Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 25.03.1997, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Páskaferðalag frá Gröf til Þorsteinsstaða árið 1922 Blaðinu barst nýlega þessi skemmtilega frásögn Kristínar Stefánsdóttur frá Gröf. Sonur hennar Arnar Sigtýsson raf- tæknir á Akureyri skráði. Fyrir þá sem minna þekkja til má geta þess að systirin Anna sem mjög kemur við sögu, var síðar kona Jóns Jónssonar kennara frá Böggvisstöðum. Þriðja systkinið er Arngrímur Stefánsson í As- byrgi á Dalvík. Foreldrar þeirra, Stefán Arngrímsson og Filippía Sigurjónsdóttir bjuggu í Gröf frá 1913 til æfiloka. „Ég man alltaf eftir furðusvipn- um á henni Önnu, Önnu Stefáns- dóttur á Þorsteinsstöðum frænku minni, nöfnu Önnu systur. Hún varð svo undrandi í andlitinu, þeg- ar hún sá hverjar stóðu alsnjóugar úti fyrir. Snjóskafl var upp á miðja hurð á bæjardyrunum og hríðar- veður. En hvað hún varð hissa gamla konan að sjá þessi böm komin langt neðan úr dal þama fram í dalbotn í þessu leiðinda tíð- arfari. Anna Stefánsdóttir var afasystir mín og orðin gömul kona að mér fannst en hún var fædd 1861 og hefur því verið um sextugt. Hún dó 1940. Við systumar í Gröf höfðum sífellt verið að rella um að fá að fara fram að Þorsteinsstöðum. Sér- staklega var ég ýtin, því þangað hafði ég aldrei komið. Anna systir hafði komið þar áður enda í uppá- haldi hjá nöfnu sinni, en mig lang- aði líka að heimsækja hana. Það var búið að lofa, ef ein- hverntíma kæmi gott veður síðla vetrar, að við fengjum að fara. Það varð úr líklega rúmri viku fyrir páska að við fengum leyfið. Engum boðum var hægt að koma fram í Þorsteinsstaði til að láta vita hvað væri í vændum. En hvenær páskamir voru, snemma eða seint, það skal ég ekki segja um, annaðhvort seinast í mars eða fyrst í apríl. Útlitið var, ég man eftir því, hálf þungbúið. Það var norðanátt og sjóvarhljóð og dimmur til hafsins, en eitthvað bjartara fram til dalsins, en það var harðfenni og gott göngufæri og hríðarlaust. Mamma sendi út í Brautarhól til að vita hvemig baró- metið stæði. Þetta var árið 1922, ég var á níunda ári en Anna á því þrettánda. Við fórum af stað að heiman vel búnar í snjósokkum upp fyrir hné og í hempum með skýluklúta og nesti. Neðan í sokkana hafði verið saumað skinn til að verja þá sliti. Það var enginn kvíði í hugum okkur vegna ferðalagsins, þar ríkti tilhlökkun. Farið var yfir ána á ís og hjam var yfir öllu og ágætt göngufæri. Þegar komið var fram í Urðaengi var farið að fjúka ansi mikið. Við fórum með símanum. Okkur hafði verið sagt að fylgja símalínunni og við gerðum það. Eg man eftir að þegar farið um hlaðið á Urðum, þar var símstöð, þá var komin ansi mikill renningur en samt sáum við andlit í glugga. Fólkið heima varð hrætt um okkur og hringdi frá Völlum fram í Urðir til að vita hvort þar hefði orðið vart mannaferða. Urðafólkið hafði séð okkur fara um hlaðið. Ekkert var komið við á Urðum því ferðinni var heitið að Þorleifs- stöðum. Eg þekkti nú ekki bæjar- röðina alveg en hafði þó komið áð- ur í Þorleifsstaði þar sem Jóhann, síðar bóndi í Hlíð, hálfbróðir henn- ar mömmu og Ingibjörg kona hans bjuggu. Var vel tekið á móti okkur á Þorleifsstöðum og við spurðar á hvaða ferðalagi við værum. Hjá þeim hjónum urðum við veðurtepptar í einn eða tvo daga. Þar kom að það varð hríðarupprof og hafði þá sett niður allmikinn snjó. Útvegaði Jóhann einhverja skíðaræfla