Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 7
RITSTJÓRASPJALL Valgeröur Katrín Jónsdóttir „Þetta reddast" Valgerður Katrin Jónsdóttir „Ég hugsa og því er ég til" er haft eftir heim- spekingnum Descartes. Víst er aö hugsunin skiptir ef til vill mestu máli í lífi okkar og mótar afstööu okkar til lífsins. Hugsunin stýrir oröum okkar og verkum og þeir sem hugsa jákvætt eiga auöveldara meö að mæta ýmsum erfiðleikum í lífinu og snúa þeim jafnvel upp í tækifæri og hvata til dáöa. Þannig er það oft ekki þaö sem fyrir fólk kemur sem mótar líf þess heldur afstaöan til þess. Hver kannast ekki viö dæmisöguna um glasið sem er fyllt til hálfs. Sumir líta á þaö sem hálftómt aðrir sem hálffullt. Afstaða okkar Islendinga hefur oft einkennst af viðhorfinu „þetta reddast", óblíð náttúra, veður- far og atvinnuhættir hafa sett okkur í þau spor að við höfum þurft að bregðast við umhverfinu, redda aflanum, heyinu og fleiru þess háttar og enginn spurður hvort honum líki það betur eða ver. Með breyttum atvinnuháttum og tæknivæð- ingu ættum við að geta skipulagt betur og hugsað meira fram í tímann á hvaða sviði sem er innan samfélagsins. Fjölskyldan hefur löngum verið talin hornsteinn samfélagsins þó sumir segja hana hafa verið hornreka undanfarna áratugi og að engin opinber fjölskyldustefna sé til hér á landi. Ungar mæður hafa verið bæði yngri og fleiri hér á landi en þekkist í flest öllurn öðrum löndum. Eitt af verkefnum OB ráðgjafar, sem kynnt er í þessu tölublaði, er einmitt að bregðast við þessari staðreynd. I framhaldi af þessu er gaman að geta þess að í þessu tölublaði hefst nýr greinaflokkur um fjöl- skylduhjúkrun og hefur ritnefnd og ritstjóri feng- ið Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur til að vera ásamt þeim í forsvari fyrir greinaflokkinn. Stephanie A. Rowe, sem hefur lokið meistaragráðu í gagnrýnni hugsun, var aðalleiðbeinandi á vinnusmiðjunni „Hugsað um barn“ sem sagt er frá í þessu tölu- blaði. Þar var einmitt lögð áhersla á ýmis tilvist- arvandamál, svo sem ákv'arðanatöku, mikilvægi þess að taka meðvitaðar ákvarðanir, hvort sem það á við um kynlíf, barneignir eða annað sem skiptir okkur máli í lífinu. Og hugsun okkar mótar einnig viðhorf til sjúk- dóma eins og fram kemur í viðtali Fríðu Proppé við kanadísku prófessorana dr. Janice M. Bell og dr. Lorraine M. Wright og viðhorf okkar til barna sem haldin eru downsheilkenninu eins og fram kemur hjá dr. Marciu Van Riper. Því þó við leggjum meiri áherslu á skipulagningu í lífi okkar geta ýmsir þættir valdið því að lífið beinist í annan farveg en við ætluðum og þá þarf að bregðast við því. Það sem er foreldrum í fyrstu áfall, eins og t.d. að eiga von á barni sem er með downsheilkennið, getur þó fært foreldrum mikla gleði með breyttri hugsun eins og Marcia Van Riper bendir á og á það eflaust við um ýmsa aðra þætti er Iífið tekur óvænta stefnu. BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10 - Hafnafjörður Sími 565 1000 - bedco@bedco.is Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.