Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmcnn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Nctfang: throsth@isholf.is Heimasíða: www.Nordurslod.is Prentvinnsla: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Sérhagsmunir hverra? íbúar við utanverðan Eyjafjörð sleikja nú sár sín eftir að hafa mátt reyna á eigin skinni hversu varasamt það getur verið að treysta loforðum stjórnmálamanna í kosninga- ham. Þegar búið var að bjóða út gerð Héðinsfjarðarganga og fá tilboð í verkið töldu menn að sigurinn væri í höfn og voru farnir að föndra við kampavínstappana en þá kom bakslagið. Ríkisstjórnin ákvað að hafna öllum tilboðum og fresta gerð ganganna um einhver ár. Viðbárur stjórnarinnar og röksemdir fyrir þessari frest- un eru ekki trúverðugar. Sagt er að þetta sé gert í ljósi þess að mikil spenna muni verða í íslensku efnahagslífi meðan stórframkvæmdirnar austur á landi standa yfir. Það er vissulega rétt en það hefur bara verið vitað frá því samn- ingar voru undirritaðir skömmu eftir síðustu áramót. Stjórnarþingmennirnir og ráðherrarnir sem komu hingað í kjördæmið í kosningabaráttunni vissu vel að eitthvað yrði undan að láta þegar ríkið brygðist við spennunni. Samt töl- uðu þeir eins og gerð Héðinsfjarðarganga væri undir því komin að þeir héldu völdum og engu öðru. Eftir að framkvæmdum við göngin hafði verið frestað birtust á ritvöllum landsins ýmsir spámenn sem fögnuðu þessari gjörð og hrósuðu ríkisstjórninni fyrir að þora að gefa fámennum en illskeyttum sérhagsmunahópum langt nef. Göngin væru gæluverkefni fyrir ört fækkandi Siglfirð- inga og Olafsfirðinga og eins gott að slá þau bara strax af. íbúar þéttbýlisins hefðu cngan áhuga á að horfa á eftir skattkrónunum sínum í þá ótæmandi hít sem nefnist byggðastefna. Sennilega finnst íbúum á Siglufirði og Olafsfirði merki- legt að heyra hversu öfiugur þrýstihópur þeir eru orðnir. Sjálfsmyndin hefur kannski verið dálítið önnur. En hvað sem því líður þá snýst málið ekki um að verið sé að mylja undir nokkra gæðinga fyrirgreiðslupólitíkusa af lands- byggðinni. Það vita þeir sem fylgst hafa með umræðum um byggðaþróun á undanförnum árum. Fræðimenn á sviði byggðamála hafa sett fram kenning- ar um að það þurfi að breyta byggðastefnunni í þá veru að styrkja samgöngur út frá fáum þéttbýlissvæðum, einkum höfuðborgarsvæðinu og Eyjafirði. Með því að tengja staði sem liggja innan 1-2 tíma akstursfjarlægðar frá þéttbýlinu betur við kjarnana er verið að styrkja byggðina á þeim stöðum. Ef við lítum á landakortið sést að auk umferðar- bóta í nágrenni Reykjavíkur eru það tvenn jarðgöng sem blasa við: Héðinsfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng. Reyndar mætti svo fara að huga að því að tengja Eyjafjörð betur við Skagafjörð með göngum úr Hörgárdal. Með þessu móti er ekki verið að hlaða undir fámenn byggðarlög heldur er verið að víkka það svæði sem á sér von um að geta haldið í íbúa sína. Það liggur nefnilega í augum uppi að fólk á landsbyggðinni vill ekki lengur búa við skerta þjónustu, lakari menntunartækifæri og fábreytt- ara atvinnulíf en þeir sem búa í þéttbýlinu. Ef hægt er að veita fólki aðgang að slíkri þjónustu með greiðum sam- göngum er verið að treysta byggðina í dreifbýlinu. Hinn kosturinn er náttúrulega að eyða peningunum í eitthvað annað, til dæmis að stofna her eða reisa atvinnu- húsnæði sem enginn markaður virðist vera fyrir, og vera ekkert að púkka upp á samgöngurnar. Reyndar er ekki víst að það sparist miklir peningar við að draga úr samgöngu- bótum vegna þess að eitthvað hlýtur það að kosta að koma dreifbýlisbúum fyrir á mölinni. Að ekki sé minnst á þann kostnað sem samfélagið hefur af því að verðfella