Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 6
TímamóT Skírnir Sunnudaginn 2. mars var skírð í Dalvíkurkirkju Emilía Eir. For- eldrar hennar eru Halldór Sverrisson og Inga Rós Eiríksdóttir Karlsrauðatorgi 24 Dalvík. Afmæli Þann 23. mars varð att- rtift ■ ræður Jóhannes Jó- á i éiifli £ 1 hannesson frá Búrfelli, . ■ '!■ nú á Dalbæ. ; p Þann 29. mars verður r - ' f sjötug Friðgerður Odd- • 4.- i mundsdóttir, Bárugötu 9 Dalvík f flk * Norðurslóð ámar heilla. Helgihald um páskana Föstudagurinn langi kl. 20.30: Kyrrðarstund í Dalvíkurkirkju. Lesin píslarsaga og sungin Litanía Bjama Þorsteinssonar. Páskadagur kl. 8.00: Hátíðarguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju Altar- isganga. Páskadagur kl. 13.30: Hátíðarguðsþjónusta í Urðakirkju. Hátíðar- söngur. Páskadagur kl 16.00: Hátíðarguðsþjónusta í Tjamarkirkju Hátíð- arsöngur. Sæplast hf. Góð afkoma - miklar framkvæmdir Aðalfundur Sæplasts hf hefur verið boðaður 5. apríl n.k. og um leið hefur verið kynnt afkoma fyrirtækisins á árinu 1996. Hagn- aður var af rekstri fyrirtækisins eins og lengst af áður. Hagnaður af reglulegri starf- semi fyrirtækisns jókst frá árinu á undan en á árinu 1995 var sölu- hagnaður eigna sem er ekki reglu- leg starfsemi þannig að heildaraf- koma ársins 1995 telst betri en síð- asta árs. Eins og kunnugt er var síðasta ár mikið framkvæmdaár hjá Sæplasti hf. Þá var afkastageta verksmiðjunnar á Dalvík ríflega tvöfölduð og verksmiðjan gerð tæknilega mjög fullkomin. Heildartekjur fyrirtækisins námu 389,5 milljónum króna og höfðu aukist um 2,4% frá fyrra ári. Sala á innanlandsmarkaði var 46,9% af heildartekjum og útflutningur nam 53,1% Sæplast hf seldi framleiðslu sína til alls um 30 landa og er eitt af stærstu fyrirtækjum heims í fram- leiðslu fiskikerja. Stofnun verk- smiðju á Indlandi sem áður hefur verið sagt ffá styrkir fyrirtækið hvað þetta varðar til muna. Hagnaður árins nam 24,4 millj- ónum króna og var arðsemi eigin fjár 8,4% á móti 14% árið áður. J.A. Málningartilboð Polytex 10 1 1 4 1 10 1 Staðallitir 470 1.880 4.700 Blandaðir litir ljósir 499 1.996 4.990 Blandaðir litir dökkir 750 3.000 7.500 Polytex 3 1 1 4 1 10 1 Staðallitir 390 1.560 3.900 Blandaðir litir ljósir 450 1.800 4.500 Blandaðir litir dökkir 520 2.080 5.200 FréttahorN Carmina Burana eftir Carl Orff verður flutt miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 20:30 í íþrótta- skemmunni á Akureyri. Kór Dal- víkurkirkju undir stjórn Hlínar Torfadóttur og Samkór Svarfdæla undir stjóm Rósu Kristínar Bald- ursdóttur taka þátt í tónleikunum með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, kórum Grenivíkur-, Lauf- áss- og Svalbarðskirkna, kór Tón- listarskólans á Akureyri og ein- söngvurunum Michael Jóni Clarke og og Amdísi Höllu Asgeirsdótt- ur. Stjómandi er Guðmundur Oli Gunnarsson. Skólanefnd Húsabakkaskóla ákvað á fundi sínum á dögun- um að taka upp daglegan akstur fyrir alla nemendur allan næsta vetur. Þar með er langri sögu heimavistar Húsabakkaskóla lokið í þeirri mynd sem verið hefur. Aft- ur á móti hafa verið til umræðu hugmyndir um nokkrar „Langar skólavikur“ þar sem skólastarfið verður brotið upp og unnið alfarið með afmörkuð efni