðnuni til allra sjóðsfélaga sem haí'ið höfðu störf fyrir 1. september í fyrra. Peir sem voru í fullu starfi á tímabilinu janúar - nóvember 1994 fengu 13.621 kr. en aðrir hlutfallslega eftir vinnu- ldutfalli og starfstíma á árinu. A liverju ári erl0% al'tekjum sjóðsins varið til B-hluta sjóðsins. Vegna misvísandi upplýsinga í Fréttaldaði hjúkrunarfræðinga, 1. tbl. 2. árg., bls. 19, höfðu margir hjúkrunarfræðingar talið að hægt væri að sækja um styrk í B-hluta. Hið rétta er að styrkir úr B-hluta Vísindasjóðs eru einungis veittir til rannsókna - og þróunarverkefna í hjúkrun. Alls bárust 11 umsóknir í B - hluta Vísindasjóðs. Þar af voru 6 ógildar vegna ofangreinds misskilnings en finun voru um styrk til ýmissa verkefna í hjúkrunarfræði. Ein umsóknin var ekki metin styrkhæf. Eftirtaldir fengu styrk: I. Sigrún Sæmundsdóttir og Ingi- gerður Olafsdóttir, vegna rann- sóknar á upplifun einstaklinga sem greindir hafa verið með sjúkdóm- inn Colitis Ulcerosa og hafa farið í skurðaðgerð: 300 þús. kr. 2. Rósa Jónsdóttir vegna rannsóknar á vinnueldmóði (work excitement) meðal hjúkrunarfræðinga:135 þús. kr. 3. Jóhanna Bernharðsdóttir vegna könnunar á hjúkrunarfræðilegum viðfangsefnum á geðdeildum með hliðsjón af hjúkrunargreiningum NANDA:180 þús. kr. 4. Ingibjörg Þórhallsdóttir, Laura Sch. Thorsteinsson og Margrét Björnsdóttir vegna gæðarannsókn- ar á viðhorfum sjúklinga til þjón- ustu Borgarspítalans: 375 þús. kr. Styrkjunum er úthlutað í tveimur hlutum og var fyrri hlutanum úthlutað 19. júní í samsaíti í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þ.R. Fræðslufundur OFKÆLING Frœðslufundur um ofkœlingu verður haldinn á Siglufirði 7. október 1995 á vegum lœkna- og hjúkrunarfélaganna á Norðurlandi vestra. Fjallað verður um álirif kulda á líkamann, meðferð við ofkœlingu og varnir gegn kulda. Fyrirlesarar verba: Börje Renström, einn helsti sér- frœðingur Svía um ofkœlingu og varnir gegn henni. Amaldur Valgarðsson sem m.a hefur miklu reynslu í meðferð við ofkœlingu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Upplýsingar veita Guðný Helgadóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Siglufjarðar, og Kristján G. Guðmundsson, yfir- lœknir heilsugæslu Siglufjarðar, í síma 467-71166. NÆLAN V Pöntun einkennisnælu Nafn: Kt.:_ Heimilisfang:_ Póstnúmer:_ Sveitarfélag:_ Ég óska eftir: Nælu, kringlóttri, með nafni félagsins Verð 3500 kr. J Nælu, blómlagaðri Verð 3100 kr. Póstkröfugjald 195 kr. Samanlagt:______ Dags.:_ Undirskrift: Sendist tO Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Afgreiðslutíini u.þ.b. 3 vikur TÍMAKIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 73

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.