Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 49
- í Reykjavík er búið að kortleggja skólana með tilliti til hversu félagslega þungt skólahverfið er og þeir fá úthlutað ijármagni í samræmi við það. Hefurðu orðið vör við að tillit sé tekið til þessa varðandi skólaheilsugæsluna? „Nei, ég hef ekki orðið vör við það og sé að við þurfúm að kanna þetta. En uppi eru hugmyndir meðal skólahjúkrunar- ífæðinga að láta meta skólahverfin eftir hjúkrunarþyngd.“ Nú er bankað svo við gerum hlé á samtalinu. Snáði í kringum 9-10 ára kemur og kvartar yfir verk í öðru hnénu. Hann segist hafa dottið beint á hnéð úti á skólalóð á fimmtu- dag og ætlað að koma til Sigrúnar á föstudag en hún ekki verið við. Honum væri illt og mamma hans hefði sagt sér að láta hjúkrunarffæðinginn líta á þetta. Sigrún fer höndum um hnéð og spyr um verki. Segir að líklega sé hann marinn og leggur til að mamma hans fari með hann til læknis. Hún biður hann líka að koma til sín og segja sér hvað læknirinn hafi sagt. Fræðsla um næringu mikilvæg Töluverð umræða hefur verið um að íslensk börn, eins og íslendingar yfirleitt, séu að þyngjast um of eða að ungar stúlk- ur séu að svelta sig í hel. Verður Sigrún vör við þessi vandamál? „Já, sérstaklega ofþyngd en ekki svo mikið átröskun. Að vísu man ég eftir tilfellum þar sem vinkonur vísuðu á aðrar sem þær höfðu áhyggjur af. í þeim tilfellum kom í ljós að stúlkumar fylgdu alveg sínu þyngdarlínuriti þó þær væm mjög grannar. En við náum að fylgjast með þessu í líkamsskoðunum þar sem við mælum hæð og þyngd og merkjum inn á línuritin. Eg mæli hæð og þyngd hjá öllum í 2., 4., 7. og 9. bekk. í skólanum, þar sem ég var áður, tók ég saman hjá börnunum í 4. bekk hvort þau þyngdust eðlilega eða ekki. í einum bekknum kom t.d. í ljós að yfir helmingur barnanna hafði þyngst óeðlilega mikið á tveimur ámm - voru annaðhvort of þung eða það hafði orðið dálítið hátt ris á línuritinu. í frainhaldinu fór ég með næringarfræði inn í bekkinn. Fjórði bekkurinn er einmitt sá aldur sem börnin hætta að vera í vist eftir skólann og fara þess í stað heim þar sem enginn er heima. Þau era yfirleitt lítið á hreyfingu, setjast fyrir framan sjón- varpið eða tölvuna, og fá sér þann mat sem þeim þykir bestur.“ - Fylgist þú með hvaða mat bömunum er boðið að kaupa í skólanum? „Já, en reyndar þyrfti ég að koma meira þar að. Þau mega ekki kaupa sér neitt í skólanum nema drykki fyrr en þau em komin í 7. bekk en þá geta þau keypt samlokur, langlokur og jógúrt. Fram að því koma þau með nesti. Ég hef aðeins verið að kíkja eftir því hvað þau koma með í nesti og í langflestum tilfellum eru þau með gott nesti, s.s. brauðmeti, ávexti og grænmeti, og þau borða tvisvar á skólatímanum. En ég er samt mjög fylgjandi því að börnin fái heitan mat í hádeginu og tel að það skipti mjög miklu máli fyrir vellíðan þeirra.“ Otæmandi og skemmtileg verkefni Nú er bankað á ný og inn kemur 10-11 ára stelpa. Hún kvartar yfir að sér sé enn illt í sárinu. Sigrún kannast auðheyrilega vel við málið og útskýrir fyrir henni að hún hafi fengið það mik- inn áverka að það muni líða nokkrar vikur til viðbótar þar til sárið sé að fullu gróið og hún hætti að finna fyrir því. Stelp- unni finnst auðsjánlega gott að fá nánari skýringu á ástandi sínu og Sigrún býður henni að koma til sín hvenær sem henni finnist hún þurfa. Aður en viðtalinu er lokið er bankað affur og af stelpunni tekur við strákur á svipuðum aldri. Hann er líka með sár sem Sigrún gerir að en hún mælir líka hjá honum blóðþrýsting og spyr hvort það líði einhvern tíma yfir hann. í Ijós kemur að slíkt er þekkt úr ætt drengsins. Þegar bömin eru farin segir Sigrún að þetta séu krakkar sem séu í fínu lagi en sér finnist strákurinn þó óeðlilega hvítur en blóðþrýstingurinn hafi þó verið í lagi. Hún ætli að skrá þetta hjá sér og fylgjast betur með honum. Hún undrast síðan að enginn af fastagest- unum á mánudagsmorgnum hafi komið en að vonandi sé það bara merki um að ástandið hjá þeim sé gott og að helgin hafi ekki verið erfið. Við nánari eftirgrennslan fékkst skýringin; börnin voru í prófum. En þau sem koma á mánudagsmorgnum séu yfirleitt með eitthvað ótilgreint, kvarti um verki hér og þar, en hún spyrji síðan nokkuð skipulega um ákveðin atriði, s.s. hvernig gangi í skólanum, hvernig þeim líði, hvernig sé heima o.fl. sem gefur börnunum færi á að tjá sig. Þá koma oft upp vandamál eins og að hjá einum sem taldi sig verða fyrir einelti sem við nánari eftirgrennslan reyndist vera mjög mikill einmanaleiki. Viðkomandi átti erfitt með að eignast félaga og var einn heima alveg fram að kvöldmat. Talað var við foreldr- ana og nú er viðkomandi í viðtölum hjá námsráðgjafanum og kemur líka til Sigrúnar. Það er komið að því að kveðja Sigrúnu en hér í viðtalinu hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra þátta sem koma á borð skólahjúkrunarfræðinga. Starfið er í raun svo fjölbreytt að næstum má segja að verkefnin séu ótæmandi. í því sambandi má nefna fyrrgreint hcfti sem og starfslýsingu skólahjúkrunarfræðings sem gefið er út af Heilsuverndarstöð- inni. Sú starfslýsing er víða notuð, óbreytt eða staðfærð. Sigrún sagðist vona að þó hún hafi nefnt hér ýmis atriði sem skólahjúkmnarffæðingum finnist ábótavant þá sitji lesendur ekki eftir með neikvæða mynd af starfinu. Hér hafi einfald- lega verið sagt frá sumu því sem skólahjúkrunarfræðingar vinna að svo þeirra mikilvæga starf verði enn markvissara og betra í framtíðinni. Við þetta má svo bæta að Ásta Möller, fyrrverandi formaður félagsins, og fleiri alþingiskonur hafa lagt fram ffumvarp um heilsugæslu ffamhaldsskólanema og annarra ungmenna. í viðtali við Ástu kom fram að málið sé enn í vinnslu í heilbrigðisnefnd en hún var bjartsýn á að málið næði fram að ganga áður en langt um liði. Afar vönduð greinargerð fylgdi málinu þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar um heilbrigðismál ungmenna og var úrdráttur úr henni birtur hér í Tímariti hjúkrunarfræðinga, 1. tbl. 2001. Það er því ljóst að hjúkrunarfræðingar liggja ekki á liði sínu hvað varðar heilbrigði barna og ungmenna. Bryndís Kristjánsdóttir, bryndisk@mmedia.is 49 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.