og afskrifa þær eignir sem eru í dreifbýlinu. I umræðum um vanda Raufarhafnar í vor kom einmitt fram sú krafa að stjórn- völd bættu íbúunum skaðann sem þeir verða fyrir sem þurfa að yfirgefa hús sín og atvinnutæki bótalaust. Það sem var þó athyglisverðast við umræðuna sem spratt af uppsögnunum á Raufarhöfn var einmitt það að vandi þessa litla sjávarpláss endurspeglar nýjan veruleika í byggð- um landsins. Allt í einu var eins og þjóðin ætlaði að fara að horfast í augu við að tímarnir eru breyttir og að byggða- vandinn krefst nýrra lausna. Héðinsfjarðargöng falla vel að þessum nýju viðhorfum og eru fjarri því að vera fyrir- greiðsla með spillingarkeim eins og gefið er í skyn. Gamla fyrirgreiðslupólitíkin dugir ekki lengur - hafi hún einhvern tíma dugað. Vonandi opnast augu fleiri fyrir því. -ÞH Spennusögur AF Vesturkjálkanum I Viðbiirðuriim á Bakka Júlíus Jón Daníelsson Það var oft gaman í kaffi- tímunum þessa sumardaga á Húsabakka fyrir rúmum 30 árum. Það var verið að mála skólann innanstokks og laga sitt hvað sem halda þurfti við. Mál- arameistari var Páll Sigurðsson frá Göngustöðum, búsettur á Dalvík. Hann var vel menntaður í sinni grein, sigldur maður og hafði stundað framhaldsnám í greininni í Kaupmannahöfn. Hann var spaugsamur og sagði vel frá. Páll hafði þarna með sér tvo gervimálara, þann sem þessar línur ritar, og vinnufélaga minn og vin Jón B. L. Halldórsson frá Jarðbrú sem varð síðar þjóð- þekktur fjölmiðlamaður. Har- aldur, rafvirkjameistari, Guð- mundsson frá Gullbringu, síðar á Karlsá, var þarna líka að vinna við rafkerfi sícólans. Gárungar á Dalvík sneru stundum nafni Páls við og kölluðu hann Mál pálara. I einum kaffitímanum barst það í tal hvort einhver okkar hefði séð draug. Það varð fátt um svör fyrst í stað, þangað til Páll segist vilja segja okkur eina draugasögu og kveikti sér í nýrri sígarettu því hann var mikill reykingamaður. Þannig var sagði Páll, að ég var sumarstrákur á Bakka hjá Vilhjálmi og Kristínu þegar ég var 10 til 11 ára. Þarna á bænum lá rúmfastur gamall bóndi úr sveitinni sem fáa átti að. Hann var geðtruflaður sem lýsti sér í því að hann hélt að menn vildu eitra matinn fyrir sér. Einn dag að mjög áliðnu sumri birti upp með brakandi þurrki eftir þráláta óþurrkatíð. Hey lá flatt á Enn- unum og Torfuláarengi og hvert mannsbarn á Bakka sem vettlingi gat valdið var úti í heyskap. Nema ég. Ég var látinn vera heima hjá gamla manninum. Hann mókti í rúminu sínu. Sólin skein glatt af heiðum himni og allt var kyrrt og hljótt nema að inn um opinn glugga barst svæfandi malið frá bunu í bæjarlæknum og suðið í nokkrum flugum. Skyndilega heyri ég kallað á mig. Það var gamli maðurinn. Hann sagðist vera sárþyrstur og bað mig að ná í vel kalt vatn handa sér, en bað mig þess lengstra orða að eitra ekki vatn- ið fyrir sér. Ég hét öllu fögru um það, tók væna mjólkurkönnu úr eldhússkápnum, fyllti hana úr lækjarbununni og færði gamla manninum. Hann greip könn- Páll Sigurðsson málarameistari. una báðum höndum og hafði engar sveiflur á því, nema slok- aði í botn úr henni.Tveim tímum síðar var hann liðið lík. Ég kólnaði upp af skelfingu. Ég var sannfærður um að ég hafði drepið gamla manninn með því að gefa honum of kaldan svaladrykk. Ég hljóp í ofboði eins og fætur toguðu út og upp á Torfuláarengi og sagði tíðindin. Ekki þorði ég að ymta að því einu orði, hvað ég héldi að hefði orðið gamla manninum að bana. Dag- urinn leið, sólin gekk undir og skuggarnir af hnúkunum á Vest- urkjálkanum læddust upp hlíð- arnar á móti. Á suðurhimininn var komin maríutása sem boðaði veðrabrigði. Kýrnar voru sóttar yfir á Bakkabakka til kvöld- mjalta, það fór að skyggja. Þetta blíða síðsumarkvöld