Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Minning Sveinn Vigfússon frá Þverá í Skíðadal F. 30. mars 1917 - D. 30 des 1996 Af ýmsum ástæðum hefur dregist hjá mér að minnast fyrrum ná- granna míns, Sveins Vigfússonar fyrrverandi bónda á Þverá í Skíða- dal, sem andaðist á Akureyri 30. desember sl„ nær áttræður að aldri, en þá hafði hann af æðru- leysi og karlmennsku í nær þrjú ár barist við þann illvíga sjúkdóm, er að lokum varð honum að aldurtila. Manns sem Sveins á Þverá er ljúft að minnast, þar fór góður drengur til orðs og æðis. A okkar kynni féll aldrei skuggi öll þau ár er leiðir okkar lágu saman. I þessum minningabrotum um Svein Vigfússon reikar hugur minn aftur til miðbiks aldarinnar og enn lengra, eða til þess tíma, sem ég hefi jafnan nefnt blóma- skeið Skíðadals. Þá var fjölmenn- ari byggð í dalnum en nú er og var meginhluti íbúanna ungt fólk, bjartsýnt og þróttmikið, er trúði á sjálft sig og framtíðina. I minning- unni finnst mér að æskufólkið í dalnum hafi verið sem ein stór fjölskylda, er sótti fram með hug- sjón ungmennafélagshreyfingar- innar að leiðarljósi. Eg var nokkuð yngri að árum, en þau er forystu höfðu að stofnun félagsins, er hlaut nafnið Skíði, en þeir Þverár- bræður, Björn og Sveinn ásamt mörgum öðrum voru í fylkingar- brjósti. Starfsemi félagsins var óvenju þróttmikil og það lét sér fátt óviðkomandi, sem unnið var í þágu dalsins. Það réðist í byggingu samkomuhúss að Þverá, er þótti hin veglegasta bygging á þeim tíma og laðaði fólk að, m.a. frá Dalvík þá er dansleikir voru haldn- ir, eða önnur skemmtun. Félags- menn unnu að skógrækt, garðrækt og fóru sem sjálfboðaliðar í vega- vinnu. Stofnað var lestrarfélag er var öflugt um tíma og margt fleira mætti nefna. U.M.F. Skíði var á blómaskeiði sínu meðal þrótt- mestu félaganna innan Ungmenna- sambands Eyjafjarðar, þótt önnur væru mun fjölmennari. Það sá ég glöggt er ég var um tíma ritari sambandsins. Oft hefur mig undr- að er ég lít til baka, hve miklu fé- lagsmenn áorkuðu, þrátt fyrir lang- an vinnudag við bústörf, því blómaskeið félagsins var áður en tæknibyltingin í landbúnaði varð að veruleika. Allt frá því að ég man fyrst eftir ríkti einlæg vinátta milli fjöl- skyldnanna á Þverá og í Hlíð. Stutt er á milli bæjanna og samgöngur miklar milli þessara nágranna- bæja, þótt Skíðadalsá væri oft erf- iður farartálmi. Gat hún orðið flagð hið versta, einkum þó í vor- leysingum. Síðar urðu kynni mín af Þverárfólki mjög náin, því að tvö síðustu ár mín í bamaskóla var hann staðsettur í samkomuhúsi ungmennafélagsins að Þverá. Minningar mínar frá þeim árum eru umvafðar birtu og gleði. Mér fannst ég eignast þar annað heim- ili. Hjá Soffíu móður Þverársyst- kinanna naut ég falslausrar um- hyggju er minnti mig á ástúð minnar eigin móður. Örlög höguðu því svo til, fimmtán til sextán áram síðar, að ég kenndi tvö síðustu árin er skóli var á Þverá. Enn sem fyrr mætti ég sömu hlýju og vináttu og áður frá heimilisfólkinu á Þverá. I frímínútum komu Þverárbræður oft og fóru í leiki með krökkunum og tóku þátt í ærslum bamanna. Þau fundu vel að þau voru aufúsu- gestir og að Þverárheimilið stóð þeim ávallt opið. Meginhluti af lífssögu Sveins er bundinn Þverá og Skíðadal. A Þverá var hann fæddur, þar átti hann bemsku og æsku sína og þar var hann bóndi mestan hluta af starfsævi sinni. Er Vigfús faðir hans andaðist árið 1938 tók hann við búi ásamt móður sinni og Birni bróður sínum. En árið 1950 urðu merk og gæfurík tímamót í ævi hans, en þann 28. maí kvæntist hann Þórdísi Rögnvaldsdóttur frá Dæli, góðri konu er var honum tryggur lífsförunautur til hinstu stundar. Ári síðar tóku þau við Þverárbúi og bjuggu þar snotru og vel nýttu búi til ársins 1975, að þau brugðu búi og fluttu til Dalvíkur að Skíðabraut 13, en þar áttu þau heima síðan. Aður en þau