Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 44
ISLENSK HEILBRIGÐISAÆTLUN - ENDURSKOÐUN OG ENDURBÆTUR HÁSKÓLINN A AKUREYRI Námsstyrkir Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar tvo námsstyrld að upphæð 400 þús. kr. hvorn, til þeirra sem eru í síðari hluta doktorsnáms í hjúkrunarfræði. Gert er ráð fyrir að styrkþegar komi til staifa við Háskólann á Akureyri um minnst tveggja ára skeið. Umsóknir um styrkina skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri í’yrir 15. mars 1996. Upplýsingar veitir forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri í síma 463 0900. Samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur heilbrigðis- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, skipað Ástu Möller, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í nefnd sem er ætlað að endurskoða og endurbæta íslenska heilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi 1991. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að setja mælanleg markmið fyrir alla heilbrigðisþjónustu í landinu til að leggja grunn að nýrri heilbrigðisáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi. Ásta var áður skipuð í nefnd um framtíðarþróun í íslenska heilbrigðis- kerfinu. í janúar sl. ákvað ráðheiTa að endurskipa nefndina og fjölga f henni. Nefndinni er ætlað að gera tillögur til ráðherra sem nái annars vegar til næstu fjögurra ára og liins vegar til tíu ára tímabils þar á eftir. Áætlun til fjöguna ára skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 1996. I störfum sínum skal nefndin fylgjast með vinnu nefndar sem fjallar um forgangs- röðun verkefna í heilbrigðisþjónustu og hafa náið samstarf við nefnd sem fjallar um framkvæmdir og uppbyggingu heilbrigðisstofnana. Fyrir 1. mars 1997 skal nefndin skila lokatillögum um áætlun næstu tíu ára þar sem lekið er tillit til lielstu niðurstaðna frá báðum þessum nefndum. Auk Ástu Möller eiga sæti f nefndinni: Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, formaður nefndarinnar Jónas Magnússon. prófessor, lilnefndur af læknadeild Háskóla íslands Pálmi V. Jónsson, læknir, tilnefndur af Læknafélagi íslands Ólafur Ólafsson, landlæknir Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra Svavar Gestsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra og Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra Starfsmenn nefndarinnar verða Símon Steingrímsson, verkfræðingur, og Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur Ritari nefndarinnar verður Ragnhildur Arnljótsdóttir, deildarstjóri d 3 3 5 o TAXI °0 Sími 552-0790 - Fax: 552-0677 Strax á fax: Uppl. í S. 800-8222, bls. 3100 og 3101 Netfang: HTTP: // WWW spomet IS/SD S. D. smyrslið af vítamínum er ríkt gefur húðinni silkimýkt T. d. með hreistuga og hrjúfa húð það fæst í næstu búð. S.D. líka fyrir hestinn okkar sem létt fyrir mig brokkar. Múkk í kjúkunni meiðir S.D. Hestasmyrslið gott af sér leiðir.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.