og selfærði hann okkur á skíðum fram að Hæringsstöðum. Þá var þar í húsmennsku Amgrím- ur Arngrímsson föðurbróðir okkar og Sólveig Jóhannesdóttir konan hans. Eg man eftir að Jói gerði orð fyrir Adda og heilsaði honum með þessum orðum: „Ég er hérna með tvo böggla til þín“. Addi varð nú heldur betur skrítinn á svipinn þegar hann sá okkur og var það furða þótt fólk yrði hissa. A Hær- ingsstöðum var dvalist eina eða tvær nætur hjá þeim hjónum. Vel man ég enn eftir því hve mér fannst fjallið ofan við bæinn vera mikilúðlegt og jafnvel ógnvekj- andi, það var í svo mikilli nálægð. Síðan fylgdi Addi okkur á skíðum fram í Þorsteinsstaði. Við vorum vanar að ganga á skíðum og gekk ferðin bara vel. Búandi á Þorsteinsstöðum var Hallgrímur Einarsson og kona hans Soffía Jóhannesdóttir sem síðar voru í Klaufabrekknakoti. Voru þeir Addi og Hallgrímur svilar. A Þorsteinsstöðum kom Anna til dyra, Anna Stefánsdóttir. Ég sé ennþá fyrir mér furðusvipinn er kom á andlit hennar, er hún sá hvaða fólk stóð fannbarið og al- snjóugt úti. Hjá þeim hjónum vor- um við í góðu yfirlæti í eina tvo daga, - ekki lengur. Maður Önnu var Sigurjón Jóhannsson og voru þau nú í húsmennsku á Þorsteins- stöðum en höfðu búið þar áður. Sigurjón var faðir Maríu í Hvoli og afi Maríu, konu Guðjóns, sem var sonur Sigurlaugar á Hjalta- stöðum, hálfsystur mömmu. Þegar kom að heimferð fylgdi Sigurjón okkur út í Göngustaða- kot, en þar bað hann húsfreyjuna, Sigríði Jónsdóttur, að lána sér ung- lingsstelpu til að fylgja okkur út í Þorleifsstaði. Fylgdin var auðfeng- in og okkur boðið inn og færðar góðgerðir á meðan fylgdarstúlkan tók sig til. Síðan var farið á skíðum þangað út eftir. Var ferðin frá Þor- steinsstöðum niður að Þorleifs- stöðum öll í hríðarveðri. Frá Gröf og fram að Þorleifs- Gangan langa Framhald af bls. 3 (mynd 4). Þessi hnjúkur sem er hluti Lambárfjallsins, mun nefnast Lambárhnjúkur (1255 m) og gnæf- ir yfir botni Lambárdalsins. Þama var allstórt stakstætt bjarg og hafði verið hlaðið nokkrum steinum upp á það og bættum við grjóti í þá vörðu. Enn grillir í Dalvík út Hofs- dalinn. Ekki er mér kunnugt um aðra en þá bræðuma Sigurjón og Kristján í Hlíð sem hafa gengið Lambárfjallið endilangt, en það munu þeir hafa gert 1941 þegar Sigurjón var 16 áraog þurftu þá að fara út á jökulinn eins og við. Hesturinn og „Tryppin“ Nú vomm við að yfirgefa botn Derrisdalsins, Ranghalann, og sá- um ofan í dalinn sunnan við Derri, Nautárdalinn. Framundan var Hesturinn (1320 m), næsta fjall, en á milli okkar og hans vom „Trypp- in“. Við gengum að „Tryppunurrí', en töldum úr fjarlægð ófært upp á Hestinn að norðan og ákváðum að ganga á hann sunnanfrá. Var því um sams konar frávik frá vatna- skilunum eins og við höfðum við- haft á Kistufjallinu. Gengum við því ofarlega í austurhlíðum „Tryppanna" og síðar Hestsins, of- an við Nautárdalsjökulinn, alla leið í skarðið milli Hestsins (Ytri- hnjúks) og Skipahnjúks (Syðri- hnjúks). Var þetta leiðindaganga, mikill hliðarhalli bæði í lausagrjóti og snjó. Var ekki laust við að ég sæi eftir að hafa ekki kannað betur uppgöngu á Hestinn að norðan, en í skarðið komumst við all-lúnir. Við höfðum hugsað okkur náttstað á Hestinum, en ákváðum nú að gista í þessu skarði og ganga poka- lausir á Hestinn, rétt eins og Kistu- fjallið. Þama í skarðinu var rauða- mold, mjúk og kjörin sem tjald- stæði, en þau eru vandfundin á fjöllum. Okkur