Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 27
Orlofsstyrkir '96 Stjórn orlofssjóðsins auglýsii' eflir umsóknum um orlofsstyrki fyrir tímabilið 1.5 - 30.9 1996. Um er að ræða 80 styrki að upphæð 20.000 kr. hver sem greiddir verða gegn framvísun kvittana fyrir útiögðum kostnaði vegna sumarleyfisferða. Staðfestingin verður að vera vegna kaupa á farmiða eða gistingu innanlands eða utan. Ekki er hasgt að fá úthlulað bæði sumarhúsi og styrk á sama tfma. Orlofsstyrkirnir eru greiddir út á tfmabilinu 1.5. - 30.9.1996. Ef þeirra er ekki vitjað innan þess tíma falla þeir niður. A fundi í stjórn orlofssjóðs var ákveðið að fjölga orlofsslyrkjum fyrir árið 1996. Sl. ár voru þeir 100 en verða nú 140. Orlofshús Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tekið á leigu neðanskráð orlofshús fyrir félagsmenn sína páskavikuna, 2. - 9. apríl, og sumarið 1996. Vakin er athygli á því að orlofshús í eigu félagsins eru til útleigu alla daga ársins, ekki bara um helgar að vetrinum. Þetta eru húsin Bláskógar við Úlfijótsvatn, Birkilundur 20 og 24 í Húsafelii, Kvennabrekka við Reykjalund og orlofsíbúðin að Suðurlandsbraul 22, Reykjavík. Auk þessa leigir sjóðurinn sumarhús víðs vegar um landið yfir sumarið og páskana og endurleigir féiagsmönnuin sem greiða u.þ.b. 1/3 af raunverulegu leiguverði húsanna. Leigutími keniur fram f meðfylgjandi töflu. Húsin eru leigð viku í senn. Skiptidagar eru föstudagar. Hús og húsbúnaður Öil húsin eru nýleg eða nýuppgerð með rafmagni og heitu vatni. I þeim er sturta, ísskápur, eldavél, borðbúnaður og allt lil ræstinga, sængur og koddar a.m.k. fyrir hverl rúm í húsinu, nema annað sé tekið fram. 1 sumum húsum eru einnig aukarúm eða dýnur. Gæludýr eru ekki leyfð í húsunum. Loks skal minnt á að hjá félaginu er hægt að leigja göngutjald og bakpoka. Gjald fyrir hvort um sig er 500 kr. Lánstími er hámark ein vika. Kvennabrekka við Reykjalund Húsið er 40 fm, tvö svefnherbergi og stofa. Rúm fyrir 6. Sjónvarp, útvarp og útigrill. Leiga: 13.000 kr. á viku og 1.200 kr á sólarhring utan sumarorlofstfma. Bjarnastaðir á Hvítórsíðu í Borgarfirði Húsið er 40 fm, 2 svefnherbergi. Rúm fyrir 6 og hægt að leigja sængurfatnað fyrir 250 kr. settið. Sjónvarp, útvarp og útigrill. Hestaleiga og tjaldstæði á staðnum. Leiga: 13.000 kr. á viku. Bjarteyjarsandur ó Hvalfjarðarströnd Húsið er 48 fm, 2 svefnherbergi. Rúm fyrir 6 og sængurfatnaður fylgir. Sjónvarp, útvarp og gasgrill. Innifalið er veiðileyfi á eina stöng í 3 nærliggjandi vötnum. Næsti golfvöllur er í 7 km fjarlægð og 5 km eru í næstu sundlaug, sem er með heitum pottum og gufubaði. Leiga: 10.000 kr. á viku. Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur 24 Húsið er 34 fm, 1 svefnherbergi og svefnloft. Rúm fyrir 2 í aðalbústaðnum og 3 í viðbyggingu. Á svefnlofti eru 3 dýnur. Hægt að leigja sængurfatnað fyrir 500 kr. settið. Sjónvarp og útigrill. Leiga: 13.000 kr. á viku. Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur 20 Húsið er 40 fm, 2 svefnherbergi og svefnloft. Rúm fyrir 8 og hægt að leigja sængurfatnað fyrir 500 kr. settið. Sjónvarp, útigrill og heitur pottur. Leiga: 13.000 kr. á viku. Glaðheimar við Blönduós Húsið er 45 fm, 3 svefnherbergi. Rúm fyrir 6. Sjónvarp, útvarp, heitur pottur og gufubað. I nágrenninu er 9 holu golfvöllur og hægt að kaupa veiðileyfí í nærliggjandi ám og vötnum. Leiga: 13.000 kr á viku. Syðra Lógafell í Miklaholtshreppi Gamalt, uppgerl íbúðarhús með 3 svefnherbergjum, stórri, vinalegri baðstofu, stórri stofu og borðstofu sem rúmar 12-14 manns. Upplagt fyrir2-3 fjölskyldur eða minni ættarmót. Rúm fyrir a.m.k. 8 manns og fjölmargar aukadýnur. Sjónvarp, útvarp og kolagrill. Staðsetningin gefur möguleika á mismunandi dagsferðum um Snæfellsnes og léttum gönguferðum um nágrennið. Tutlugu mínútna akstur á næstu sundstaði sem eru á Lýsuhóli og Kolviðarnesi. Möguleiki er á veiðileyfi í nærliggjandi völnum. Leiga: 10.000 kr. á viku. Bakki í Vatnsdal Húsið er 50 fm, 2 svefnherbergi. Rúm fyrir 6. Sjónvarp, útvarp og kolagrill. Möguleiki er á silungsveiði í nærliggjandi vötnum og börnin geta fengið að fylgjast með bústörfum. Næsti golfvöllur er f 26 km fjarlægð og sundlaug er á Blönduósi og Húnavöllum. Leiga: 10.000 kr. á viku. TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.