t.d. íþróttir, tölvufræðslu, listgreinar osfrv. og skóladagar teygðir fram á kvöldið. Þá gisti nemendur þessar vikur í skólanum. Fjárhagsáætlun Svarfaðardals- hrepps hefur verið lögð fram til fyrri umræðu. Skatttekjur hrepps- ins á árinu eru áætlaðar 35 milljón- ir. Rekstur málaflokka nemur 31,7 milljón en eignfærðar fjárfestingar frá áramótum eru 10,2 milljónir. Stærsti útgjaldaliður eru sem fyrr fræðslumálin. Þau nema tæpum 24 milljónum og af því er hlutur Húsabakkaskóla um 15 milljónir. Ráðinn hefur verið nýr veitu- stjóri á Dalvík. Sá heitir Þor- steinn Bjömsson og starfaði áður sem bæjartæknifræðingur á Olafs- firði. Var hann valinn úr hópi 7 umsækjenda og er gert ráð fyrir að hann hefji störf nú um mánaða- mótin. Fyrrverandi veitustjóri Amar Snorrason hefur sem kunn- ugt er ráðist til vinnu hjá Sæplasti. á hefur verið ráðinn nýr fram- kvæmdarstjóri hjá Hreini hf. en Margrét Björgvinsdóttir sem gegnt hefur því starfi óskaði eftir að draga sig út út því. Nýi fram- kvæmdastjórinn heitir Grétar Steindórsson. Hann lærir við- skiptafræði í Bandaríkjunum og hefur leikið með knattspymuliði Dalvíkur að undanfömu. Eins og sagt var frá í síðasta blaði Norðurslóðar var Snæ- fellið, sem Útgerðarfélagið Njörð- ur hf. á Dalvík gerir út, sent á rækjuveiðar til Namibíu. Skipið hefur nú verið að veiðum í þrjár vikur og hefur veiðin verið mjög dræm. Skipið er nú að reyna fyrir sér við veiðar á öðmm tegundum. Ekki eru mörg íslensk skip á veið- um við strönd Afríku en svo vill til að tvö þeirra tengjast mjög Dalvík, það er Snæfellið og Dalborg. Þinghúsið á Grund Eftirsótt húseign Þinghúsið á Grund hefur nú lok- ið löngum og giftudrjúgum ferli sem samkomuhús Svarfdæla. Norðurhluti hússins er meira en 100 ára gamall. Var hann upp- haflega reistur á Tungunum en síðan fluttur að Grund og var þar starfræktur skóli allt fram til þess að Húsabakkaskóli var vígður 1955. Með tilkomu hins nýja félags- heimilis Rima, stendur Þinghúsið nú verkefnalaust og hafa eignarað- ilar þess (Svarfaðardalshreppur og Ungmennafélagið Þorsteinn Svörf- uður) og fleiri haft af því nokkrar áhyggjur hvað gera ætti við þetta gamla og lasburða hús. Þær áhyggj- ur virðast hins vegar ástæðulausar því nú þegar hafa einir þrír aðilar lýst áhuga sínum á að eignast hús- ið. Einn hefur óskað eftir athugun á því hvort húsið heyrir undir húsafriðunarlög. Annar hefur ósk- að eftir leigu eða kaupum á húsinu undir atvinnurekstur og sá þriðji hefur sótt um að kaupa húsið til að gera það upp sem íbúðarhúsnæði. Vandinn er sá að eignaraðilar era tveir, Eldri, nyrðri hlutinn er í eigu hreppsins en þann nýrri, steypta viðbyggingu við suðurendann, byggði Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður á sínum tíma. Ung- mennafélagið hefur óskað eftir því við Svarfaðardalshrepp að hann kaupi hlut félagsins í byggingunni og hreppurinn hefur gert gagntil- boð sem hljóðar uppá 400 þúsund krónur. Málið er því hjá Ung- mennafélaginu í bili og ef af samn- ingum verður þarf að samþykkja þá á aðalfundi félagsins áður en af kaupum getur orðið. Þá fyrst er hægt að ráðstafa húsinu til vænt- anlegs kaupanda eða leigjanda. Sögu Grundarinnar virðist því frá- leitt lokið hver svo