Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 15
þá ein leið til að skilgreina starfssvið og inntak hjúkrunar. Með hjúkrunarleyfi sínu eru hjúkrunarffæðingar ábyrgir gagn- vart skjólstæðingum sínum, samstarfsfólki, stjómvöldum og ekki síst greininni sjálfri. Hjúkrunargreiningar eru því eitt tæki til að staðfesta ábyrgð á sviði hjúkrunar gagnvart þessum aðilum og þá sérstaklega gagnvart skjólstæðingnum. Erlendar rannsóknir á notkun hjúkrunargreininga Rannsóknir á notkun hjúkrunargreininga á ýmsum tegundum stofnana og sviðum hjúkrunar hafa verið birtar í Bandaríkjun- um (Chambers, 1986; Gordon og Hiltunen, 1995; Killen o.fl., 1997; MacAvoy og Moritz, 1992; Sawin og Heard, 1992;), Svíþjóð (Ehrenberg og Ehnfors, 1999; Ehrenberg, Ehnfors og Smedby, 2001), Bretlandi (Griffiths, 1998), Hollandi (Oud, 1995) og Ástralíu (King, Chard og Elliot, 1997). Fjórar mis- munandi tegundir aðferða hafa verið notaðar: 1) byggt var á mati sérfræðinga innan hjúkrunar um algengi hjúkrunargrein- inga á ákveðnum sérsviðum (Antall, 1989; Beaulieu, 1989; Gordon og Hilmnen, 1995; Kuhn, 1991); 2) byggt var á upp- rifjun hjúkrunarffæðinga um hvaða hjúkrunargreiningar þeir nomðu við skráningu (Chambers, 1986; Sawin og Heard, 1992); 3) hjúkmnarffæðingar, sem störfuðu á ákveðnu sérsviði, vom fengnir til að raða hjúkmnargreiningu eftir ákveðnum viðmiðum, s.s. algengi (Killen o.fl., 1997; Stein, 1987); og 4) upplýsingar um hjúkrunargreiningar voru fengnar úr skrám (Collard, Jones, Murphy og Fitzmaurice, 1987; Ehrenberg og Ehnfors, 1999; Hardy, Maas og Akins, 1988; King, Chard og Elliot, 1997; Lessow, 1987; MacAvoy og Moritz, 1992). Rökin, sem offast eru nefiid fyrir notkun á þremur fyrsm aðferðunum, eru að skriflegar skýrslur em ekki taldar vera nógu áreiðan- legar eða ekki fyrir hendi (Fitzmaurice, Thatcher og Schappler, 1991). Við úrvinnslu gagna, sem til verða, er þó einungis unnt að styðjast við það sem skráð hefur verið, sem endurspeglar þá ekki endilega faglega ályktun hjúkrunarfræðinga eða innihald hjúkrunarinnar í heild sinni heldur ffemur það sem skráð var. „Þætti eins og hugsanir, tilfinningar, snertingu og umhyggju verður alltaf erfitt að skrá á hlutlægan hátt“ (Ásta Thoroddsen, 1997, bls. 25). Einnig hættir hjúkrunarffæðingum til að skrá ekki hversdagslega eða sjálfsagða hluti (Gordon og Hiltunen, 1995). Þannig er oftar notað formlegra mál í skriflegum skýrslum en í tali hjúkrunarfræðinga á milli (Griffiths, 1998; Lange, 1996). Skriflegar skýrslur em því takmarkandi þáttur að vissu leyti en þær beina einnig sjónum okkar að því hve mikilvægt er að hjúkrunarffæðingar gaumgæfi vel það sem þeir skrá og staðfesti þar með ábyrgð sína. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á algengi hjúkrunar- greininga, byggjast á mismunandi aðferðaffæði og ýmist er lýst niðurstöðum ffá ákveðnum tegundum stofhana eða frá ákveðnu sérsviði innan hjúkmnar. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið á sjúkradeildum spítala, hafa ýmist sýnt algengi greininga fyrir afmarkaða sjúklingahópa, s.s. sjúklinga með nýmasjúkdóma (Chambers, 1986), lungnasjúkdóma (Dapice, Hanley og Wong, 1987), sykursýki (Beaulieu, 1989) og krabbamein (Antall, 1989; Courtens og Abu-Saad, 1998), MacAvoy og Moritz, 1992) eða fyrir ótilgreinda sjúklingahópa á sjúkrahúsum (King, Chard og Elliot, 1997; Lessow, 1987). Samanburður á milli rannsókna er því erfiður þar sem mismunandi aðferðafræði er beitt. Engin rannsókn um algengi hjúkrunargreininga hefur verið gerð á íslandi ef frá eru taldar niðurstöður sem birtar hafa verið um aldraða einstaklinga á öldmnarstofnunum (Anna B. Jens- dóttir o.fl., 1995). Flokkunarkerfi hjúkmnargreininga er ungt og því þótti nauðsynlegt að kanna notkun þess á Islandi og skapa einnig möguleika til samanburðar við notkun erlendis. Þar sem flokkunarkerfi em grundvöllur þess að unnt sé að tölvuvæða skráningu hjúkrunar er mikilvægt að skoða ffamsetningu á hjúkranargreiningum. Hvers konar orðalag er notað? NANDA- hjúkrunargreiningar hafa verið notaðar við kennslu í hjúkrunar- fræði um margra ára skeið og vinnuhópur á vegum Landlæknis- embættisins hefur þýtt þær á íslensku og gefið út í handbókar- formi. Hefur það skilað sér inn i hjúkmnarskrár? Með stóm úrtaki verður unnt að skoða ákveðna sjúklingahópa og ákvarða algengi hjúkrunargreininga meðal þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort skráðar hefðu verið hjúkrunargreiningar fyrir sjúklinga, sem lögðust inn á sjúkrahús, orðalag, ffamsetning og algengi, m.a. í ákveðnum sjúklingahópum, og hvort þær væm samkvæmt flokkunarkerfi NANDA. Aðferðafræði Um er að ræða lýsandi, afturvirka rannsókn. Skoðaðar vom hjúkrunarskrár innlagðra sjúklinga á þremur mismunandi deildum sjúkrahúss í Reykjavík. Urtakið var skilgreint sem skráðar hjúkrunargreiningar í hjúkranarskrám sjúklinga sem lagst höfðu inn á lyflækningadeildir eða endurhæfingar- og taugalækningadeild á tveimur sex mánaða tímabilum (janúar til júní) með þriggja ára millibili. Einungis vora notaðar deildir þar sem staðlaðar hjúkranaráætlanir vom ekki til staðar og því vom hjúkrunarskrár handlækningadeilda ekki hafðar með í úrtakinu. Helmingur (50%) sjúkraskráa allra sjúklinga (885 hjúkmnarskrár), sem höfðu lagst inn á tvær lyflækninga- deildir, voru valdar með aðstoð tilviljanatöflu og allar sjúkra- skrár (100%) þeirra sjúklinga sem lagst höfðu inn á endurhæf- Tafla 1. Fjöldi sjúkraskráa og hjúkrunargreininga Fjöldi % al' úrtaki Sjúkraskrár án hjúkmnargreininga 441 40% Sjúkraskrár með hjúkr. greiningum 662 60% Alls 1103* 100% Hjúkmnargreiningar samtals 2171 Hjúkmnargreiningar á sjúkling 1,97 Hjúkrunargreiningar á sjúkl. sem höfðu hjúkrunargreiningar 3,28 * í upphaflegu úrtaki voru 1216 sjúkraskrár, 113 (9,3%) þeirra fúndust ekki. 15 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.