Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 1
;iy»i Svarfdælsk byggð & bær 21. árgangur Þriðjudagur 25. mars 1997 3. tölublað Sameiningarnálið Boltinn hjá Þresti Sameiningarferlið heldur áfram. Umræðuhópar um einstök málefni hafa skilað af sér vangaveltum sínum. Þröstur Sigurðs- son hjá Rekstri og Ráðgjöf sem leitt hefur sameiningarferlið er nú að vinna úr þeim punktum sem umræddir umræðuhópar skiluðu af sér. Á grundvelli þeirra vinnur hann væntanlega hug- myndir um skipan nýs sveitarfélags og er þess fljótlega að vænta að það verði gert lýðum ljóst. Ekki hefur þó enn fengist vitneskja um hvenær af því verður. Ætlunin mun vera að boða fjölmiðla til fundar þegar þar að kemur og kynna þeim hugmyndirnar en í kjölfar þess verður boðað til al- mennra kynningarfunda svo alþýða manna fái myndað sér skoðanir um málið áður en kosið verður um það í vor. hjhj Dýralæknishér- aðið lagt niður? Skíðamót Isiands A Keppt á Dalvík og Olafsfírði Skíðamót íslands verður haldið um páskana eins og vanalega og að þessu sinni fer það fram í Dal- vík og Olafsfirði. Búist er við mörgum þátttakendum svo það ætti að verða líflegt í skíðabrekk- unum um páskahelgina. Sjálf keppnin, að göngunni undan- skilinni, fer fram í syðstubrekk- unum tveimur, Stallabrekku og Kvennabrekku, en aðrir hlutar fjallsins verða opnir almenningi. Eins og fram kemur í dagskrá mótsins hér á eftir hefst keppnin á Dalvík á Skírdag kl. 11 með fimm km göngu kvenna. Keppendur verða ræstir út á íþróttavellinum neðan sundlaugar og er tilvalið fyrir al- menning að fylgjast með keppninni. Dagskrá mótsins verður þannig: Fimmtudagur 27. mars: Dalvík kl. 11:5 km ganga kvenna (frjáls aðferð), 10 km ganga pilta (frjáls aðferð) og 15 km ganga karla (frjáls aðferð). Kl. 20 verður mótið formlega sett með athöfn í Dalvíkurkirkju. Föstudagur 28. mars: Dalvík kl. 9:30: stórsvig karla, fyrri ferð; kl. 10:30: stórsvig kvenna, fyrri ferð; kl. 12: stórsvig karla, seinni ferð; kl. 13: stórsvig kvenna, seinni ferð. Ólafsfjörður kl. 15: 3X3,5 km boð- ganga kvenna og 3X10 km boð- ganga karla. Laugardagur 29. mars: Ólafsfjörður kl. 9:30: svig kvenna, fyrri ferð; kl. 10:30 svig karla, fyrri ferð; kl. 12: svig kvenna, seinni ferð; kl. 13: svig karla, seinni ferð; kl. 15: skíðastökk. Sunnudagur 30. mars: Dalvík kl. 10:30: risasvig/sam- hliðasvið kvenna; kl. 11:15: risasvig/samhliðasvið karla. Ólafsfjörður kl. 14: 7,5 km ganga kvenna (hefðbundin aðferð), 15 km ganga pilta (hefðbundin að- ferð) og 30 km ganga karla (hefðbundin aðferð); kl. 18: mótsslit og verðlaunaafhending í Tjamaborg, Ólafsfirði. Svo kann að fara að Dalvíkur dýralæknishérað verði lagt nið- ur fljótlega ef drög að frumvarpi um ný dýralæknalög ná fram að ganga. Ólafur Valsson dýra- læknir telur ekki ólíklegt að svo geti farið og býr sig nú undir að flytja sig um set. Frumvarpsdrögin hafa verið til umfjöllunar í Landbúnaðarráðu- neytinu og á Búnaðarþingi og munu væntanlega fara næst fyrir Land- búnaðamefnd og síðan inn á þing nema eitthvað óvænt gerist. Breyt- ingar á