Norðurslóð - 28.04.1993, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 28.04.1993, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ — 5 Ferðafélag Svarfdæla vaknar af dvala Ferðalög um svarfdælska fjallahringinn eru efst á stcfnuskrá Ferðafélags Svarfdæla. Hér er hópur á leið upp að Nykurtjörn. Mynd: hjhj Ferðafélag Svarfdæla var stofn- að árið 1963 og voru stofnfélagar þess hvorki fleiri né færri en 106 talsins. Eins og þessi fjöldi vitnar um var á þessum tíma að vakna mikill almennur áhugi á ferða- Iögum um landið en þar sem bíl- ar voru ekki hvers manns eign í þá daga sáu menn möguleika á að láta ferðadrauminn rætast í skipulögðum hópferðum í rútu- bílum um vegi og óvegi þessa lands. Einnig var á þeim árum töluverður áhugi meðal félags- manna á að ryðja bílfæra fjall- vegi hér í nágrenninu s.s. eins og upp á Böggvisstaðafjall, að Skeiðsvatni, og yflr Heljardals- heiði. Var þessum draumum sumurn hrint í framkvæmd eins og kunnugt er. En tímarnir breytast og smám saman fjölgaði einkabílum. Þá gat hver sem er oróið sinn cigin farar- stjóri í eigin bíl og rútuferðalögin lögðust af að mestu nema þá helst feróir um öræfin. Um 1970 má segja að félagið haíi sofnað útaf og lá starfsemi þess niðri mestan part áttunda áratugsins. En árið 1979 var blásið í her- lúðra og félagió endurvakið. Nú voru það gönguferðir sem félagið skyldi helst einbeita kröftum sín- um aö og þá ekki siður bygging gönguskála á fjalllendinu milli Svarfaðardals og Skagafjaróar. I tæpan áratug voru farnar regluleg- ar ferðir á vegum félagsins, gengn- ar allar helstu fjallaleiðir úr Svarf- aðardal og einnig famir göngutúr- ar i öðrum byggðum svo sem í Héðinsfjörð, i Fjörður, og á Látra- strönd svo dæmi séu tekin. Merk- asta afrek félagsins er þó vafalaust bygging fjallaskálans á Tungna- hrygg sem lokið var í mars 1982. Sá skáli hefur nú staðið af sér storma og él í meira en 10 ár og hýst ófáa göngulúna ferðamenn svo ekki sé minnst á vélslcða- mennina sem skjótast þangað part úr degi þegar veður og færi leyfir. Ný stjórn En nú hcfur starfsemi félagsins legið verió í lágmarki um nokkurra ára skeið og skipulegar ferðir á vegum þess ekki verið farnar. Við svo búið má þó ekki standa lengi og núna á annan í páskum 1993 var enn á ný blásið til orrustu. Kvaddir voru saman nokkrir félag- ar og ný stjórn kosin. I henni eiga sæti: Hjörleifur Hjartarson formaður Sveinbjörn Steingrímsson ritari Brynjólfur Sveinsson gjaldkeri Dagbjört Jónsdóttir og Kristján Hjartarson meðstjómendur. Sumaráætlun félagsins er nú í mótun og veróur auglýst þegar þar að kemur í héaðsblöðunum og víð- ar. M.a. hefur verið rætt um aó sameiginlega rútu- og gönguferð mcð Ferðafélaginu Hörg í Hörgár- dal vestur í Austurdal í Skagafirði. Einnig verður síðsumars gengið á Tungnahrygg, gist þar eina nótt og e.t.v. málaó og dyttað að húsum. Þess má geta aó undanfarin ár hafa skagfirskir fjallamenn vanið þang- að komur sínar og nú fyrir nokkr- um dögum fluttu þeir þangað efni í kamar einn ágætan sem ætlunin er að reisa þar í sumar. Það er sem sagt eitt og annaö á döfinni en fyrsta mál á dagskrá verður stutt gönguferð fram í Stekkjarhús - einskonar herkvaðn- ing sem allir sem áhuga hafa á eru hvattir til aó taka þátt í. Sú ferð verður snemma í maí og verður auglýst þegar þar að kemur. hjhj Nýr einkarekinn leikskóli á Dalvík? - Bæjarstjórn tekur ákvörðun á þriðjudaginn um hvort keypt verður hús undir nýjan leikskóla eða byggt við Krílakot Dagvistarmál hafa töíuvert verið til uniræðu á Dalvík að undan- förnu. Astæðan er sú að Krílakot er hætt að anna eftirspurninni eftir Ieikskólaplássi og biölistarnir hafa verið að lengjast. Dag- mömmur eru nokkrar starfandi í bænum, en þótt sú ágæta stétt vinni þarft verk og mæti brýnni þörf bæjarbúa geta þær aldrei veitt jafngóða þjónustu og vel búinn og mannaður leikskóli. Bæjarstjórn hcfur fjallað um dagvistarmálin um nokkra hríð og velt fyrir sér ýmsum kostum og nú er helst rætt um að leita að húsi til kaups fyrir nýjan leikskóla. I röð- um meirihlutans, amk. fulltrúa Sjálfstæóisllokksins, er áhugi fyrir því að rekstur hans verði ekíci í höndum bæjarstjórnar eins og Krílakot heldur sé æskilegast aó bjóða reksturinn út. Er stcfnt að því að nýi leikskólinn verði kom- inn í gagnið þegar sumarleyfum lýkur í haust. 