létti mikið við að losna við pokana og lögðum óhræddir af stað upp suðurbrúnina á Hestinum. Þetta var allt mjög svipað uppgöngunni á Kistufjallið, raninn var allerfiður uppgöngu og urðum við að fara upp svolítið austan í honum. Þegar upp á Hest- inn kom reyndist hann marflatur, en ekki var flatarmálið mikið, lík- lega 100 netrar frá norðri til suðurs og 50 metrar á hinn kantinn. A honum var örlítill snjór, og enn mátti greina Dalvík út Hofsdalinn, og nú sáum við leiðina sem við höfðum gengið þennan daginn (mynd 5). Athugun sýndi að lfk- lega mætti klífa Hestinn úr norðri, en ekki er það auðvelt. Það var alveg ótrúlegt hvað þessi síðasti tindur dagsins minnti mikið á þann sem við byrjuðum daginn á að klífa, Kistufjallið. Báða tindana gáfumst við upp á að klífa á norð- austurhorninu, en athuganir sýndu að þetta kynni að vera mögulegt. Báðir tindamir era veggbrattir nið- ur að norðn og þá báða klifum við úr skörðum úr suðri og var upp- gangan svipuð. Hins vegar er Kistufjallið ófært úr vestri (þar er tindótt egg og neðar Lágafjallið), en Hestinn er einmitt best og al- gengast að ganga úr vestri og sér þar niður á svonefndan Stráka- hnjúk. Þama á vesturbrúninni er ágæt varða, og þegar við stóðum við hana tók Grétar upp farsímann og hringdi í Hlíð. Töluðum við við Sigurjón, og hann gladdist við að heyra í okkur. Spurði hann um vörðuna og þegar við sögðum hon- um að hún liti vel út svaraði hann: „Við vönduðum okkur við hleðsl- una, bræðumir". Þeir Kristján bróðir hans munu hafa hlaðið vörð- una fyrstir manna árið 1941 í fyrmefndri ferð, sem þeir luku með því að fara niður vestur af Hesti. í náttstað Nú var orðið áliðið kvölds og skuggar fallnir á dalina en veður gott, logn og bjart. Við klöngrað- umst aftur niður í skarðið. Þar biðu pokamir okkar og við hófumst handa við að jafna tjaldstæðið, notuðum til þess ísexirnar okkar og tíndum burt grjótvölur. Við komum tjaldinu upp á þessum stórbrotna stað í 1250 metra hæð, þar sem illa sprunginn Nautárdals- jökullinn var á aðra hönd en djúp- ur Skipadalurinn á hina. Yfir tjald- ið gnæfði svo Hesturinn en Skipa- hnjúkurinn blasti við til suðurs, beint á móti tjalddyrunum. Rétt við tjaldskörina var hreinn snjór sem við gátum brætt á prímusnum til matargerðar. Við vorum komnir inn í tjaldið upp úr klukkan níu og þá hringdum við í Arna og sögðum honum af ferðum okkar. Hann taldi veðurútlit gott næsta dag, og vafalaust hefur honum þótt súrt í broti að vera ekki með. Svo sem í fyrra, þá hef ég aldrei bragðað betri mat en þann sem við útbjugg- um í tjaldinu. Við sofnuðum um klukkan 11. Anna og Kristín Stefánsdætur á unglingsaldri í Gröf. stöðum höfðum við farið einar en síðan alltaf fylgt milli bæja þaðan, enda ávallt hríðarveður. Næstu nótt voram við á Þor- leifsstöðum. Morguninn eftir, þeg- ar haldið var heimleiðis, var kom- inn bloti í snjóinn. Var, að mig minnir, farið á skíðum niður dal- inn. Heimferðin var mikið erfiðari en ferðin fram eftir, því kyngt hafði niður snjó undanfama daga og var hann orðinn votur og erfitt að ganga og þungt skíðafæri. Jói fylgdi okkur niður að Stein- dyram þar sem okkur var boðið til bæjar. Þar bjuggu þá Baldvin Jó- hannson og kona hans Guðlaug Sigfúsdóttir. Var ekki talin þörf á fylgd lengra því stytt hafði upp og orðið var hríðarlaust og bjart veð- ur. Var hvflst á Steindyrum í dá- góða stund og þegin flóuð mjólk að drekka. Annars