Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 32
„Þarf að koma á'^MÆAi willí uÍK.RUMAY'kAðAV' og fjölskylduábyrgðar" Nancy Fugate Woods er prófessor og forstööumaöur hjúkrunarskóla háskólans í Washington. Hún er heims- þekkt fyrir rannsóknir sínar á heilbrigði kvenna. Meðal rannsóknarverkefna, sem veriö er að vinna á hennar vegum, má nefna rannsóknir á tíðahringnum, tíðahvörfum og heilbrigði kvenna á öllum aldursskeiðum. í fyrirlestri sínum á WENR-ráðstefnunni fjallaði hún um helstu hjúkrunarrannsóknir er flokkast undir málaflokkinn heil- brigði kvenna síðustu 30 árin og hvert væri líklegast að framlag þeirra yrði á næstu árum. Hún rakti áhuga á heilsufari kvenna til Florence Nightingale og sagði hjúkrunarrannsakendur almennt hafa endurskoðað ýmsa þætti varðandi heilbrigði kvenna og komið fram með skilgreiningar og rannsóknaraðferðir sem hefðu aukið skilning á hugtakinu. Hún nefndi sem dæmi að í ritgerð Nightingale Cassöndru hefði höfundur bent á að konur hennar tíma hefðu ekki næg tækifæri til að nýta sér greind sína. Þannig hefði höfundur reynt að opna augu sam- tíðarkvenna sinna fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum. Hjúkrunarfræðingar hefðu einnig tekið virkan þátt í hreyfingu femínista á sjöunda áratugnum og verið virkir gagnrýnendur heilbrigðiskerfisins og tekið þátt í ritun bóka sem hefðu haft mikil áhrif á breytta sjálfsmynd kvenna, svo sem bókin „Our bodies, Ourselves". Endurskoðun hugtaksins „heilbrigði kvenna" hefði leitt af sér að áhersla jókst á þá þætti sem einkenndu heilbrigði kvenna, ekki var lengur einblínt eingöngu á sjúkdóma kvenna, einkum þá er lutu að barneignum, heldur var litið á heilsufar kvenna í víðara samhengi í samspili við þjóð- félagsstöðu, kynþátt og fleiri atriði. Litið var á ýmsa þætti lífs þeirra, svo sem tekjur, menntun og menningu, til að öðlast aukinn skilning á lífi þeirra og heilsufari. Femínistar hafa lagt áherslu á að vísindasagan sé mótuð af karlmönnum og áhugamálum þeirra og áherslum, þannig veki mörg viðfangsefni ekki áhuga kvenna. Því sé ekki líklegt að rann- sóknir, sem eru mótaðar á þann hátt, auki þekkingu á konum og fyrir konur. Rannsóknir femínista hafa lagt áherslu á að breyta aðstæðum kvenna fremur en að leiða einungis fram sannleika. Hlutverk þeirra er enn fremur að koma fram með upplýsingar fyrir konur en ekki eingöngu um konur. Getur þjóðfélagið gert konur veikar? Rannsóknir á konum eru ekki nýjar af nálinni en rann- sóknir, sem eru gerðar á forsendum þeirra, eru hins vegar 156 Nancy Woods. nýlunda. Litið er á konurnar, sem rannsakaðar eru, sem sérfræðinga í lífi sínu. Rannsóknirnar hafa m.a. beinst að því hvernig þjóðfélagið getur gert konur veikar. En hvað á Nancy Woods við með því? „Mér varð hugsað til femínista og hreyfingar þeirra þegar við ræddum um að hið persónulega væri pólitískt. Síðustu áratugi höfum við rætt um forvarnir og hvernig við getum haldið sem bestri heilsu með því að reykja ekki, borða hollan og góðan mat, stunda líkamsrækt og fleira í þeim dúr. Við höfum rætt um ýmsa þætti sem eru mikilvægir í heilsueflingu og lagt áherslu á að einstaklingurinn beri ábyrgð á heilsufari sínu. Það væri því á ábyrgð kvenna og karla sem einstaklinga að vera við góða heilsu. En þegar við lítum á kringum- stæður kvenna, þá er í sumum tilfellum erfiðara fyrir sumar konur að varðveita heilsu sína. Sem dæmi má nefna að konur í fátækrahverfum í Bandaríkjunum geta ekki farið út að hlaupa þar sem umhverfið er of hættulegt. Þær eru því mun ver settar en t.d. ég þar sem ég hef næga peninga til að búa í öruggu umhverfi. Ég get farið út, gengið og hlaupið að vild án þess að leggja mig í hættu. í mörgum fátækrahverfum í Bandaríkjunum væri mér ekki óhætt að fara út ein að ganga. Þarna er því stór hóp kvenna sem getur ekki tekið þátt I heilsueflingu. Annað dæmi eru reykingar. Við höfum ekki fyrr en nýlega beint sjónum að því hvers vegna fólk reykir. Það kemur í Ijós að konur reykja mikið vegna streitu, vegna þunglyndis. Nikótín hefur áhrif á hvernig þeim líður og því er nú notað lyf í reykingarmeðferð sem er oft notað við þunglyndi. Þess vegna bjóðum við núna meðferð þar sem lyf eru notuð sem hjálpartæki við að hætta reykingum. En Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.