Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 22
fjallað um að ekki sé nægilegt að taka eina fjölskyldu og skoða hana sem hóp. I fimm manna fjölskyldu eru fimm ólíkir ein- staklingar. Þó lífsgildin séu eins í orði kveðnu þá hafa þessir fimm einstaklingar til dæmis ólíkar skoðanir á því hvað sé fjölskylda. Eg spurði þær Bell og Wright hverjir væru nánustu aðstandendur samkvæmt þeirra skilgreiningu. „Aðstandendur sjúklings eru þeir sem segist vera það. Þess vegna er svo nauðsynlegt að spyrja: „Hverjir eru aðstandendur þínir?“ Góð leið er að byrja á því að spyrja einstaklingana að því hverjir það séu, að þeirra mati. Þannig fæst oft góð innsýn í lífsgildi þeirra," svaraði Wright. i bókinni segir að líkja megi lífssýn við gleraugu sem við notum þegar við skoðun heiminn. Lífssýnin sé hugræn og hafi áhrif á hegðun okkar. Lífssýnin aðskilji manneskjurnar en sameini þær einnig. - Hvernig tengist Itfssýn eða lífsgildi sjúkdómum? Efni bókarinnar svarar spurningunni m.a. þannig að lífsgildi séu mjög mikilvæg þegar kemur að heilsu og sjúkdómum. Lífsgildi eða lífssýn einstaklinga og fjölskyldna þeirra verða aldrei eins skýr né sé þeim eins mikið ögrað eða ógnað og þegar sjúkdómar koma upp. Þrjár tegundir lífsgilda í sjúkdómsmeðferð koma upp þrjár tegundir lífsgilda, þ.e. hins sjúka, annarra í fjölskyldunni og heilbrigðisstarfsfólks, sögðu þær Bell og Wright. Mikilvægt er að ailir fái tækifæri til að koma sínu að. Það er alþekkt staðreynd að lífssýn heilbrigðis- starfsfólks hefur áhrif á fjölskyldu hins sjúka. Dæmisaga er gefin í bókinni um hjón sem höfðu átt í átta mánaða samskipta- erfiðleikum eftir að eiginmaðurinn fékk annað hjartaáfallið. I fjölskyldumeðferð kom í ljós að erfiðleikana mátti rekja til þeirrar lífssýnar hjúkrunarfræðings að hegðun konunnar gæti skipt sköpun um bataferli mannsins. Þetta varð til þess að eiginkonan þorði ekki að ræða áhyggjur sínar af ástandi mannsins. Hún hafði fengið þá lífssýn að láni frá hjúkrunar- fræðingnum að með þeirri hegðun sinni gætu áhyggjur hans aukist og hann þannig orðið veikari. Bókin gerir trúarbrögðum og áhrifum þeirra á fjölskyldur, sem standa frammi fyrir ilivígum sjúkdómum, góð skil. Þar segir að oft sé best að skilja einstaklingana í tengslum við trúarbrögð þeirra. Þær stöllur sögðu í þessu sambandi að hugur og líkami yrðu seint aðskildir og nauðsynlegt væri að gera ekki lítið úr öðrum þættinum. I samantekt í lok fyrsta kafla bókarinnar segir: „Aðstoð okkar við einstaklinga og fjölskyldur, sem horfast í augu við líkamlega og andlega sjúkdóma, verður eingöngu árangurs- rík ef við byrjum á því að hlusta vandlega á einstaklinginn sem við njótum þeirra forréttinda að þjóna. I framhaldi af því þurfum við að skilja nákvæmlega megin- lífsgildi hans. Sem sérfræðingar í heilbrigðisstétt trúum við því að breytingar og lækning byggist á því að Iífsgildi einstaklinganna í fjölskyldunni og heilbrigðisstarfsfólksins skarist.“ Allir hafa lífssýn gagnvart sjúkdómum „Ég held að ég hafi ekki verið vondur maður alla ævi. Af hverju kemur þetta fyrir mig,“ spurði 62 ára maður þegar sonur hans greindist með ólækn- andi sjúkdóm. Orð hans segja nokkuð til um lífs- sýn hans. „Allir hafa lífssýn gagnvart fjölskyldu og sjúkdómum,“ segir í bókinni. Allir hafa lífssýn á það hvernig skuli haga sér þegar sjúkdómar herja í fjölskyldunni. Sú lífssýn getur t.d. verið í gangi að vernda skuli hinn sjúka fyrir öllu óþægilegu, jafnvel slæmum fréttum, þannig að ofverndun fer í gang. Endurtekin hvatning, sem einnig má kalla nöldur, þess efnis að taka inn lyf, fylgja matarleiðbeiningum og svo framvegis, getur af öðrum verið álitin umhyggjú- semi. Sumar fjölskyldur álíta að hinn sjúki þurfi stöðuga hjúkrun og athygli, aðrar að hann eigi að njóta meiri einveru. Heilbrigðisstarfsfólk tekur með sér persónuleg og fagleg lífsgildi þegar það ræðir við aðstandendur hins sjúka. Þetta hefur áhrif á hvernig það lítur á, nálgast og ekki síst hvernig það hlúir að og gríp- ur inn í málefni fjölskyldunnar. Sem 'dæmi má nefna að heilbrigðisstarfsmaður, sem lítur á alkó- hólisma sem afleiðingu ábyrgðarleysis og dæmi um persónulegan veikleika, bregðst öðruvísi við fjöskyldu sem stendur frammi fyrir alkóhólisma en fjölskyldu sem glímir við meðfæddan hjarta- sjúkdóm, sjúkdóm sem viðkomandi starfsmaður er fullviss um að einstaklingurinn eða fjölskyldan hafi enga stjórn á. Við meðferð fjölskyldunnar er skilningur lífsgilda einstaklinganna mikilvægastur og því haldið fram Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.