Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 1
27. ÁRGANGUR MlÐVIKUDAGUR 23. JIJLÍ 2003 7. TÖLUBLAÐ Ráðherra í Hringsholti v Kosningaloforð efnt Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra efndi fyrsta kosningaloforð sitt í Hringsholti á laugardaginn var. Hann kom ríðandi í fríðu föru- neyti norðlenskra hcstamanna frá Argerði inn á keppnisvöll hesta- manna í Hringsholti. Þar setti hann Bikarmót Norðurlands við há- tíðlega athöfn. Þessu hafði Guðni lofað í heimsókn til Hringsfélaga í kosningabaráttunni og nú var komið að efndunum. Hringsfélagar kunnu ráðherra bestu þakkir fyrir komuna og færðu honum gjafir. A myndinni að ofan er Guðni ásamt fulltrúum þeirra hestamannafélaga sem þátt tóku í bikarmótinu en hér til vinstri er hann kominn af baki og ræðir við Valdimar Snorrason talsmann undirbúningsnefndar. -ÞH Sjá fleiri myndir og frétt af mótinu á bls. 4 Fiskidagurinn mikli 2003 Undirbúningur hátíðar- innar í fullum gangi Eins og undanfarin ár verður Fiskidagurinn mikli haldinn með viðhöfn á Dalvík aðra helg- ina í ágúst. Samkvæmt upplýs- ingum frá undirbúningsnefnd gengur skipulagning vel, enda vant lið við stjórnvölinn. Útimessa í Há- nefsstaðaskógi Þann 10. ágúst nk. verður hin árlega útimessa í Hánefs- staðaskógi og hefst hún kl. 14. Sóknarprestur Sem fyrr er Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri hátíðarinnar en í framkvæmdanefnd eru Þor- steinn Aðalsteinsson, Guð- mundur Jónsson, Ottó Jakobs- son, Gunnar Aðalbjörnsson og Bjarni Jónsson. Dagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt að vanda. Hljómsveit- in Edda K mun spila og hljóm- sveitin Papar með Matta Matt í broddi fylkingar verður á staðn- um og treður upp ein og í félagi við Karlakór Dalvíkur. Hjálmar Hjálmarsson lætur gamminn geisa og sömuleiðis Sigurvin Jónsson. Séra Magnús messar, ljósmyndasýning verður og svo mun Fiskidagurinn mikli heiðra einhvern sem þess er verður. Sem sagt hefðbundin dagskrá sem standa mun frá klukkan 11 til 17 laugardaginn 9. ágúst og verður að sjálfsögðu boðið upp á fjölbreytilega fiskrétti og er allt ókeypis eins og áður. Mikil vinna liggur að baki undirbúningi þessa dags og mik- il sjálboðavinna lögð af mörk- um. Nefndarmenn segja það stórkostlegt hvað fólk leggur á sig til að allt takist sem best og hve allir séu jákvæðir og stað- ráðnir að gera hátíðina nú jafn ógleymanlega og á undanförn- um árum. Katrín Ingvarsdóttir segir frá ferö á œskulýðsráðstefnu í Noregi. Framfarafélag Dalvíkurbyggðar Únga fólkið vill aftur sýna bíó Framfarafélag Dalvíkurbyggðar hélt fund í kaffihúsinu Sogni 13. júlí sl. Félagið hefur sem kunn- ugt er haldið almenna umræðu- fundi um aðskiljanleg málefni og staðið fyrir líflegri umræðu um ýmis þjóðþrifamál. Að þessu sinni var umræðuefnið Ungt fólk í Dalvíkurbyggð og sú að- staða sem því er búin í byggðar- laginu. Umræður voru fjörlegar og ýmsum hugmyndum var varpað fram. Bjarni Gunnarsson æsku- lýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinn- ar. í umræðum sem af því spunn- ust kom fram mikill áhugi á að rnála og gera miðstöðina meira aðlaðandi og einnig voru reifað- ar ýmsar hugmyndir um starf- semina. Meðal annars kom upp hugmynd um að koma á fót reglulegum kvikmyndasýning- um sem krakkarnir sjálfir sæju um og öfluðu fjár í leiðinni. Þá gerði Katrín Ingvarsdóttir nemi grein fyrir ferð sem hún fór á vegum framfarafélagsins á æskulýðsráðstefnu í Noregi. Agæt mæting var á fundinum og í fundarlok var stofnaður um- ræðuhópur um málefni ungs fólks í byggðinni. hjhj Furðufiskar vöktu mikla athygli þeirra fjölmörgu sem þáðu heimboð Dal- víkinga á Fiskideginum mikla ífyrra. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.