Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 32
Helga Harðardóttir ÞANKASTRIK Ráöleggingar hjúkrunarfræðinga Það er gaman aö vera hjúkrunarfræðingur og ég verö að játa að það kitlar hégómagirnd mína sú virðing sem fólk almennt sýnir mér fyrir að stunda þetta fag. Fljótlega eftir útskrift fór að bera á því að vinir og vandamenn tækju að leita lil „fræðingsins" eftir ýmsum ráðum, sumir varð- andi krankleika hjá sér og sínum, aðra vantaði einfaldlega ráð um ýmislegt sem við kemur heilbrigði. Og alltaf verð ég jafn kát og glöð að geta varpað fram gagnlegum ráðum. Eg er sem sagt stolt af því að vera með háskólagráðu upp á að geta veitt löglega ráðgjöf í heilbrigðisfræðum. kolrangt. Hvernig get ég tryggt mig fyrir því að ég sé ekki að gefa rangar eða villandi ráð- leggingar? I Dagbók barnsins frá sjöunda Helga Haröardóttir , t t.i aratugnum, sem tn er a morg- um heimilum, eru leiðbeiningar um meðferð á ungbörnum. Þar eru að finna holl ráð til mæðra og þær hvattar til að fylgja þeim samviskusam- lega. Þar segir meðal annars: Ég get sagt með fullri vissu að í þau ár sem ég hef unnið sem hjúkrunarfræðingur hefur mest af mínum tíma og kröftum farið í að hlusta á skjólstæðinga, fræða og veita ráð. Enda er jþað ljóst að mikill hluti samskipta hjúkrunarfæðinga og skjól- stæðinga í heilsugæslu fela í sér ráðleggingar eða útskýringar af einhverju tagi. Sem betur fer er þekkingarbrunnur hjúkrunarstéttarinnar djúpur og góður. Reynsla og menntun hjúkrunaríræðinga gagnast samfélaginu og það skilar sér án efa í betra heilsufari og bættri líðan almennings. En svo var það um daginn að ég var stödd í fjallaskála á hálendinu. Skálavörðurinn þar kvartaði sáran undan hjálpfýsi og ráðleggingarþörf hjúkrunarfræðinga og sagði: „Þær dreifa svoleiðis dópinu hérna um allar grundir, og svo eru þær oft ekki sammála um það sem þær eru að ráðleggja, maður verður alveg ringlaður.11 Hvernig er með öll þau undraráð sem ég og fleiri gefum fólki f nafni fræðanna svo fúslega? Eru þau óbrigðul? Getur verið að hjúkrunarfræðingar séu þreytandi „besservisserar" sem ekkert mark sé takandi á? Hvernig er hægt að vera ávallt viss um að ráðleggingarnar, sem við gefum, séu réttar? Eða sannar? Erum við ef til vill að gefa ráð sem eru ekki í samræmi við aðrar i hjúkrunarráðleggingar? Er sannleikurinn kannski afstæður? Það er gaman að gefa ráð en það er ekki gaman að veita ógagn- lega iræðslu sem ruglar fólk í ríminu eða trúa á eitthvað sem er „Úr því barnið er orðið mánaðargamalt, er ráðlegt að styrkja það með loft- og sólskins- böðum. Er það Iátið liggja allsbert í sólskini við opinn glugga á sumrum, en lokaðan á veturna... Þegar barnið er 4ra mánaða, má baða það sólskini úti f góðu veðri, og er því þá snúið oft á allar hliðar." Á þessum tíma voru ekki þekkt skaðleg áhrif sólar og ungbarnasólböð því talin líklegri til stæl- ingar en skaða. I dag vitum við betur, vonandi, en hvað verður sagt eftir 30 ár? Það er öllum annt um heilsu sína og sinna nánustu og ætla má að fólk sé alla jafna ginnkeypt fyrir ráðum hjúkrunarfræðinga. Nýbakaðir foreldrar, sér í lagi þeir í yngri kantinum, eru berskjaldaðir fyrir ráð- leggingum um alla skapaða hluti sem varða ung- barnið. Þeir vilja allir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera bara það rétta í umönnun ung- barns. Það er auðvelt að leggja allt traust á sér- fræðinga og fylgja ráðleggingum þeirra í blindni. Þvf er það ábyrgðarstarf að gefa ráðleggingar. Það er skrýtið að hugsa til þess að sum ráð, sem þykja góð og gild í dag, verða næstu kynslóðum aðhlátursefni. Og kannski það sem verra er, flott fræði á einum tíma geta verið hættuleg og hugs- anlega haft hörmulegar afleiðingar seinna. Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.