dýralæknalögum koma í qDALVIK ERBS9 £ LL, >OI.H OLAFSFIRÐIQ Merki íslandsinótsins. kjölfar athugásemda Samkeppnis- stofnunar vegna ósamræmis milli samkeppnislaga og dýralækna- laga. Athugasemdimar lúta að því að óæskilegt sé að sami dýralækn- irinn hafi með að gera eftirlit á ákveðnu svæði og selji auk þess þjónustu sína. Samkvæmt fmm- varpsdrögunum verður núverandi kerfi héraðsdýralækna lagt niður. Stofnuð verða embætti eftirlits- dýralækna með stærri umdæmi. Þannig verða Eyjafjarðarsýsla og Skagafjarðarsýsla eitt umdæmi ef af verður. Að öðru leyti verður hverjum dýralækni með réttindi frjálst að starfa þar sem honum sýnist og bændum og öðrum sem á þjónustu þeirra þurfa að halda þá einnig frjálst að leita til þeirra sem þeim fellur best í það og það skipt- ið. Ólafur Valsson sagði í samtali við blaðið að hann væri við því búinn að lögin yrðu að veruleika. Þegar tekjumar ráðast allar af hinni frjálsu samkeppni gæfi auga leið að hann yrði að koma sér fyrir meira miðsvæðis í héraðinu. Hefur hann því sett húseign sína á Dalvík á söluskrá og bíður nú þess sem verða vill. hjhj Loðdýraræktin Stofninn kynbættur með sæðingum Loðdýraræktin er í mikilli upp- sveiflu. Hvern hefði grunað svo færi? Eins og sagt hefur verið frá í blaðinu hófst rekstur aftur í Dýrholti nú um áramótin og eru þar nú 150 refalæður og um 500 minkalæður. Loðdýrarækt er nú stunduð á þremur bæjum í sveitinni, í Dýr- holti, Ytra-Garðshomi og á Skeiði. Fengitíminn er nú að hefjast en got er fyrirhugað í maí-júní. Sæðingar á refalæðum kann einhverjum e.t.v. að þykja heldur fjarstæðu- kenndar en engu að síður era þær nú stundaðar hér í ríkum mæli enda má margfalda „afkastagetu“ högna þegar beitt er sæðingum. Atta kynbótahögnar sem lögheim- ili eiga á Hvanneyri era nú staddir í Dýrholti og er sæði úr þeim notað við sæðingar á læðum sem refa- bændur hér um slóðir telja vænleg- ar til undaneldis með kynbætur í huga. Að sögn Skarphéðins Pét- urssonar loðdýrabónda í Dýrholti er vandaverk að sæða refalæður. Skarphéðinn og Rafn Arnbjöms- son frjótæknir hafa sótt námskeið í listinni og því er högnunum komið hér fyrir að kunnáttan er hér til staðar. Er þessi þjónusta ætluð fyr- ir lodýrabændur á Eyjafjarðar- svæðinu og í Þingeyjarsýslum. Skarphéðinn segir að menn séu allbjartsýnir á framtíð búgreinar- innar. Það má alltaf búast við ein- hverjum sveiflum í verði á skinn- um. Verð á refaskinnum hefur heldur lækkað að undanförnu enda má segja að það hafi verið óeðli- lega hátt um nokkurt skeið. Skinn- ið fer núna á 6-7.000 kr en var 1.200 kr. þegar verst lét. Helsta áhyggjuefnið eru fóðurmálin. Næstu fóðurstöðvar eru á Húsavík og Sauðárkróki en fóðurþörfm kemur til með að aukast mikið með sumrinu þegar hvolpar kom- ast á legg. Skortur á fiskúrgangi setur fóðurstöðvum skorður nú þegar fiskvinnslan er í æ ríkari mæli að flytjast út á sjó. Það hefðu þótt tíðindi hér áður fyrr. Að sögn Skarphéðins hefur gott fóður allt að segja um hvort tekst að rækta stór og falleg dýr sem aftur gefa af sér stóra og fallega pelsa. Þar getur