Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 46
Valgeröur Katrín Jónsdóttir „Sú ákvöröun sem viö tökum nú hefur áhrif á allt okkar líf" Þaö var mikið líf og fjör í sal hjúkrunarfræðinga í húsakynnum félagsins að Suðurlandsbraut 22 þá daga sem vinnusmiðjan „Hugsað um barn" stóð yfir. Otal börn grétu og þátttakendur voru önnum kafnir við að hugga þau, stinga upp í þau pelum, skipta á þeim og gera annað það sem fylgir því að hugsa um ungbörn. Auk þess að hugsa um börnin glímdu þátttakendur við ýmis tilvistarvandamál, svo sem ákvarðanatöku, þeir voru hvattir til að taka meðvitaðar ákvarðanir hvort sem það á við um kynlíf, barneignir eða annað það sem mótar líf okkar. Að vinnusmiðjunni lokinni tókum við Stefaníurnar tali, Stefaníu B. Arnardóttur skólahjúkrunarfræðing og Stephanie A. Rowe sem var aðalleiðbeinandi í vinnusmiðjunni „Hugsað um barn." Stephanie og Stefanía Stephanie er heilbrigðiskennari í grunnskóla í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún er með BA- próf í heilsukennslu, hefur réttindi til að kenna forskólabörnum sem og framhaldsskólan- emum. Hún er einnig lærður leikfimikennari og með meist- aragráðu í gagnrýnni hugsun. „Eg er menntaður kennari og kenni heilsu og vellíðan, andlega, félagslega og líkamlega en þetta er námsefni í öllum skólum í Bandaríkjunum. Ég kenni 11 ára börnum í 9 vikur samfellt, eina kennslustund á hverjum degi. Nemendur í 12 ára bekk fá sama tíma- fjölda, og 13 og 14 ára unglingar, sem eru í 8. bekk eins og það nefnist í Bandaríkjunum, geta valið hvort þeir vilja fá þessa kennslu." Hún bætir við að hún kenni mikilvægi heilbrigðis í lífinu, nemendur þurfi að hafa lokið eins misseris námi í heilsumenntun til að útskrifast. „Við erum mjög framarlega í þessu, ef við finnum að einstak- lingur er ekki heilbrigður eða í jafnvægi og hefur ekki tileinkað sér lífsleikni þá getur viðkomandi elcki lært stærðfræði, ensku eða annað námsefni því hugsunin snýst um það sem er að gerast í lífi hans, allt er þetta samtvinnað. Ég er eins og hver annar kennari, stærðfræðikennari eða tungumála- kennari, nema ég kenni heilbrigði og hæfileikann til að hugsa. Það sem ég á við með því er að þegar nemendurnir fara frá mér, vil ég að þau séu hæfari til að taka ákvarðanir og setji sér markmið í aukn- um mæli, þeir séu hæfari til að leysa ágreining, ég vil að þeir séu ákveðnir, ég vil að þeir búi yfir þeim ráðum að geta leitað aðstoðar þegar þeir eru í vanda og fagna því sem vel er gert.“ Hún segir að námsefnið sé samofið, það fjalli um tilfinningalega vellíðan, sjálfstraust, samskipti, þunglyndi, að koma í veg fyrir sjálfsmorðshugs- anir, átröskun, slíkt stafar oft af litlu sjálfstrausti, og líkamsvitund til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi, auk þess sem fjallað er um mannrækt Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.