Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 23
VIÐTAL Valgeröur Katrín Jónsdóttir ræöir viö fráfarandi formann, Herdísi Sveinsdóttur Herdís Svejnsdóttir| fráfarandi formaöur Fíh. „Svo sannarlega eftirsjá að starfinu" -segir Herdís Sveinsdóttir, formaöur Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undanfarin fjögur ár, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til næstu tveggja ára. Hvernig hefur henni líkað að starfa fyrir félagið og hvað tekur við hjá henni? Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga settist niður með henni einn eftirmiðdag. Herdís segir að þegar hún hafi tekið við for- mannsstólnum hafi hún gert ráð fyrir því að hún myndi í meira mæli sinna menntunarmálunum og ýmsum faglegum þáttum en raunin varð á. Raunin varð hins vegar sú að kjara- og réttinda- málin tóku mestan tímann fyrstu árin. Hagfræð- ingur félagsins í sjö ár hætti um svipað leyti og Herdís tók við og fór mikil þekking á þessum málaflokki út af skrifstofu félagsins með honum. Núverandi hagfræðingur, Helga Birna Ingi- mundardóttir, hóf ekki störf fyrr en 8 mánuðum eftir að Herdís tók við og því voru kjara- og rétt- indamálin mikið á hennar herðum fyrsta árið. Helga Birna var líka ný í starfi og þurfti sinn að- lögunartíma. Þessi réttindamál tóku mikinn tíma og það hvíldi þungt á mér að hjúkrunarfræðing- ar, sem leituðu til félagins út af einhverjum mál- um, fengju rétta úrlausn. Ymsir félagsmenn voru þó góður bakhjarl, auk Vigdísar, fráfarandi hag- fræðings, sem komin var í nám til Danmerkur. Fljótlega fórum við svo út í kjarabaráttuna og hún tók talsverðan tíma, bæði varðandi almenna samninga og svo líka varðandi samninga við Tryggingastofnun ríkisins." Herdís segir að í samninganefndina hafi skipast gott fólk sem hafi unnið mjög vel saman og ár- angurinn hafi verið þokkalegir samningar. Mik- ill lærdómur hlaust af tveggja daga verkfallinu sem er fyrsta verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þá og síðar þegar samningi var hafnað kom fram samstaða og samtakamáttur hjúkrunarfræðinga. „Það var því mjög mikill átakatími í kring- um samningana og mikil vinna með hjúkrunarfræðingum og það er auðvitað mjög gefandi. Þegar ég hugsa til baka til þess- arra fjögurra ára þá finnst mér mjög dýrmæt hin miklu sam- skipti við hjúkrunarfræðinga úti um allt land en þau hafa gef- ið góða sýn yfir um hvað á sér stað og hvað hjúkrunarfræðing- ar eru að vinna öflugt starf alls staðar.” Herdís segir gríðarlega mikla starfsemi á vegum félagsins. Auk þess sem mikið sé leitað til félagsins varðandi kjara- og rétt- indamál sé mikil vinna t.d. við rekstur orlofshúsa, úthlutanir úr sjóðum og önnur störf sem fram fara á vegum þess, svo sem útgáfumál, fjármál og vinnu við ýmis fagleg verkefni. „011 álit, lög og reglugerðir, sem eru lögð fram á Alþingi og varða heil- brigðismál, koma hingað inn til umsagnar og þá skiptir máli að geta leitað til fagdeildanna varðandi þær umsagnir. Það er ó- trúlega mikið starf unnið á vegum félagsins og svo erum við með ýmis mjög tímafrek mál fyrir fólk sem eru mjög tímafrek. Þegar gengið er á rétt hjúkrunarfræðinga tekur hvert og eitt einstakt mál tíma og það er reynt að vinna þau öll vel þó nið- urstöður verði ekki alltaf eins og við hefðum óskað. Við eigum enn í málaferlum vegna verkfallsins, því við teljum að gengið hafi verið á rétt hjúkrunarfræðinga með því að draga af þeim öllum laun þessa tvo verkfallsdaga þrátt fyrir að sumir hafi uppfyllt sína vinnuskyldu. Þetta mál fórum við fyrst með fyrir félagsdóm en því var vísað frá og nú erum við með málið fyrir héraðsdómi." Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.