Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 39
UMFJÖLLUN Konur eru veikari er karlar Umhverfið er sem sagt ekki eins umburðarlynt gagnvart konum og körlum. Konur sæta því meiri fordómum. Þetta veldur því að konur fá meira aðhald, þ.e. gæta sína betur á að drekka: ekki um of á almannafæri, en þær konur sem verða sjúkdómnum að bráð eiga oftar í erfiðleik- um með að leita sér hjálpar. Þær drekka oft lengi í felum inni á heimilum sínum, fá síður stuðning hjá fjölskyldu, læknum og vinnufélögum. Það hefur verið hylmt yfir neysluna langt fram yfir eðlileg mörk af þessum ástæðum einum. Þetta hefur þó verið að breytast, a.m.k. hérlendis. Skilningur hefur aukist á þörf kvenna að leita að- stoðar með því að fara í áfengismeðferð. Konum, sem leita meðferðar í fyrsta sinn, hefur að sama skapi fjölgað nokkuð hlutfallslega síðustu árin. Þessa gætir í dag mest í hópi yngstu kvennanna og voru stúlkur 43% nýrra sjúklinga, 19 ára og yngri, á Vogi á síðasta ári. Abyrgð á börnum og uppeldi þeirra er mun oftar á herðum kvenna sem koma til áfengismeðferð- ar heldur en karla. Ættingjarnir virðast fremur taka á sig ábyrgðina á börnunum þegar karlar eiga í hlut. Áhyggjur af velferð fjölskyldunnar trufla því oftar konur en karla í áfengismeðferð. Á sama tíma eru konurnar dæmdar harðar ef þær standa sig ekki á þessu sviði og afskipti barna- verndaryfirvalda tengjast miklu oftar konum en körlum. Algengara er að áfengissjúkar konur séu giftar á- fengissjúkum körlum heldur en að áfengissjúkir karlar eigi drykkfelldar konur. Karlar fara því oft- ar heim til maka sem hættir að drekka, en kon- urnar verða að búa við að karlarnir noti áfram vímuefni. Bati kvenna er því oftar háður því hvað karlar þeirra gerir. Áfengissjúkar konur hafa oft þolað bæði líkam- legt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þeim er hætt við hvers kyns ofbeldi þegar þær eru drukknar á almannafæri. Þær verða einnig fyrir meira ofbeldi, jafnt fjárhagslegu, líkamlegu og andlegu, innan veggja heimilisins heldur en kon- ur sem drekka ekki. ar. Kvíði er sú tilfinning sem þær lýsa oftast. Þá er sektar- kennd mikil og skömmin er ofarlega á blaði enda skiljanlegt þegar litið er til félagslegu hliðarinnar. Einmanaleiki, einangr- un, vonleysi og ótti er einnig ríkur þáttur í andlegum einkenn- um kvenna. Hér koma dæmi um þann innri þrýsting sem knúði konur til að leita sér aðstoðar: „Eg er með sektarkennd og kem því í meðferð.“ „Eg verð ósátt við sjálfa mig ef ég lýk ekki við með- ferðina." „Ég mun upplifa mig sem misheppnaðan einstakling, takist mér ekki að ljúka meðferðinni.” „Eg lendi í vandræðum, Ijúki ég ekki meðferð.” Ása Guðmundsdóttir, sálfræðingur, hefur unnið í áraraðir með konum í meðferð á Teigi og áður á Vífilsstöðum, geðdeild LSH. Hún segir rannsóknarniðurstöður sýna að konur séu til- finninganæmari og undanlátssamari en karlar. Konum er sinnt sérstaklega í áfengismeðferð hérlendis. Á Teigi fá konur sér- vinnuhópa og meðferðarhópa, sérstök kvennameðferð er í boði hjá SÁÁ. Ása segir aðspurð að konur í meðferð séu oft með mjög brotna sjálfsmynd. Neysluheimurinn sé karlastýrt samfélag, einkum vímuefnaheimurinn, og Iíf konunnar í þeim heimi þýðir að sjálfsvirðingin brotnar niður og þær þurfa meiri hjálp til að byggja sig upp að nýju. Ása segir: „Þær hafa beðið skipbrot bæði andlegt og líkamlegt. Oftar en ekki er mikil skömm vegna andlegrar og kynferðislegrar misnotkunar af hálfu karla, og þær geta ekki sigrast á þessari skömm í hópi með körlum. Þá vantar oft heilmikið upp á almenna lífsleikni, sérstaklega hjá konum sem hófu neyslu mjög ung- ar,“ segir Ása að lokum. Af ofangreindu má ljóst vera að konum er búin mun meiri hætta en körlum af því að ánetjast áfengi eða öðrum vímuefn- um. Konur jafnt sem karlar geta leitað fræðslu og hjálpar á á- fengisdeild LSH, Teigi við Flókagötu 29 í Reykjavík, enn fremur á göngudeild SÁÁ við Síðumúla. I AA-samtökunum eru sérstakar deildir eingöngu ætlaðar konum. Þá hafa konur stofnað hóp sem vinnur að fræðslu og stuðningi við konur gegn áfengis- og vímuefnavandanum, eins og segir í kynning- arefni frá þeim. Hópurinn gengur undir nafninu Kjarnakonur og í honum eru konur sem eru óvirkir alkóhólistar, aðstand- endur, fullorðin börn alkóhólista og mæður ungra fíkla. Kjarnakonur hittast vikulega, á miðvikudögum kl. 20 til 21.30, í húsakynnum SÁÁ að Ármúla 18 í Reykjavík. Fríða Pro-p-pé. fproppe@isl.is Andleg vanlíðan Konur lýsa mun meiri andlegri vanlíðan en karlar þegar þær koma til meðferðar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem sagt er frá í upphafi greinar þessarar. Konurnar virðast frek- ar koma í meðferð vegna innri þrýstings en karl- Heimildir: „Kynjamunur á ástæðum fyrir komu í áfengis- og vímuefnameðferð og á andlegu og lik- amlegu ástandi við komu”. (2002) Fyrirlestur á visindadegi sálfræðinga á geðsviði Landspitala-háskólasjúkrahúss, 20. september. Ása Guðmundsdóttir (1997). The Self-lmoge ond Social Situation ofAlcoholic Women. Implications for Treatment. European Addiction Research, 1:59-66. Timarit islenskra hjukrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.