munað þúsundum króna á hvert skinn. hjhj Útgerð Snorra Snorrasonar: Dalborg EA á makrílveiðar - Arnarborg á rækjuveiðar við Svalbarða Um miðja síðustu viku kom Dal- borg EA 317 til Agadir í Mar- okkó þar sem skipið verður gert út næstu árin ef allt gengur eins og vonir standa til. Dalborg var eins og kunnugt er á rækjuveið- um á Flæmska hattinum þar til um síðustu áramót. Um áramót- in gengu í gegn nýjar leikreglur varðandi veiðar íslenskra skipa þar og um leið var settur á kvóti á skip. Snorri Snorrason fékk kvóta á Dalborgina sem hafði talsverða reynslu þar og einnig á Amarborg EA 316 sem hafði aðeins litla reynslu frá því í haust. Þar sem kvótinn var ekki nægur fyrir eitt skip ákvað Snorri að selja hann og koma skipunum í annað verkefni. BGB hf. keypti kvótann fyrir Blika EAl 2. I febrúar gerði Snorri samning við fyrirtæki í Marokkó sem leigir Dalborgu í samstarfsverkefni hans og fyrirtæksins. Dalborg mun veiða makríl og verður aflinn frystur um borð. Fyrirtækið í Mar- okkó gerir nú þegar út þijú eða fjögur skip á makríl og hefur rekst- urinn gengið vel. Makrílinn er veiddur í flottroll á grunnu vatni og þurfti því að setja upp sérstök veiðarfæri fyrir Dalborgina til að fara með. Veiðarfærin voru sett upp í Danmörku og kom skipið við þar til að ná í þau þegar það var á leið til Agadir. Nokkrar breytingar vora gerðar á skipinu áður en það hélt frá Islandi og meðal annars var aukið við frystigetu þess. Dalborgin í Dalvíkurhöfn. Hluti áhafnarinnar verður frá Marokkó en gert er ráð fyrir að allt að helmingur verði frá íslandi. Með skipinu sigldu íslenska áhöfn- in og vélsmiðir sem unnu við breytingar á vinnsludekki meðan siglt var. Eins og fyrir segir kom skipið til Agadir í síðustu viku og standa vonir til að það hefji veiðar um páska. Amarborg EA 316 sem Snorri keypti í fyrra og breytti úr ísfisk- fogara í frystitogara hélt fyrir skemmstu til rækjuveiða við Sval- barða. Svalbarðasvæðið hefur ver- ið eitt af þeim svæðum sem Norð- menn og Islendingar hafa deilt um á undanfömum áram. Fyrir tveim- ur áram eða svo gáfu Norðmenn út reglugerð sem meðal annars tak- markar rækjúveiðar við Svalbarða þannig að aðeins einu skipi frá ís- landi er heimilt að veiða þar. Is- lendingar mótmæltu reglugerð- inni. Ekkert íslenskt skip hefur fram til þess að Arnarborg EA hélt nú til veiða sinnt þessu svæði. Hins vegar er vitað að Færey- ingar og Norðmenn sjálfir hafa veitt þama um árabil. Norðmönn- um hefur verið tilkynnt um að skipið hafi haldið til veiða og er á þeim að skilja að þeir muni láta það afskiptalaust við veiðarnar á grundvelli reglugerðarinnar. Arn- arborg kom við í Þrándheimi í síð- ustu viku á leið á miðin. Þar var frystikerfið yfirfarið og um leið haft samráð við norsku strand- gæsluna um útbúnað skipsins til veiða svo tryggt væri að hann upp- fyllti kröfur þeirra. Snoni Snorrason stendur því í stórræðum með útgerð sína eins og stundum áður með annað skipið norður undir Norðurpólnum en hitt suður undir miðbaug. J.A.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.