50 börn á biðlista Félagsmálaráð gerði í fyrra könn- un meðal foreldra barna á aldrin- um 0-6 ára og bað þá að lýsa þörf- inni fyrir barnagæslu. Samkvæmt þcirri könnun reyndist vera grund- völlur fyrir litla deild fyrir börn sem þurftu á að halda hcilsdags- plássi á leikskóla, en á Krílakoti er einungis boðið upp á hálfsdags- vist. Um það leyti sem könnunin var gerð voru á fjórða tug barna á bið- lista eftir leikskólaplássi, en þeim fjölgaði ört á árinu og í haust taldi biölistinn yfir 50 börn. Þau börn voru alls ekki öll „á götunni" ef svo má segja. Nokkur hluti þeirra var hjá dagmæðrum og önnur hjá ættingjum. Hins vegar var ljóst að töluvcrt vantaði upp á að bærinn fullnægði brýnustu þörfinni fyrir leikskólapláss, hvað þá að hann uppfyllti þá lagaskyldu scm lögð var á sveitarfélög mcð gildistöku leikskólalaganna, en samkvæmt þeim á að veita öllum forskóla- bömum frá hálfs árs aldri mögu- leika á leikskóladvöl. Viðbygging eða nýtt hús? Málið komst á dagskrá bæjarráðs eftir að niðurstöður könnunarinnar lágu fyrir. Þá var líka ljóst að fyrir- tæki í bænum voru farin að finna fyrir því aö skortur á leikskóla- plássi hamlaði gegn því að þau fengju vinnuafl. Gunnar Aóal- björnsson framkvæmdastjóri Frystihúss KEA lýsti því yfir á bæjarstjórnarfundi í haust aó fyrir- tæki hans vantaði vinnuafl og að honum væri kunnugt um konur sem vildu koma til starfa en fengju ekki inni fyrir börn sín á Krílakoti og treystu sér ekki til að greiða þann taxta sem dagmæður setja upp fyrir bamagæslu. Ymsar hugmyndir komu upp í umræðum bæjarráðsmanna og annarra sem um málið fjölluðu. Einkum var rætt um tvær leiðir: annars vegar að byggja við Kríla- kot samkvæmt teikningu sem til er af viðbyggingu; hins vegar að kaupa nýtt hús og stofna þar annan leikskóla eða reka hann sem deild frá Krílakoti. Nú má ráða af um- mælum bæjarstjómarmanna að síðari leiðin verði farin. Ræóur því einkum aó hún er fljótvirkari því vióbygging tekur nokkurn tíma en verði keypt hús undir leikskóla gæti hann verið kominn í gagnið strax í haust. Bráðabirgðalausnir Einnig hefur verið rætt um Ieiðir til að bæta strax úr brýnasta vandan- um. Bæjarráósmenn hafa bent á að nýting á plássi á Krílakoti mætti vera meiri og hafa rætt þann mögu- leika við starfsfólk leikskólans að bömum verði fjölgað á deildum. Fyrir því er fordæmi frá Reykjavík þar sem fóstrur og borgaryfirvöld hafa samió um svonefnt ábatakerfi sem felst í því að fóstrur taka við fleiri bömum en áður gegn hlut- dcild í þeim sparnaði sem af því hlýst. Svipaðar hugmyndir hafa verið til umræðu í kjarasamning- um annarra sveitarfélaga og Fóstrufélagsins en náóu ekki fram að ganga í síðustu lotu. Önnur hugmynd er sú að bær- inn greiði niður mismuninn á gjaldinu sem foreldrar greiða fyrir pláss í Krílakoti og taxta dag- mæðra. Með því yröi þeim sem ekki hafa efni á að vista böm sín hjá dagmæðrunt gert þaö kleift. Þetta er þó fyrst og fremst hugsað sem millibilsástand þangað til leik- skólaplássunum fjölgar. Þetta var samþykkt og tók gildi í aprílbyrj- un. Loks hefur verið rætt um mögu- leika á heilsdagsvistun bama í Krílakoti, en nú er einungis boðið þar upp á hálfsdagsvistun eins og áður segir. Trausti Þorsteinsson forseti bæjarstjórnar hefur rætt þennan möguleika í útvarpsviðtali og lýst áhuga bæjarstjómar á að bjóða upp á sveigjanlegri gæslu- tíma en nú er í boði, til dæmis sex tíma vistun. * Akvörðun í næstu viku Þessar hugmyndir eru allar til um- ræðu og að sögn Trausta hyggst bæjarráð leggja fram tillögur sínar á bæjarstjómarfundi sem haldinn verður næstkomandi þriðjudag. Þá skýrast Iínurnar væntanlega í þessu máli sem snertir stóran hluta bæj- arbúa. Brýnt er að fjölga leikskóla- plássum og bjóða upp á lengri vist- un sem fyrst því þar er margt í húfi. Það er í fyrsta lagi staðreynd aó venjulegar fjölskyldur þurfa tvær fyrirvinnur og geti Dalvíkurbær ekki boðið fólki upp á fullnægj- andi lausnir er hætta á að fólk fari að svipast um eftir öðrum stað til að búa á. I öðru lagi hamlar skortur á leikskólaplássi þróun bæjarins, ekki síst atvinnufyrirtækjanna. Og síðast en ekki síst ætti stöndugt sveitarfélag á borð við Dalvík að sjá sóma sinn í því að búa vel að börnum sínum og tryggja þeim þau sjálfsögðu mannréttindi sem leik- skóladvöl er. -ÞH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.