Norðurslóð - 28.04.1993, Page 6

Norðurslóð - 28.04.1993, Page 6
6 — NORÐURSLOÐ Afí og amma Fratnhald afbls. 3 líf viö sandinn, en þar getur brimað fljótt, ef áttin er norðaustan. Bátur- inn kom að með þeim fyrstu. Enginn minntist á annað en aö áætluninni væri fylgt, þó að kvikan væri sýnilega vaxandi. Þegar báturinn ýtti frá landi, kallaði afi á eftir þeim: „Hafiði hraðann á, drengir, og hlaðió ekki bátinn mikið.“ Ef allt hefði gengið eftir áætlun, hefðu þeir ekki átt að vera nema tvo klukkutíma í ferð- inni og þá verið komnir í björtu til baka. En þetta fór á annan veg. Þeir máttu bíöa lengi eftir af- greiðslu á saltinu, og farið var að rökkva, þegar þeir komust á stað, og auk þess var orðið dimmt í lofti og hríðarmugga. Um dagsetur heyrðist til bátsins koma. Bar þá komió nokkurt brim, en þó ekki svo, að erfitt væri að lenda, ef bjart hefði verió. En nú var hættan sú, að ekki sást til þess að taka lag og í uppgangi brims koma oft stakar þungar öldur, sem illt er að varast í myrkri. Margar skipshafnir voru samankomnar að taka á móti bát- num, hraustir drengir, sem hugðust láta hendur standa fram úr ermum aó bjarga bát og mönnum á land, þegar til þeirra næðist. Svo sást úr landi að tekinn var brimróður. Allt sýndist ganga vel í fyrstu, en þegar báturinn var að nálgast brimgarð- inn, sást stór alda á eftir, en nú var ekki um annað að gera en halda áfram og freista þess að hafa sig undan henni. En það tókst ekki. Hún sprakk aftan yfir bátinn, skol- aói sumum mönnunum fyrir borð, en aórir héngu á bátnum, sem al- dan bar á faldi sínum svo nærri landi aö til hans náðist. Margar hendur voru til taks að bjarga því sem bjargað varð. Allt gerðist á samri stundu, bát var bjargað, lítið skemmdum og menn tíndir upp á sjónum. Sumir sem losnað höföu við bátinn höfðu ekki sleppt árinni, og sást því hvað þeim leið. Þá vantaði einn... Nú héldu allir, að allt væri búið. En þegar að var gáð, þá vantaði einn manninn. Tveir af sonum afa voru á bámum, Jón, sem hangió hafói á bátnum og var mikið meiddur, hafði fengið slæmt kvið- slit, og bar hann menjar þess með- an hann lifði. Hinn var Jóhann Baldvin, 22 ára, og reyndist það vera hann, sem vantaði. Til hans hafði aldrei sést. menn áttu von á því, að lík hans mundi berast upp á hverri stundu, en það varð ekki. Sjórinn skilaði því aldrei. Flestir mannanna voru eitthvað meiddir. Hafði holskeflan valdið því, þegar hún skall yfir bátinn, en enginn var svo illa farinn, að hann bæri þess menjar nema Jón. I sjóbúðunum var ömurleg nótt. Allir voru alvotir eftir björgunina, og menn skiptust á aö hafa vakt meðfram sjónum, ef líkið bærist að landi. Það var komið fram á nótt, þegar afi lagði af stað heim. Áður en hann fór, vék hann sér að kunn- ingja sínum og lét í ljósi við hann, að hann óskaði þess, að aðgæsla yrði höfð með því, ef eitthvað bær- ist aö landi um nóttina austur með sandinum. Sjálfur kvaóst hann mundu koma meó birtu nióur eftir aftur. Maðurinn kvað honum óþarft að flýta sér niður eftir, allt yrði gert sem hægt væri til að hlúa að mönnum og gera annað sem gera þyrfti, því nógur mannskapur væri fyrir hendi, þar sem enginn bátur mundi róa. Svo