giftust hafði Þórdís eignast son, Ingva Eiríksson, sem Sveinn unni sem eigin syni. Ingvi er nú starfsmaður hjá fyrirtækinu Strýtu, ásamt eiginkonu sinni, Sig- rúnu Þorsteindóttur. Eiga þau fimm börn og þrjú bamaböm. Önnur böm Sveins og Þórdísar eru Vignir, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, kvæntur Valdísi Gunnlaugs- dóttur skrifstofumanni, eiga þau fjögur böm, Soffía Heiðbjört, bú- sett í Danmörku ásamt manni sín- um Stefáni Jakobssyni, eiga þau þrjú böm og eitt bamabam og Ragna Valborg starfsmaður á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Hennar maður er Heiðar Ólason verslunarmaður og eiga þau 3 böm. Heimili Sveins og Þórdísar á Þverá bar vitni um einstaka snyrti- mennsku, jafnt utan bæjar sem innan. Allt virtist leika í höndum þeirra, sem laut að fegurð og hlý- leika. Sveinn var listamaður í eðli sínu og fegurðarskyni hans virtust engin takmörk sett. Vegghleðsla varð að listaverki í höndum hans og jafnvel einnig handgrafnir skurðir í óræktarmýmm. Hann virtist jafnhagur á tré og jám og þar var eigi kastað til höndum. Vandvirkni var aðalsmerki hans á þessu sviði sem öðrum. Hér í Hlíð gefur að líta eitt listaverka Sveins. A fagurgerðu spjaldi má líta ljá í orfi, hrífu, heynál og torfljá. Þessa fagurgerðu muni sendi hann Frið- bimi bróður mínum á sjötugsaf- mæli hans. „Sveinn hefur læknishendur“, svo mælti eitt sinn móðir mín, en þá hafði Sveinn komið daglega og penísillínsprautað einn bræðra minna, er þjáðist af slæmri ígerð í hendi. Var Sveinn í raun og vem staðgengill læknisins á Dalvík, er framkvæma þurfti þannig læknis- aðgerðir. Eigi mun Sveinn hafa sóst eftir metorðum, en samt var hann kjör- inn til ýmissa trúnaðarstarfa. Sat í hreppsnend tvö kjörtímabil. Fjall- skilastjóri var hann um tíma og einnig varaoddviti. Forðagæslu- maður var hann um tíma, svo nokkuð sé nefnt. Sveinn var alger bindindismaður bæði á vín og tóbak og átti hann sæti í áfengis- vamamefnd Eyjafjarðarsýslu um árabil. Eftir að hann fluttist til Dal- víkur var hann í stjórn félags aldr- aðra á Dalvík og húsvörður um skeið við ráðhús Dalvíkur. Sveinn fylgdist vel með málum sem efst vom á baugi hveiju sinni og einnig þjóðmálum. Hann fylgdi skoðunum sínum fast eftir ef því var að skipta, var oft mjög hnytt- inn í tilsvörum, er sló oft þann út af laginu er rökræddi við hann. Hann tók vel græskulausum gam- anmálum og skein þá oft hýr glettni úr augum hans. Á kok- mælgi og stóryrðum hafði hann andstyggð og vart vil ég trúa að átt hafi hann sér óvildarmann á ævi- göngu sinni, því að slíkur dreng- skaparmaður var hann. Eg var djúpt snortinn er ég las minningarorð Valdísar Gunn- laugsdóttur um tengdaföður sinn, hversu náið hún hefur kynnst mannkostum Sveins, heiðarleika, trúmennsku og falslausri hjarta- hlýju. Við orð Valdfsar er vart nokkru að bæta, svo glöggt er lýst valmenninu Sveini frá Þverá. Góða Þórdís mín. Oft leitaði hugur minn til þín, er lífsförunaut- ur þinn af æðruleysi og karl- mennsku, háði sína löngu baráttu við óvæginn sjúkdóm. Víst bað maður út í tómið um styrk þér til handa að standast þessa erfiðu þol- raun. En líf hvers manns er víst svona. Gleði og þjáning, hamingja og harmur. En ég veit Þórdís, að minningin um góðan dreng mun bregða birtu á leið þína og milda harminn. Eg sendi þér og þínum einlægar samúðarkveðjur frá mér og systur minni. Sigurjón Jóhannsson SVARFDÆLABUÐ S í MI : 4 6 6 3 2 1 1 466 1202 Páskasteikin í ár Bayonneskinka............. Reyktur svínakambur....... Londonlamb................ Grillkryddað lambalæri.... Kjúklingar................frá Svínahamborgarhryggur..... Fléttaður lambahryggur.... 777 kr./kg 777 kr./kg 892 kr./kg 859 kr./kg 599 kr./kg 899 kr./kg 959 kr./kg Mikið úrval af páskaeggjum, servíettum og kertum

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.