Norðurslóð - 28.04.1993, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 28.04.1993, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ — 7 ✓ Ur menningarlífimi: Góð sýning - lítil aðsókn - Mikil gróska í tónlistarlífinu, einkum hjá kórunum Scinnihluti vetrar er ailtaf mesti annatími þeirra sem við list- sköpun fást og þá jafnframt þeirra sem áhuga hafa á að njóta lista og menningarviðburða. Þetta ár er engin undantekning þar á og einkum hefur verið hér erill af heimsóknum kóra. Kórar eiga það til að leggjast í flakk og í ár virðist þaó flakk eink- um beinast að utanverðum Eyja- firði. Fyrstur kom Háskólakórinn og hélt afar skemmtilega tónleika á vegum Utlistar í Dalvíkurkirkju. Kórinn hefur á þeim tveim áratug- um sem hann hefur starfað lagt áherslu á flutning íslenskrar tón- Iistar og tónleikarnir hér voru eins og þverskurður af íslenskri tón- listarsögu, allt frá cldfornum tví- söng til dægurlaga nútímans. Inn- an kórsins starfar líka tvöfaldur karlakvartett sem söng stór- skemmtilega. Næstur kom Kirkjukór Skaga- strandar og söng við messu ásamt Kór Dalvíkurkirkju. Þá var röðin komin að Rökkurkórnum úr Skagafirði sem hélt sjálfstæða tón- leika í Dalvíkurkirkju og um síö- ustu helgi heimsótti sameiginlegur kirkjukór frá Eskifirði og Reyðar- firði Dalvík og söng í messu. Dalvíkurkirkja er greinilega orðin vinsælt tónleikahús því tölu- veró aukning hcfur orðió á eftir- spurn eftir að syngja i henni. Til dæmis hefur Tónlistarskólinn á Akureyri efnt til nemendatónleika í kirkjunni nú nærri páskum og kirkjan er komin inn í samstarf um Sumartónleika á Norðurlandi sem fara fram í sjöunda sinn í sumar. Strompleikur í Ungó Leiklistin blómstrar sem áður þótt almenningur megi kannski sýna henni meiri áhuga en raunin er. Leikfélag Dalvíkur sýndi Stromp- leikinn eftir Halldór Laxness í leikstjórn Þráins Karlssonar og tókst mjög vel upp að dómi þeirra sem sáu. Gagnrýnendur voru mjög ánægðir og sögðu sumir að loksins hefói tekist að setja þetta leikrit Nóbelsskáldsins upp á þann hátt sem því ber. Þetta er ánægjulegt fyrir Leikfélagið, ekki síst í ljósi þess að í ár tóku óvenju margir ný- liðar þátt í uppsetningunni. Af átján leikendum voru 11 að stíga sín fyrstu skref á fjölum Ungó. En félagið er ekki eins ánægt með aðsóknina. Sýningar urðu að- eins sjö og þar af var einungis einu sinni uppselt. Leiklistaráhugi al- mennings er fyrirbæri sem seint verður hægt að reikna út, en að þessu sinni virtist allt vera fyrir hendi: góð sýning, vinsæll höfund- ur og góðar viðtökur gagnrýnenda og þeirra sem sáu. Samt vantaði eitthvað til að draga fólk í Ungó. En leikfélagsfólk tekur þessu mót- læti af karlmennsku og segir eins og ónefndir kollegar þess: Það gengur bara betur næst. -ÞH Gíróseðlarnir koma í maí Lesendum sem sakna hinna árvissu gíróseðla með ákrift- argjaldi Norðurslóðar skal tjáð að þeir geta tekið gleði sma á ný í næsta mánuði. Vegna tafa í prentun seðl- anna varð að fresta útsend- ingu þeirra til næsta blaðs. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík Fundarboð Boöaö er til fundar stofnfjáreigenda Sparisjóðs Svarfdæla, sem jafnframt er framhaldsaðalfundur Sparisjóðsins. Fundurinn verður haldinn 1. maí n.k. í Víkurröst og hefst kl. 13.30. Fundarefni: 1. Kosning samkvæmt nýjum samþykkt- um Sparisjóðsins. 2. Dagskrá í tilefni sameiningar Sparisjóðs Svarfdæla, Sparisjóðs Arskógsstrandar og Sparisjóðs Hríseyjar. Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla Sendum viðskiptavinum okkar Norðurslóð nœr og fjœr bestu óskir um sendir lesendum sínum og velunnurum bestu óskir um gleðilegt sumar GLEÐILEGT SUMAR FISKMIÐLUN NORÐURLANDS HF. NORFISH LTD. KEA Dalvík sendir starfsfólki og viðskiptavinum sínum bestu kveðjur og óskir um gleðilegt sumar Þökk fyrir viðskiptin ó liðnum vetri KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ÚTIBÚIÐ Á DALVÍK

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.