lagði hann á stað út í dimma haustnóttina, en það gerði honum ekki til, leiðin var honum kunn. Oft hafði hann borið þungar byrðar heim aó Ingvörum, Umboðsmenn Happdrættis DAS á norðurslóðum Akureyri: Slysavarnadeild SVFI Dalvík: Strandgötu 11 « 26565 Verslunin Sogn Hrísey: Goðabraut 3 «61300 Erla Sigurðardóttir Ólafsfjörður: Flólabraut 2 «61733 Verslunin Valberg Siglufjörður: Aðalgötu 16 « 62208 Verslun Gests Fanndal Grímsey: Suðurgötu 6 «71162 Vilborg Sigurðardóttir Grenivík: « 73101/73100 Guðrún ísaksdóttir Húsavík: «33121/33175 Jónas Egilsson Mývatn: Árholt «41405 Ingibjörg Þorleifsdóttir «44125 Dregið 7. maí - Aðeins 600 kr. miðinn Allir fá vinning í 1. flokki Fjórfaldur miði í DAS80 pottunum þar sem aðeins er dreaið úr seldum miðum en aldrei aóra eins og nú, að þurfa að flytja konu sinni þær fregnir, að annar sonur þeirra væri týndur, en hinn stórslasaður. Oft heyrði ég um atburð þennan talað, þegar ég var unglingur. Seinna var mér sagt frá honum af manni, sem á bátnum var. Aldrei heyrði ég neinn ávæning af því, að um klaufaskap hefði verið að ræöa, aðeins slysni. Ævilok í Gullbringu Árið 1882 giftist Anna móðir mín Sveinbirni Halldórssyni í Brekku og fluttist þangað. Tók hún þá með sér Hjörleif bróður sinn 12 ára, og var hann hjá henni til fullorðins- ára. 1884hættu gömlu hjónin búi á Ingvörum. Var þá sjón afa mjög farin aó daprast og þau bæði orðin þreytt eftir strangan vinnudag, en þau sáu þó góðan árangur af lífs- starfi sínu, uppkomin mannvænleg 7 böm. Eftir þetta voru þau mest á vegum Sigurðar sonar síns og Þor- bjargar konu hans, ýmist á Tjöm eða í Gullbringu, og þar dóu þau bæði, hún 1898, en hann lifði í 12 ár enn eða til 1910. Hafði hann þá, hinn hrausti starfsmaður, verið blindur síðasta áratug ævinnar, gjörþrotinn að heilsu og rúmliggj- andi síöustu fjögur árin. Böm þeirra hjóna voru: 1. Kristín Guðrún, fædd 1. ágúst 1854. Mun hafa dáið um sex- tugt, þá til heimilis á Grenivík. 2. Jón Tryggvi, fæddur 6. mars 1856, dáinn 1948. 3. Þorleifur Tryggvi, fæddur 29. október 1857, dáinn 1949. 4. Jóhann Baldvin, fæddur 7. ágúst 1859, dáinn 14. nóvember 1881. 5. Kristján, fæddur 28. júní 1861, dáinn 4. ágúst 1863. 6. Anna Margrét, fædd 30. júlí 1863, dáin 27. maí 1947. 7. Sigurður Benedikt, fæddur 18. pktóber 1864, dáinn 1925. 8. Ámi, fæddur 13. júní 1867, dá- inn 1940. 9. Hjörleifur Baldvin, fæddur 22. október 1870, dáinn 1949. Þetta er rifjað upp og ritað í jan- úar 1958. Jóhann Sveinbjarnarson Stökur mán- aðarins IX Stökumar þrjár í þessum þætti eiga að hefjast á bókstöfunum F, G og H. Er ekki sjálfsagt að heiðra gömlu, góðu vísuna hans Sveinbjamar Egilssonar, þessa sem öll íslensk böm þurfa að kunna. F. Fljúga hvítu fiðrildin jyrir utan glugga. Þarna siglir einhver inn ofurlítil dugga. G. Góðu börnin gera það, guð sinn lofa og biðja, lœra að stafa og lesa á blað, líka margt gott iðja. Þetta var ein af „heilræðavís- um“ Hallgríms sálaða Pétursson- ar, þess sem orti Passíusálmana. H. Hann var alinn upp við slark, útilegur, skútuhark. Kjörin settu á manninn mark meitluðu svip og stœltu kjark. Þessi síðasta staka er tekin úr rímnabálkinum um Stjána bláa eftir Öm Amarson (Magnús Stefánsson). Næstu 3 stökur eiga að byrja á bókstöfunum I, í og J, ekki satt? Norðurslóó fær stundum bréf frá kunningjum sínum, jafnvel á fjarlægum, afskekktum stöðum. Vitið þið hvar Skáleyjar eru? Þaö veit ég því ég var einusinni svo stálheppinn að vera boðinn þangað og þar gisti ég eina nótt. Skáleyjar eru á Breiðafirði langt norð-austan við Flatey. Það er mikill ævintýrahcimur, scm gaman er að kynnast. Á bújörðinni Skáleyjum búa tveir bræður. Annar þeirra heitir Eysteinn Gíslason. Hann hefur eins og svo margir íslendingar gaman af að setja saman vísur af ýmsu tilefni. Hann hefur líka gaman af að setja saman torbom- anlega fyrriparta og botna þá jafnvel sjálfur. Dæmi: Bak við lágt og lítið kuml lostinn magnar káfog þukl. (Strokur, kossa, óp og uml: ástalífsins gldrakukl). Vorið herðir sína sókn, sólarmáttar birtir teikn. (Vœnlegt er efykkur þókn- ast að hörfa, vetrarfeikn). Krummi brattur brýnir gogg, bóndans harðnar lófasigg. (Ærnar rísa upp við dogg, annars velta þcer um hrygg). Nú er blessað blíðalogn, berst að eyrum lœkjarhvísl. (Borðaði Stalín styrjuhrogn? Stundaði Hitler valdasýsl? Gigtin þreytir aldna öln, augun slokkna, daprast hlust. (Eyrarrós á engi foln- ar við haustsins kalda gust). Vel að verki staðið. Gerir ein- hver bctur? Það er kyndugt, að um leið og ég legg frá mér bréf frá Skáleyj- um á Brcióafiröi kemur upp í hönd mér vísnabréf frá Syðri- Skál, fúllu nafni Syðri-Leik- skálaá í Köldukinn. Konan á bænum heitir Svanhvít Ingvars- dóttir og er mikill vísnavinur. Við ætlum að nota eitthvað af stökunum hennar í næsta blaði. Ég þakka þessum og öllum öðrum velunnurum blaðsins góðar hugsanir og uppörvandi oró. HEÞ Ný þjónusta Blóma- búðin Ilex framkallar ljósmyndir Margir hafa orðið til að bölva því að engin framköllunarþjón- usta skuli hafa verið á Dalvík. Vilji menn ekki bíða einhverja daga eftir framköllun hafa þeir orðið að leggja á sig ferð til Ak- ureyrar og bíða þar meðan verið var að framkalla. I fyrrasumar var starfandi á vegum Dalvíkurbæjar nemandi við Háskólann á Akureyri sem átti að gera tillögur um nýjungar í at- vinnumálum staðarins. Hann benti meðal annars á að framköllunar- þjónusta væri nauðsynlegur hlekk- ur í þjónustu við ferðafólk - og að sjálfsögðu einnig heimamenn. I framhaldi af þessu tóku þau hjónin Símon J. Ellertsson og María Snorradóttir sig til og könn- uðu grundvöll svona þjónustu. Þau reka sem kunnugt er blómabúðina Ilex við Skíðabraut og nú hafa blómin orðið að víkja úr hluta hús- næðisins fyrir vélasamstæðu sem getur framkallað filmur og sett myndir á pappír. Samstæðan getur framkallað litfilmur og einnig eina gerð af svarthvítum filmum. Þá taka þau að sér stækkanir á mynd- um og taka auk þess passamyndir af þeim sem þurfa aö hressa upp á ökuskírteinið. Þetta verður að teljast fagnaóar- efni og vonandi sjá Dalvíkingar og aðrir íbúar hér við utanverðan fjörðinn sóma sinn í að skipta við Ilex svo þessi þjónusta megi vinna sér fastan sess. -ÞH Sparisjóður Svarfdæla, B 3 cz> ÖJD QJ *o QJ o Gleðilegt sumar 1993 Dalvík O <T> Oj h- ET CfQ C« C 3 H* Wfl 'eiæpjiíAg inQoísuedg

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.