Norðurslóð - 28.04.1993, Qupperneq 3

Norðurslóð - 28.04.1993, Qupperneq 3
N ORÐURSLÓÐ —3 MÉR ER SPURN? Ónotuð orka Búskapur og útgerð Fyrstu búskaparárin á Ingvörum munu hafa verið erfíð, þar sem afi stundaði jöfnum höndum útgerð og búskap, og má nærri geta að hann hefur orðið að leggja mikið á sig til þess að halda hvoru tveggja í viðunanlegu horfi, en á þeim ár- um var starfsorka hans og röskleiki meiri en þekktist hjá öðrum mönn- um. Eftir að elstu börnin fóru að komast upp, varð þetta léttara, en þá var hann strax búinn að ofbjóða kröftum sínum, þá að hann léti lítt á því bera. Móóir mín sagði mér, að aldrei hefói skort mat á Ingvör- um og aldrei mundi pabbi sinn hafa haft neitt af skuldabasli að segja, og er þaó meira en hægt hef- ur verið aó segja um bændur yf- irleitt á þeim tíma. En þótt þetta liti vel út í augum almennings út á við, þá voru heimilisástæður oft erfiðar og óhöpp og erfíðleikar oft innan heimilisins. Olli þar miklu um, að konan reyndist vangæf til heilsu og lá oft rúmföst, stundum langar leg- ur, og erfitt var um læknishjálp á þeim árum. Þrátt fyrir alla vióleitni henni til hjálpar, þar það engan ár- angur. Arið 1863 áttu þau hjón dreng á þriðja ári (fimmta barn þeirra). Hann drukknaði í bæjar- læknum, hafði dottið niður í læk- jarfarveginn, sem var djúpur en þröngur, og skorðast í botni hans, svo Íækurinn rann yfir liann og kæfói hann. Þetta slys hafði þau áhrif á ömmu, að hún missti alger- lega svefn. Sent var til Akureyrar til læknis þar, og hann gaf út lyf- seðil upp á ríflegan skammt af svefnmeðali. Eftir þetta þurfti hún slíkra meðala meó alla ævi, og þegar afi minn fór að þreytast varð honum það einnig að grípa til þeirra, og cndaði það meö því að hann gat heldur ekki án þeirra ver- ið. Yngsta barn þeirra hjóna var Hjörleifur, fæddur 1870. Hann varð fyrir því hörmulega slysi, þegar hann var ungur, að detta á hendurnar niður í hlóðir, fullar af glóandi eimyrju, og skaðbrenna sig á höndum. Sérstaklega var hægri höndin illa farin, og bar hann þess menjar meðan hann lifði, því skinnið á höndunum, sér- staklega handarbaki og greipum, var oft með sprungum, sem ollu honum miklum óþægindum. Nærri má geta, hversu miklum erfiðleik- um þetta slys hefur valdið á heim- ilinu, enginn læknir og ekkert að flýja eftir hjálp, ekki um annað aö gera en aó hjálpa sér sjálfur. Þetta tókst furðanlega, en þó tók það fleiri ár að græóa brunasárin. Með hörku beitti Hjörleifur hendinni fram á sjötugsaldur. Þá duttu sár á höndina, sem ekki urðu grædd af læknum. Endaði það meó því að höndin var tekin af honum, og lifði hann í nokkur ár eftir það. Salt sótt í Hrísey Þá kem ég að því atriðinu, sem mun hafa valdið því að kjarkur þeirra hjóna bilaói, enda voru þau þá bæði orðin útslitin gamalmenni, þótt ekki væru þau nema 50 ára að aldri. Upp úr mánaóamótunum októ- ber-nóvember 1881 gerði góða tíð og var almennt róið á bátum frá Böggvisstaðasandi og fiskaðist vel. Þá var það hinn 13. nóvember, að saltlaust var orðið á Sandinum. Var þá rætt um það við beitingu um kvöldió í Ingvarabúðinni, að þeir skyldu hafa hraðann á í róðri- num og skreppa svo yfir í Hrísey, þegar