Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Page 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Page 14
skráði einungis 2 tíðahringi og var hún á getnaðarvarn- arpillu á þeim tíma þegar rannsóknin fór fram. Ein kona til var með aukningarmynstur fyrir 5 einkenni tvo samliggjandi tíðahringi og var eitt einkennanna af sáltil- finningalegum toga spunnið. Þessi kona taldi sig hins veg- ar ekki hafa fyrirtíðaspennu og var því ekki flokkuð sem slík. Níu aðrar konur sem skráðu 3 - 5 tíðahringi hver, voru með aukningamynstur fyrir sömu 5 einkenni í a.m.k. tveimur tíðahringjum. Ekkert einkennanna var þó af and- legum toga og tíðahringirnir voru ekki samliggjandi. Fjórar þessara kvenna töldu sig ekki hafa fyrirtíðaspennu. Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar sýna margbreytileika í líðan kvenna og er það í samræmi við fyrri niðurstöður (Sveins- dóttir og Reame, 1991). Almennt virðist þó svo vera að líðan þeirra versni ekki fyrir blæðingar. Við skilgreiningar á aukningar- og minnkunarmynstrum var haft að leiðarljósi að frekar fleiri en færri einkenni féllu undir skilyrðin (sjá Sveinsdóttir, 1997), en varað hefur verið við því að of stífar skilgreininar leiði ekki til aukins skilnings á líðan kvenna (Ablanalp, 1989). Áhugi minn var bundinn við að skoða stöðugleika einkennanna yfir nokkra tíðahringi og að fá fram algengi fyrirtíðaspennu. Niðurstöður sýna vissulega breytingu á líðan, en það eru fá einkenni sem breytast á tímabilinu milli blæðinga og þau eru mismunandi milli tíðahringja. Reyndar greinast yfirleitt mjög litlar breytingar hjá konunum. Þegar skoðuð eru 57 einkenni virðist því vera réttmætt að spyrja hvort þær breytingar sem konur finna fyrir á nokkurra vikna fresti tengist endilega tíðahringnum. Þegar einkennin sjálf eru skoðuð þá eru það líkamlegu einkennin sem eru algengust. Það á við hvort heldur skoðað er hlutfall kvenna sem segist finna mikið eða mjög mikið fyrir einkennum fyrir blæðingar og á blæðingum og þegar samræmi?í einkennamynstrum er skoðað yfir fleiri en einn tíðahring. Þær niðurstöður koma ekki fram hér að konur séu almennt pirraðar, uppstökkar, reiðar eða kvíðnar fyrir blæðingar. Þetta er ekki I samræmi við rannsókn okk- ar Guðrúnar Marteinsdóttur, en þrjú af fimm algengustu einkennum sem konurnar I þeirri rannsókn sögðust finna mjög mikið fyrir í vikunni fyrir blæðingar voru skapsveiflur, pirringur og óþolinmæði/skortur á umburðarlyndi. Þetta styður hugmyndir um að afturvirkar rannsóknir á fyrirtíða- spennu mæli ríkjandi hugmyndir um hvernig konum eigi að líða en ekki raunverulegar upplifanir. Tvær konur (3%) greindust með fyrirtíðaspennu og er það í samræmi við rannsóknir á algengi RMDD. Ef 3-5% kvenna á frjósemisskeiði eru illa haldnar af fyrirtíðaspennu, eða hvað við veljum að kalla þetta fyrirbæri, þá réttlætir það svo sannarlega áframhaldandi rannsóknir á því hvað veldur og hvað sé til ráða fyrir þennan hóp. í milljóna sam- félögum, jafnt og samfélögum sem telja aðeins 270 þús manns, er þetta nokkuð stór hópur kvenna. Á hitt ber þó 14 að líta að erfitt er að greina fyrirtíðaspennu og að meðfer- ðin sem ber mestan árangur og felst í að gera eggjastokka óvirka (Steiner, 1996) er mjög afdrifarík og gagnast alls ekki öllum. Þegar eggjastokkar eru gerðir óvirkir hjá konum á fertugsaldri verða einkenni tíðahvarfa oft meiri og verri en þegar tíðahvörf verða með eðlilegum hætti. Þegar eggjastokkar eru gerðir óvirkir með skurðaðgerð þá er um óafturkræfa aðgerð að ræða og konum verður að vera Ijóst að hverju þær ganga. Ég hef ekki séð rannsóknir sem byggja á viðtölum við konur sem lýsa reynslu sinni af þes- sari meðferð vegna fyrirtíðaspennu, enda sem betur fer óalgengt að henni sé beitt í þessum tilgangi. Það er athyglisvert að ekkert samræmi er á milli þess hvort kona segist hafa fyrirtíðaspennu eða ekki og hvernig hún skráir breytingar á líðan sinni í heilsudagbókina. Styður það ennfremur ofannefnt um ríkjandi hugmyndir og jafnframt að það sé erfiðleikum bundið að skilgreina konur með eða án fyrirtíðaspennu út frá skráningu einkennadag- bóka. Hvað segir svona skráning einkenna okkur í raun? Samfara vinnu minni við þessa rannsókn hef ég gert mér góða grein fyrir hversu takmarkandi aðferð skráning ein- kennadagbóka er. Ég fæ litlar upplýsingar um hver raun- veruleg merking kvenna á fyrirbærinu fyrirtíðaspenna er, en ég hef áhuga á að skoða það sem og hvernig venjuleg heilbrigð kona tekst á við breytingar á líðan. Ég vinn því að eigindlegri rannsókn sem tekur á þessum þáttum. Þátttak- endur þeirrar rannsóknar eru annarsvegar 18 konur sem jafnframt tóku þátt í rannsókninni sem greint er frá hér og lauk viðtölum við þær fyrir tæpu ári síðan. Hins vegar er ég einnig að skoða konur á aldrinum 18-25 ára og er gagnasöfnun vegna þeirrar athugunar í gangi nú. Úrvinnsla viðtalanna er alls ekki fullunninn en svo til allar konurnar 18 nefria einhverntíma í viðtalinu að fyrirtíðaspenna sé alls ekki sjúkdómur heldur eðlilegt fyrirbæri. Ennfremur kom það fram í einhverri mynd hjá þeim flestum að konur lifðu ekki í tómarúmi, það væri ekki bara tíðahringurinn (lesist hormón) sem stýrði líðan kvenna, álagið væri nú mismu- nandi í vinnu og heima, samskipti allavega ofl. Þannig væri eðlilegt að líðanin væri misjöfn. Frumgreining á viðtölum við 8 af konunum á aldrinum 18-25 ára sýnir einnig að þær líta á fyrirtíðaspennu sem margbreytilegt, eðlilegt fyr- irbæri (Aðalheiður Á. Matthíasdóttir og fl.,1997). Lesendur Tímarits hjúkrunarfræðinga fá að sjálfsögðu að heyra um niðurstöður viðtalanna þegar þær liggja fyrir. Þakkir Allar konurnar sem tóku þátt í rannsókninni fá kærar þakkir fyrir framlag sitt. Heimildir Abplanalp J.M. (1989). Psychological Research on PMS: Recent Findings and future directions. Proœedings, 8th Conference: Society for Menstrual Cycle Research, June 1 -3. Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Hildur E. Pétursdóttir, Sveinbjörg S. Ólafs- Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.