Norðurslóð - 28.04.1993, Side 8

Norðurslóð - 28.04.1993, Side 8
TímamóT Skírnir 8. apríl var Sævar Þór skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Baldrún Hrönn Sævarsdóttir og Thor Johan Skordal, Karlsrauða- torgi 5, Dalvík. 10. apríl var Sigurður Ingvi skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Hólmfríður Sigurðardóttir og Rögnvaldur Ingvason (Ei- ríkssonar, Þverá, Skíðadal), Reynihólum 12, Dalvík. 10. apríl var Gunnlaugur Jóhann skírður í Dalvíkurkirkju. For- eldrar hans eru Som Kignok og Skarphéðinn Frímann Sigurðsson (Guðmundssonar, Bessastöðum), Malarási 15, Reykjavík. Andlát 24. mars varð bráðkvaddur á heimili sínu, Svarfaðarbraut 13, Dalvík, Jón Baldvin Bjarnason. Jón fæddist á Dalvík 13. mars 1949, sonur Bjarna Thorarensen Jónssonar, vélstjóra, sem er látinn, og Hildar Jóhannsdóttur, sem býr á Dalvík. Hann var elstur fjögurra systkina sem eru auk hans Jóhann, Þóra Soffía og Sædís. Jón byrjaði ungur til sjós, fyrst yfir sumar- tímann sem unglingur. Síóar lá leiöin til Rcykjavíkur þar sem hann settist á skólabekk í Stýrimannaskólanum í Reykjavík hvar hann lauk 2. stigs fiski- mannaprófi vorið 1969, tvítugur aö aldri. Strax þá um sumarið hófst ferill Jóns sem stýrimanns, þegar hann varð stýrimaður á Bjarma II EA 110 en á þeim báti var hann til ársins 1971. Stýrimaður á Olafi Magnússyni EA var hann frá 1971 til 1974 er hann réði sig á togarann Björgvin EA 311 sem þá kom nýr hingað til hafnar. Stýrimaður varó Jón á Björgvin um ára- mótin 1976-77 og hefur hefur verið þar stýrimaóur síðan. Þessi ár á Björgvin EA hefur Jón ætíð haft Vigfús Jóhannesson sem skip- stjóra og leysti Jón hann af og stýrði þá skipinu til veiða. A jóladag 1970 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigur- lín Kjartansdóttur frá Hauganesi. Þau byggðu sér heimili að Svarf- aðarbraut 13. Börn þeirra eru fjögur. Elst er Hildur Birna en hennar maður er Hjalti Hjaltason. Næstelstur er Bjarni Thorarensen, þá Helena Sif og yngst er Díana Hrund. Jón var cinn af stofnendum Skíðafélags Dalvíkur og hafói alla tíð áhuga á starfi þess. Hann batt sterk vináttubönd við sitt fólk og til hans var ætíó gott að leita, enda skapgóður og rólegur maður. Jón var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 1. apríl. Húsabakkaskóli: Skólinn fær nýtt merki í Húsabakkaskóla fór frani á út- mánuðum hugmyndasamkeppni meðal nemenda um merki fyrir skólann. Komu fram inargar hugmyndir og tillögur að merki en dómnefndin, sem samanstóð af kennurum og öðrum sem Iétu málið til sín taka, taldi hugmynd Söndru Bjarkar Marteinsdóttur besta. Merkið hefur nú verið þrykkt á bréfliausa og umslög skólans og einnig á stutterma boli. Voru þeir seldir til styrktar nemendasjóði skójans. Agóðanum af sölunni var varið til kaupa á vídeótæki og skáp undir það. Einnig er fyrirhugað að fjárfesta í húsgögnum fyrir setustofu ef áfram- haldandi sala verður skólabolunum. Að sögn Helgu Hauksdóttur skóla- stjóra geta þeir sem áhuga hafa á að eignast skólaboli Húsa- bakkaskóla, t.d. gamlir nemendur, haft samband við hana. Verður