voram við ekki svangar í þessum leiðangri, því alstaðar var kvatt með nestisböggli og það ekki af verri endanum. Eftir að hafa þakkað góðgerðimar, var Jói kvaddur og þökkuð fylgdin. Lagt var af stað, í síðasta áfangann heim. Fóram sem leið lá eftir veg- inum niður fyrir Þinghús og austur eftir Skakkabakkanum, sem kall- aður var, og yfir ána sunnan og neðan við Gröf. Ég man, að ég leit við, þegar komið var yfir ána og þá var bloti frá ánni í hverju einasta spori í slóð okkar yfir ána þannig að ekki hef- ur mátt miklu muna að ílla færi. Ennþá, sjötíu og sex árum síðar, er það mér minnistætt hvað ég var fegin þegar ég kom heim og aldrei kom til tals síðar að fara í aðra páskareisu. Oft voram við systumar búnar að tala um og undrast yfir því, eftir að við urðum fullorðnar, hvernig hafi staðið á því að mamma gaf leyfi til fararinnar, og það í þessu veðurútliti. Það var ekki líkt henni að tefla okkur í neinar hættur því svo var hún gætin og fylgdist með öllum okkar uppátækjum.“ Frásögnin skráð 1996, af segul- bandi, eftir frásögn Krístínar Stef- ánsdóttur. as. Frá Ferðafélaginu Laugardaginn fyrir páska, 29. mars, gengst félagið fyrir léttri skíðagönguferð um Friðland Svarfdæla. Þátttakendur mæti hjáOlískl. 13.00. Laugardaginn 5. aprfl verð- ur farið á Tungnahrygg og er hugmyndin að vélsleðar verði með í för til að létta mönnum róðurinn. Gist verður í Tungna- hryggsskála. Lagt verður upp frá Kóngsstöðum kl. 11.00 ár- degis. Mikilvægt er að menn skrái sig fyrirfram hjá Hjörleifi í síma 466 1554. Fást þar allar nánari upplýsingar. Nöfn Svarfdæla Framhald afbls. 2 111. Tímóteus 0 0 112. Tómas 5 0 113. Tryggur/vi 0 0 114. Vigfús 2 2 115. Vilhelm 0 0 116. Vorm 0 0 117. Þorbergur 0 0 118. Þorbjöm 2 1 119. Þorfmnur 0 1 120. Þorgeir 3 0 121. Þorgrímur 1 0 122. Þorkell 5 5 123. Þorlákur 1 2 124. Þorleifur 6 4 125. Þorsteinn 10 8 126. Þorvaldur 2 3 127. Þorvarður 0 1 128. Þórarinn 3 2 129. Þórður 5 5 1 1 1 1 1 3 2 2 0 1 1 1 1 1 0 0 2 2 0 1 0 0 8 8 3 5 3 2 8 10 6 9 0 0 2 2 3 3 Nokkrar heimildir (aðrar en kirkjubækur, manntöl og nafnalyklar). Ásgeir Bl. Magnússon: íslensk orðsifjabók, Rvfk 1989 Biblían, ýmsar útgáfur Danmarks gamle personnavne (/-//) Khöfn 1936 og 1949 Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson: Nöfn íslendinga, Rvík 1991 Handbuch der germanischen Philologie, Berlín 1952 Hermann Pálsson: íslenzk mannanöfn, Rvík 1960 \nsight on the Scriptures, New York 1988 Jákup í Jákupsstovu: Fólkanövn í Föroyum, Tórshavn 1974 Jón Hilmar Magnússon ritstjóri: Munnlegar og skriflegar upplýsingar. Lind, Erik Henrik: Norsk-islandska dopnamn ock fingerade namn frán medeltiden, Upp- sölum 1915, Oslo 1931 Melgaard, Eva: Navnemode og modenavne, Værlöse 1993 Nordisk kultur(VIl), útg. Assar Janzén, Oslo 1948 Oddur Oddsson: Onomatograpliia, Lbs. 1199 quarto, ársett 1646 Oxford Dictionary of English Christian names, Oxford 1977 Oxford Dictionary ofSaints, Oxford 1987 Ólafur Lárusson: Nöfn íslendinga árið 1703, Rvík 1960 Sigurður Hansen: Um mannaheiti á íslandi 1855, Khöfn 1858 Skýrslur frá Hagstofu íslands (ópr.) Stefán Aðalsteinsson: Svarfdœlingar (/-//) , Rvík 1976, 1978 Þjóðskráin 1989-1990 Þorsteinn Þorsteinsson: íslenzk mannanöfn 1921-1950, Rvík 1961 Sami: Breytingará nafnavali, Skímir, Rvík 1964 Þóroddur Jónasson læknir: Fræðsla af ýmsu tagi árum saman.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.