þeir kæmu að, og sækja salt. Allir voru sammála um þetta, og skyldi afi hafa til poka og þeir aðeins losa bátinn, skilja eftir einn mann til að hjálpa afa í fiskinum, en fara sex á bátnum yfir að sækja saltið. Yfir í eyna er aðeins hálf- tíma róður, svo þetta sýndist ósköp auóvelt. Morguninn eftir var stillt veður. Þó hafði myndast bakki til hafsins, og farið var að gera kviku- Dalvíkingar eru miklir lukkunnar pamfílar að eiga svo góða hita- veitu, sem raun er á. Hún kvað vera ein sú ódýrasta í landinu, enda sennilega mjög vel rekin. Þó að þaö skipti reyndar litlu máli þá má vel minnast á það, að heita vatnið kemur upp úr jörðinni í Svarfaóardalshreppi, m.a.s. á jörð, sem er eign hreppsins, þ.e. á Hamri. Það er svolítið neyóarlegt, að þessi mikla guðsnáóargjöf og næstum því ómetanlegu hlunnindi skuli ekki nýtast hreppsbúunum nema í þeim smávægilega leigu- gjaldi, sem Hitaveitan greiðir Svarfaðardalshreppi fyrir afnota- og aðstöðurétt þama noróan í Hamrinum. Ætli forsjónin hafi planlagt þetta svona? Eg held varla. Svarfdælingar í hreppnum, á einum 50 heimilum, hita hús sín ýmist með olíu eða rafmagni, mest olíu. Er nokkurt vit í þessu? Er ekki sjálfsagt að sækja afgangsheita- vatnið, sem nóg er víst til af, niður í Hamar og hita með því híbýli Svarfdælinga, a.m.k. fram að dala- mótum? Líklega er svarið nei. Það er dýrt að leggja einangraða vamslögn um strjála byggð, eins og byggð okkar er þrátt fyrir allt. Annar kostur er trúlega miklu skynsamlegri. Það er mikil umframorka í land- inu núna í formi raforku. Það sem vantar eru kaupendur. Og ekki þarf að hafa áhyggjur af dýrum leiðslum. Þær eru þegar fyrir hendi í formi dreifikerfis Rariks um allar byggðir Islands, líka um Svarfað- ardal, heim að vegg á hverju ein- asta býli. Það getur ekki verið neitt vit í því, að brenna olíu frá Mið- austurlöndum til að hita íslensk hús á meðan „hrein“ innlend orka rennur út í sandinn, engum til gagns. Hver á að taka frumkvæðið í málinu, hreppsnefnd, héraðsráð, sameiningarnefnd sveitarfélaga, ríkisstjórn? Mér er spum?? P.S. Þessi grein er að nokkru leyti skrifuð á fölskum forsendum. Eg hélt nefnilega, að svarfdælsk íbúðarhús væru að langmestu leyti hituð með olíu. Nú veit ég, að þau eru sennilega í nokkuð jöfnum mæli hituð með olíu og rafmagni. Sum reyndar með hvorutveggja. Samkvæmt upplýsingum frá ol- íusölunum kaupa ca. 30 heimili í sveitinni u.þ.b. 160.000 lítra af ol- íu til hitunar auk um 30.000 lítra til skólans á Húsabakka. í peningum talió mun þetta gera um 3,5 milljón krónur. Þetta breytir samt ekki þeirri meginniðurstöðu, að tími sé kom- inn til, bæöi í Svarfaðardal og sjálfsagt víðast í dreifbýli landsins, að hefja nýja rafvæðingarherferð með það að marki að afnema olíu- brennslu til húshitunar. Einnig það, aö einhver aðili þarf að gang- ast fyrir herferðinni og að einhver fjárhagslegur hvati þarf að koma úr einhverri átt til þessara hluta, því breytingar eins og þær, sent hér er rætt um, kosta mikla peninga. HEÞ Sendum starfsfólki okkar og viðskipta- vinum bestu óskir um . .....................: : ■ , Framhald á bls. 6

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.