Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 50
aðilum, í þriðja lagi almenn ábyrgð í starfi eins og að viðhalda þekkingu sinni og byggja starf sitt á henni og í fjórða lagi er um að ræða ábyrgð gagnvart samfélaginu eða almenn- ingi, svo sem að stuðla að heilsu- vernd. Öll ofannefnd atriði endurspeglast í nýjum siðareglum hjúkrunarfræð- inga. Enn fremur taka þær mið af réttindum sjúkiinga sem hafa aukist til muna á undanförnum árum í takt við aukna meðvitund fólks um al- mennan rétt þess og aukinni kröfu um gæði heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna hjúkrunarheit? Þrátt fyrir að nú hafi verið settar fram siðareglur hjúkrunarfræðinga má ekki líta svo á að það sé tryggt að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar starfi samkvæmt þeim, enda verður líklega seint hægt að fá slíka tryggingu. Engu að síður er ýmislegt hægt að gera sem stuðlar að því að hjúkrun- arfræðingar starfi innan ramma siða- reglanna og séu meðvitaðir um þær. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að kynna hjúkrunarfræðingum rækilega þær siðareglur sem þeim ber að virða og er það verkefni m.a. sem siða- og sáttanefnd ásamt fræðslu- og menntamálanefnd félagsins er að sinna um þessar mundir. Sú vinna beinist fyrst og fremst að því að dreifa siðareglunum á vinnustaði hjúkrunarfræðinga auk þess að dreifa þeim beint til allra hjúkrunarfræðinga. En þrátt fyrir góða dreifingu er ekki þar með sagt að hjúkrunarfræðingar lesi siðaregl- urnar og sú leið sem ég sé vænlega við þessum vanda er að leggja áherslu á innihald siðareglanna í hjúkrunarnáminu. Þetta er þó ekki fullnægjandi lausn. Ég tel það góðan kost að taka aftur upp hjúkrunarheit byggt á siðareglunum, m.a. vegna þess að það stuðlar að því að hjúkrunarfræðingurinn þekki þær siðareglur sem heitið endurspeglar og að hann sé meðvitaður um þær siðferðilegu skyldur sem fylgja 50 starfinu sem hann hefur tileinkað sér. Eflaust eru margir þeirrar skoðu- nar að úr því við höfum siðareglur sem Lög Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga kveða á um að félags- mönnum beri skylda til að virða er sú athöfn að vinna hjúkrunarheit óþarfi. Önnur rök fyrir því að hjúkrunarheit sé óþarft er að nú eru komin ýmis lög, s.s. Heilbrigðislög og Lög um réttindi sjúklinga, sem tryggja flesta þá þætti sem fram mundu koma í hjúkrunarheitinu. Þessi atriði eru rétt en hafa verður í huga að tilgangur hjúkrunarheits er ekki sá að ganga úr skugga um að stéttin virði siða- reglur sínar, slíkt felst ekki í orðinu heit, heldur, það sem ekki er síður mikilvægt, að það hvetji hjúkrunar- fræðinga til að muna eftir og sinna þeirri ábyrgð sem fylgir hjúkrunar- störfum og þeim skyidum sem fylgja starfinu um leið og þeir öðlast lagalegan rétt til hjúkrunarstarfa. Það að strengja heit eða vinna heit, eins og það var kallað í Hjúkrunarskóla íslands, er fyrst og fremst skuldbind- ing viðkomandi einstaklings gagnvart sjálfum sér. Mín tillaga er sú að þegar búið er að kynna siðareglur hjúkrunarfræð- inga og mikilvægi þeirra í hjúkrunar- náminu, þá vinni væntanlegir hjúkr- unarfræðingar hjúkrunarheit. Þetta væri upplagt að framkvæma eftir að prófum lýkur og áður en formleg afhending skírteina fer fram. Þannig staðfestir væntanlegur hjúkrunar- fræðingur skilning sinn á þessum mikilvæga hluta starfsins og heitir því að starfa samkvæmt innihaldi eiðs- ins, en þekking á þeim skyldum stéttarinnar sem fram munu koma í heitinu er einn af hornsteinum starfs- ins. Siða- og sáttanefnd Félags ísienskra hjúkrunarfræðinga ákvað á fundi sínum 28. janúar sl. að mæla með því við stjórn félagsins að taka upp hjúkrunarheit á ný. í bréfi nefndarinnar til stjórnar félagsins segir: „Ákveðið var að mæla með því við stjórn Fíh að taka upp þann sið að láta hjúkrunarfræðinga sem ganga nýir í félagið skrifa undir einhvers konar heit sem felur í sér að viðkomandi heiti því að kynna sér, virða og nýta siðareglur félagsins. Fulltrúar siða- og sáttanefndar tóku að sér að semja texta þar að lútandi og senda stjórn til umsagnar. Ástæða þess að þessi leið er valin er að hugsunin í hjúkrunarheiti tengist beinlínis siðareglum félagsins en ekki viðkomandi menntastof- nun. Þá má benda á að þessi leið er hin sama og læknar fara en kandí- datar skrifa undir læknaeið sem byggður er á siðareglum lækna í húsa- kynnum Læknafélags íslands daginn fyrir útskrift." Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti tillögu nefndarinnar á fundi 2. febrúar sl. og mun hún taka ákvörðun um nánari útfærslu á viðeigandi athöfn á næstunni. Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.