nýtt upplag Iíklega prentað með haustinu. Skólastarf á Húsabakka hefur annars verið meó nokkuð klassísku sniði í vetur. Síðustu vikuna fyrir páska var þemavika þar sem hin hefóbundna stundatafla var lögð til hliðar. Þema vikunnar var „Heil- brigó sál í hraustum líkama". Und- ir þessu gamla gríska kjörorði voru unnin ýmis verkefni, stundaðar hollar íþróttir og farið í vettvangs- fcrðir. I lok vikunnar var foreldr- um boðið að skoða árangurinn og þar var einnig sýnt leikritið „Smá- fuglarnir“ eftir Ióunni Steinsdóttur sem nemendur 8. og 9. bckkjar fluttu undir stjórn hins gamal- reynda lcikstjóra Aðalstcins Hjart- arsonar sem nýkominn er frá Kína hingað norður á gamlar slóðir.hjhj Merki Húsanbakkaskóla er eflir Söndru Björk Marteinsdóttur. Gallvaskur í göngur næsta haust - Beisi á Ingvörum fékk nýtt nýra í Gautaborg Eiður Steingrímsson eða Beisi á Ingvörum eins og flestir kalla hann, er nýkominn heim frá Gautaborg í Svíþjóð. Þangað fór hann með hraði þann 5. febrúar s.I. þeirra erinda að fá grætt í sig nýtt nýra á Salgrenska Sjukhus- et í Gautaborg. Undanfarin 5 ár hefur Beisi þraukað án nýrna og haldið lík- amsstarfseminni gangandi með því að tappa á sig svokölluðum kvið- skilunarvökva 4 sinnum á sól- arhring. Aður hafði hann verið í nýmavél í fjóra mánuöi þannig að segja má að heilsufarið hafi ekki verið upp á marga fiska að undan- fömu. Sjúkdómssaga hans er þó mun lengri, sennilega allar götur frá barnæsku. En nú er Beisi semsagt kominn með nýtt og gott nýra og kennir sér einskis meins. Norðurslóó hitti hann að máli fyrir helgina í hest- húsinu í Hringsholti þar sem hann var að stússast kring um hrossin. Hann er þegar tekin til við að ríöa út en í síðustu viku fór hann til Reykjavíkur að láta fjarlægja slöngumar sem áður héldu í hon- um lífinu en heyra nú fortíðinni til. Ertu búinn að bíða lengi eftir nýju nýra? - Ja, ég var á skrá í dönskum líffærabanka og hef verið þar í bið- röð eftir nýrum í nokkur ár. Danir sitja hins vegar fyrir þar en útlend- ingar fá afgreiðslu ef Danimir geta ekki nýtt sér hana. Það var svo bara núna í fyrra aó ríkið gerði samning við Salgrenska í Gauta- borg. Þar sitjum við við sama borð og Svíar og þar af leiðandi gengur afgreiðslan fljótar fyrir sig þar. Eg var kominn þar á skrá fyrir jól. Eg fór þá í mikla rannsókn hér heima. Það þarf að senda upplýsingar um ótal atriði, s.s. blóóflokka og eitt og annað sem ég kann varla að nefna. Þann 5. febrúar kom sem- sagt kallið. Það var hringt í mig kl. 2 um nótt og ég var kominn í aðgeróina í Gautaborg kl. 6 um kvöldið. Og aðgerðin hefur heppnast vel? - Já, já, ég fann strax mun þegar ég vaknaði. Eg hef alltaf haft verki öðru hvoru og það hefur smám saman verið að draga af mér. Nú er ég alveg laus við verkina og kenni mér einskis meins. Eg lá í hálfan mánuð á spítalanum en fór síðan á lítió heilsuhæli skammt frá þar sem ég dvaldi í 5 vikur. Voru fleiri Islendingar þarna? - Já, þama voru þónokkrir Islendingar. Fólk sem var að bíða eftir ýmsum líffænim, s.s. hjarta, lungum og lifur. I þeim tilfellum þarf fólk aó bíða