sem framtíð hennar verður. Leikhópurinn VIÐ Þrjár sýningar á einu ári! Leikhópurinn VIÐ stóð nýlega fyrir leiksýningu í Ungó og var það þriðja sýning hópsins á að- eins einu ári. Leikhópurinn VIÐ samanstendur af unglingum úr 9. og 10. bekk sem hafa gert sér það til gamans að semja, æfa og sýna leikrit. Friðrik Hjörleifsson er einn þessara kraftmiklu unglinga og hann féllst á að segja okkur örlítið frá þessu unga athafnafólki. Hverjir eru VIÐ? „VIÐ eram 15-20 krakkar sem tengjast leikhópnum og héldum einmitt upp á eins árs afmæli hóps- ins þann 1. febrúar sl., en þá var ár liðið frá því leikhópurinn Saga kom hingað í heimsókn og varð kveikjan að þessari starfsemi. Við byrjuðum í Gimli en sprengdum það fljótlega utan af okkur og fengum aðstöðu hjá Leikfélagi Dalvíkur í Ungó þar sem við höf- um verið síðan en leikfélagið hefur sýnt okkur mikinn stuðning og verið okkur innanhandar um ýmis- legt. Einnig hefur Sparisjóður Svarfdæla stutt okkur fjárhagslega en það kostar alltaf einhverja pen- inga að koma upp leiksýningu." Hvaðan kemur þessi mikli áhugi ykkar á leiklist? „Þessi hópur hefur verið mikið saman innan skólans og brallað Friðrik t.h. sem Þórunn Bergsdóttir skóla stjóri og svo hún sjálf. ýmislegt í gegnum tíðina og svo hefur þetta komið af sjálfu sér að okkur langaði að gera eitthvað alveg sjálf. BÍVA, leikritið sem við sýndum núna síðast, var þriðja sýning okkar og sú sem við lögð- um mest í. Eg samdi leikritið sem tók einn og hálfan tíma í flutningi en fram að því hafði hópurinn séð um að semja. Það voru átta sýning- ar á BIVA og aðsóknin hefði mátt vera betri. Hvað erBÍVA? „Leikritið er um fólk sem býr í litlu þorpi í Ameríku. Þar vaxa peningamir ekki á trjánum frekar en annars staðar. En þau detta í lukkupottinn og vinna stóra pen- ingaupphæð. Þau flytja til Wash- ington og þar reyna aðrir að njóta góðs af peningunum. BÍVA er guð fjölskyldunnar, rétt eins og við trú- um á Jesú. Fjölskyldan þarf að hlíta nokkrum reglum sem era hálf snúnar eins og t.d.: „Eigi mega konur þrifa milli sextánda og sex- tugasta árs, ef þær gera það munu þær breytast í karlmenn innan sól- arhrings!““ Hvernig gengur að sinna leik- listinni með skólanum? „Fyrst þegar við voram að byrja gleymdist skólinn alveg og reynd- ar allt annað líka, mamma sendi mér t.d. mat niður í Ungó! Núna erum við skipulagðari og reynum að láta skólann ekki sitja á hakan- um. Það er líka frábært að finna hvað Þórunn skólastjóri sýnir okk- ur mikinn áhuga og hvetur okkur í því sem við eram að gera.“ Hvert er framhaldið hjá ykkur? „Við sem eram í 10. bekk förum flest í framhaldsskóla og munum örugglega finna okkur í félagslífinu þar, t.d. í leiklistarhóp- unum. Sjö af okkur vorum með í uppfærslu Leikfélags Dalvíkur á Stútungasögu fyrr í vetur og þar fengum við að kynnast leiklistinni betur og það varð til að vekja enn meiri áhuga hjá mörgum okkar. Svo höfum við líka verið að fikta við að taka upp á myndband ýmsa vitleysu og kannski leggja sum okkar þann miðil fyrir sig. Norðurslóð þakkar Friðriki fyr- ir viðtalið og óskar leikhópnum alls hins besta með von um að sjá meira af þeim í framtíðinni. hg

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.