Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 65
Bækur og bæklingar The World Health Report 1999 Making á difference Skýrslunni er ætlað að hvetja alþjóðasam- félagið að kanna hvernig heilsufar hefur áhrif á félagslega og efnahagslega þætti landa og hve miklu það skiptir í alþjóða- samskiptum og stjórnmálum þjóða. Reproductive Health Research: The New Directions Útgefandi WHO 1998 Management of Severe Malnutrition: A Manual for Physicians and Other Senior Health Workers Útgefandi WHO 1999 Primary Prevention of Mental, Neurological and Psychosocial Disorders Útgefandi WHO 1998 International Travel and Health Útgefandi WHO 1999 Community Health Workers: The Way Forward Útgefandi WHO 1998 Rapid Health Assessment Protocols for Emergencies Útgefandi WHO 1999 Food Safety Issues Associated with Products from Aquaculture Útgefandi WHO 1999 Breyting á skipulagsformi hjúkrunar: Innleiðing og árangur einstaklings- hæfðrar hjúkrunar í hjúkrun lungnasjúklinga Háskólaútgáfan og Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði hefur gefið út fræðslurit um rannsókn sem unnin var í samvinnu við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Vífilsstöðum en dr. Helga Jónsdóttir dósent á námsbraut í hjúkrunarfræði og stoðhjúkrunarfræðingur á Landspítala er höfundur ritsins. Rannsóknin, sem ritið fjallar um, var gerð í hjúkrun lungnasjúklinga á tveimur sjúkradeildum á Vífilstaðaspítala og var unnin á árunum 1995 til 1997. Bæklingurinn er til sölu í Bóksölu stúdenta. Sykursýki á meðgöngu Bæklingur um sykursýki á meðgöngu er kominn út á vegum Kvennadeildar Landspítalans. Þetta er fræðslu- og upplýsingabæklingur sem ætlaður er konum með sykursýki og konum sem fá sykursýki á meðgöngu. Fjallað er um þær breytingar sem verða í kjölfar þung- unar, m.a. hvað varðar mataræði og lyfjagjöf. Þá er sagt frá því eftirliti og þeim rannsóknum sem nauðsynleg eru á meðgöngutímanum, í fæðingunni og eftir að barnið er fætt. Einnig er fjallað um þær hættur sem geta komið upp vegna slægrar sykurstjórnunar. Þá er með- göngusykursýki gerð góð skil, þ.e. ástæður og einkenni og hverjir eru í sér- stakri áhættu. Að bæklingum unnu Guð- laug Þálsdóttir og Sigrún E. Valdimars- dóttir, Ijósmæður og hjúkrunarfræðingar, en ReynirTómas Geirsson fæðingar- læknir veitti aðstoð og ráðgjöf. Bækling- inn er hægt að nálgast á Göngudeild Kvennadeildar, Göngudeild sykursjúkra, hjá Samtökum sykursjúkra og væntan- lega á flestum heilsugæslustöðvum. Gleym-mér ei Kvennadeild Landspítala og Barnaspítali Hringsins hafa gefið út bækling sem tileinkaður er börnum sem komu í heiminn en uxu ekki upp á meðal okkar og foreldrum þeirra sem gleyma þeim ekki. Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur Ríkisspítala tók bæklinginn saman í samvinnu við kvennadeildina og barnaspítalann. „Landsygeplejens historie 1863-1910“ í tilefni 100 ára afmælis danska hjúkrunarfélagsins verður gefin út ritröð með þáttum úr sögu hjúkrunar. Fyrsta ritið í þessari ritröð er komið út, en höfundar eru hjúkrunarfræðingarnir Inge Clausen, Lis Vibeke Larsen, Erik Lund Jensen og Karin Muller. í ritinu er fjallað um hjúkrunarfræðinga sem unnu á heimilum utan Kaupmannahafnar, starfssvið þeirra, skipulagningu og samtakamátt. Bókin fæst hjá danska hjúkrunarfélaginu. Sænska hjúkrunarfélagið, Várdförbundet, hefur gefið út bæklinginn Vision rökfritt. í bæklingnum er fjallað um skaðsemi reykinga. Bæklingurinn fæst hjá Várdförbundet Material sími +08-1478 00, tegundarnúmer 60 10 23. Sygeplejersken i kunsten í tilefni af 100 ára afmæli danska hjúkrunarfélagsins hefur félagið gefið út bókina „Sygeplejersken i kunsten" en þar lýsir höfundur Mogens Eilertsen því hvaða augum myndlistarmenn hafa litið hjúkrunarfræðinga síðustu hundrað árin. Bókinni er skipt í fimm kafla sem hver um sig spannar 20 ár. Myndirnar og textinn veita auk þess upplýsingar um myndlist, menningu og samfélag hvers tímabils. Bókina er hægt að fá hjá danska hjúkrunarfélaginu. Stómavörur !H Coloplast = Coloplast býður upp á fj Ibreytt úrval af stómavörum við allra hæfi, bæði eins og tveggja hluta kerfi. Assura húðplatan hefur sérstaka eiginleika. Hún situr vel og örugglega en fer jafnframt vel með húðina og er auðveld í notkun. Pokar af öllum stærðum og gerðum fyrir allar gerðir stómía svo og fjöldi aukahluta eins og þéttihringir, næturpokar o.fl. Stómalinan okkar er í stöðugri þróun sem leiðir til fjölda nýjunga á hverju ári. Margar stærðir af ileostómíupokum bæði eins og tveggja hluta. Öruggt og einfalt lokunarkerfi. Mjúkar sjálflímandi klemmur. Margar stærðir, góður filter, öruggt og einfalt lokunarkerfi, mjúkir og þægilegir pokar. Margar stærðir af urostómíupokum bæði eins og tveggja hluta. Öruggur ventill sem hindrar bakflæði. Mjúkur og þægilegur losunartappi sem einfalt er að eiga við, líka fyrir þá sem eiga erfitt með fingrahreyfingar. Fullkomin lína fyrir börn. Litlir þægilegir pokar með sömu góðu húðplötunni og öruggri læsingu. Sætúni 8, 105 Reykjavík | S. 535 4000 • Fax: 562 1 878 | Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.