á staðnum. Þama var t.d. Húnvetningur sem grætt var í hjarta nú fyrir skemmstu. Hvenœr ferð þú svo að vinna aftur? - Eg reikna með að geta byrjað að vinna núna upp úr mánaðamót- um. Það er ekkert sem mælir gegn því. Eg má fara á bak en ég má ekki hlaupa neitt næstu mánuóina. Þú mœtir þá gallvaskur í göng- ur nœsta haust? - Já, ég reikna með því, segir Beisi og hlær. Við óskum Beisa til hamingju meó nýraö og endurheimta heilsu. hjhj FréttahorniÐ Fiskmiðlun Norðurlands h/f hef- ur ákveóið að starfrækja skoð- unarstofu á sínum vegum. Nokkur af stærstu sölufyrirtækjunum í sjávarútvegi hafa aó undanfömu verið að setja á stofn skoðunarstof- ur og hafa þær þá verió staðsettar á Reykjavíkursvæðinu en nú er Fisk- miðlun búin að ákveða að stofn- setja eina Skoðunarstofu Noróur- lands. Skoðunarstofur yfirtaka eft- irlitshlutverk sem hefur verið hjá Ríkismati sjávarafurða sem nú verður lagt niöur. Skoðunarstofur gera úttekt á bátum og fiskverkun- arhúsum, einnig úttekt á afurðum en aðstoóa framleiðendur við að koma á eftirliti innan fyrirtækjanna sem er virkasta aðferðin við eftir- lit. Að undanförnu hefur verið tals- verð fiskigengd á grunnslóð víða um land. Eyjafjörðurinn hefur ekki verið nein undantekning. Mikil veiði hefur verið hjá trillum og smábátum hér á víkinni og á milli Hríseyjar og lands að vestan- verðu.Síðastliðinn laugardag mátti sjá 11 smábáta milli lands og eyjar. Hér voru á ferðinni bátar með net, línu eða handfæri. Allir voru þeir að veiða þokkalega dagana á und- an. Hins vegar hefur grásleppu- veiði verió treg og á sama tíma voru einungis þrír grásleppubátar á veiðum hér að vestanverðu í firð- inum. Lúðrasveit skipuó börnum úr Svarfaðardal, af Árskógs- strönd, Dalvík og Ólafsfirði hefur verið að festa sig í sessi í tónlistar- lífinu hér við utanverðan Eyja- fjörð. Nýverið fór sveitin suður til Reykjavíkur og lék þar í Ráðhús- inu, í beinni útsendingu á Bylgj- unni og heimsótti svo skólalúðra- sveit Laugamesskóla. Að sögn Ei- ríks Stephensen stjómanda sveitar- innar gekk ferðin ákatlega vel og bömin, 21 að tölu, stóóu sig með prýði. Þau fóru suður með rútu fimmtudaginn 15. apríl, léku á Bylgjunni morguninn eftir og í Ráðhúsinu síðdegis. Á laugardag- inn voru æfingar með skólalúðra- sveit Laugarnesskóla og síðan tón- leikar síðdegis. Heim var svo farið á sunnudegi. Krakkamir í sveitinni eru á aldrinum 11 -15 ára, en af ein- hverjum ástæðum er ríflega helm- ingurinn á sama árinu, 14 ára, hvort sem sá árgangúr er óvenju- lega músíkalskur eða tilviljun ræó- ur. Sveitinni hefur vaxið fískur um hrygg og hlotið viðurkenningar og styrki frá Sæplasti, Menningar- sjóði Svarfdæla, sveitarstjómum Svarfaðardals, Ólafsfjarðar og Ár- skógsstrandar auk þess sem Lions- klúbbur Dalvíkur hefur ákveðið að styrkja þetta ágæta unglingastarf. Eiríkur sagði að ferðir eins og sú sem farin var til Reykjavíkur hefðu ómetanlegt gildi fyrir starfsemi sveitarinnar. „Þær auka sjálfstraust þeirra og samheldni, auk þess hversu skemmtilegar þær eru,“ sagði hann.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.