Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 8
Herdís Sveinsdóttir dósent arabreyti eq [ [<$AlA. kvenna Afalmennri umræðu og niðurstöðum ýmissa rannsókna undangenginna ára mætti ætla að meginhluti kvenna á frjósemisaldri finni til ein- hverra breytinga á líðan sinni fyrir blæðingar. Breytingar þessar og ógrynni einkenna sem þær eru sagðar felast í hafa einu nafni verið kallaðar fyrirtíðaspenna. Algengi þeirra er breytilegt eftir rannsóknum, allt frá 3% uppí 90% og fjöidi kenninga hafa verið settar fram um orsakir. Rannsakendur hafa einkum leitast við að sýna fram á samband hormónastarfsemi kvenna og ýmissa sálrænna, félagslegra og menningar- bundinna þátta, án þess að afgerandi niðurstaða hafi fengist. Um meðferð gildir einnig að ýmsar leiðir hafa verið reyndar en engin ein fundist sem gagnast öllum konum. / Astæða þess að erfiðlega hefur gengið að staðfesta al- gengi fyrirtíðaspennu er rakin til mismunandi rann- sóknaaðferða og óeiningar meðal vísindamanna og ann- arra á því hvernig beri að skilgreina fyrirbærið. Allar rann- sóknir á fyrirtíðaspennu til þessa hafa að hluta byggt á huglægu mati kvenna á því hvort þær hafi fyrirtíðaspennu eður ei. Þetta huglæga mat hefur aðallega verið tvenns- konar. Annarsvegar hafa þær fengið í hendur lista yfir ein- kenni og verið beðnar um að hugsa nokkra mánuði aftur í tímann og merkja við á einhverskonar kvarða hvort tiltekin einkenni hafi breyst fyrir blæðingar (afturhverf aðferð). Hinsvegar hafa þær fengið í hendur lista yfir einkenni og verið beðnar um að merkja við daglega yfir tiltekinn fjölda tíða- hringja, ef einkenni gera vart við sig (framhverf aðferð). Það er skemmst frá því að segja að algengi fyrirtíðaspennu mælist almennt 3 - 8% með framhverfum aðferðum, en allt að 90% með þeim afturhverfu (Ekholm og Backström, 1994). Aðhyllast flestir nú þá skoðun að afturhverfu mæl- itækin hafi mælt viðurkenndar, ríkjandi hugmyndir um hvernig konum eigi að líða en ekki raunverulega reynslu. 8 Skilgreining á fyrirtíðaspennu Almenn skilgreining á fyrirtíðaspennu er breytingar á líðan sem fundið er til með jöfnu millibili, af nægum styrkleika til að trufla daglegt líf að einhverju leyti og hægt er að segja fyrir um hvenær komi út frá blæðingum. Það eru fjórir þættir innan þessarar skilgreiningar sem taka verður tillit til, en ósamræmi hefur verið í því hvernig þessir þættir eru metnir og við hvað er miðað þegar fyrirtíðaspenna er greind. Þessir þættir eru: Að konan finni fyrir breyttri líðan. Meira en 200 einkenni hafa verið sögð breytast að styrkleika fyrir blæðingar. Ein- ing ríkir hvorki um hver þeirra séu einkennandi fyrir fyrir- tíðaspennu, né hversu mörg einkenni þurfa að breytast. Herdís Sveinsdóttir, lauk prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1981 og M.S. prófi í hjúkrun sjúklinga á hand- og lyflæknisdeildum frá Michig- anháskóla í Ann Arbor, Bandaríkjunum 1987. Hún er dósent í hjúkrun- arfræði við HÍ og stundar doktorsnám í hjúkrunarfræði við Umeáhá- skóla í Svíþjóð undir handieiðslu Astrid Norberg sem er mörgum ís- lendingum að góðu kunn. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.