breiddi dökka blæju yfir sveitina og þreytta íbúa hennar. Það var orð- ið dimmt. Og þó. Norður yfir Látrafjöllum var fullur máni kominn upp á festinguna og staf- aði fölri galdrabirtu á fjöll og dali. Ég var varla mönnum sinn- andi um kvöldið, var með hnút í maganum og hafði enga matar- lyst. Kristín húsmóðir hafði áhyggjur af mér og spurði hvort ég væri lasinn. Ég gaf víst lítið út á það. Undir háttatíma fór ég út á hlað. Dalsáin niðaði neðan við barðið og tunglið hafði hækkað á lofti. Allt í einu heyrðust tryll- ingsleg óhljóð úr gilinu sunnan við bæinn. Þarna voru kettir að hnakkrífast og var ófagurt að heyra. Eftir bardagann sendu þeir hvor öðrum tóninn með langdregnu, næstum ójarðnesku nágauli. Ég kveið því að fara upp á kvistherbergið, en þar deildi ég rekkju með Sigurjóni vinnu- manni. Svo óheppilega vildi til að þetta kvöld hafði hann brugðið sér eitthvað af bæ svo að ég varð að hátta einsamall. Ekki var það til að bæta líðan mína. Einhvern veginn píndi ég mig upp brattan stigann og inn á kvistinn og fór að tína af mér spjarirnar. Ég hafði gleymt að loka dyrunumn en hurðin féll að stöfum. Mig brestur orð til að lýsa líðan minni; ég var bókstaflega yfirkominn af angist. Ég var handviss að öldungurinn gengi aftur og hefndi sín á mér. Um svefn var ekki að ræða, frekar ein- hvers konar hroll-mók. Tunglið skein inn um kvistgluggann og lýsti upp herbergið kaldri birtu. Állt í einu hrökk ég upp af mók- inu; ég skynjaði að ég var ekki einn. Eitthvað var að nálgast mig. Ég varð stjarfur af skelf- ingu, reyndi að kalla á hjálp en kom engu hljóði upp. Nú sá ég að dyrnar opnuðust, hurðin hreyfist hægt og hægt, án þess að nokkur kæmi í gættina. Nú var komið að því, karlinn var kominn til að sálga mér. Ég breiddi í ofboði sængina upp yfir höfuð, hjartað sló svo ótt að mér þótti það ætla að rífa sig út úr brjóstinu á mér. En viti menn! Nú fór aftur- gangan að þukla á mér ofan á sænginni. Byrjaði til fóta og hélt áfram upp eftir líkamanum. Endaði á höfðinu og þá fannst mér að það ætlaði að klofna. Síðan ekkert meir. Ég lá lengi hreyfingarlaus milli heims og helju undir sæng- inni án þess að nokkuð gerðist. Að lokum varð óþolinmæðin angistinni yfirsterkari og ég gægðist upp undan sænginni. Herbergið var rökkvað því ský hafði dregið fyrir tunglið. En á stalli aftan við rúmið stóð aftur- gangan með hatt á höfði og bjó sig til að steypa sér yfir mig í rúminu. Ég skynjaði að nú væri öllu lokið og ég ætti að deyja. Svipti þá skýi frá tungli og glað- birti í kamesinu. Sá ég þá frakka- garm hanga á snaga og hattkúf þar upp af þar sem áður var afturgangan. En til hliðar á stall- inum sat heimiliskötturinn, gríð- arstór og þungur, gulbröndóttur högni, sem hafði fengið sér göngutúr eftir mér endilöngum í rúminu. Það var sá hinn sami sem var að fljúgast á við að- komukött suður í gilinu fyrr um kvöldið. Hnúturinn í maganum var horfinn. Knattspyrnan Enn harðnar á dalnum Ekki blæs hann byrlega fyrir sameinað lið Leifturs og Dalvíkur í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu karla. Eftir tíu umferðir er liðið í neðsta sæti með sjö stig enda afrakstur undanfarins mánaðar einn sigur og þrír ósigrar. Síðast þegar við sögðum fréttir af knattspyrn- unni voru okkar menn komnir með fjögur stig í sex leikjum. í sjöundu umferð var Leiftur/Dalvík í hlutverki gestgjafanna í Ólafsfirði en þá komu Mosfellingar í heimsókn. Eftir mikla baráttu vannst 3:2 sigur með marki á lokasekúndunum. Svo sló í bakseglin því í næsta leik mættu okkar menn Haukum suður í Hafnarfirði. Sá leikur fór skelfilega því það var ekki nóg með að liðið væri burstað, 0:5, heldur voru tveir menn reknir af velli í upphafi síðari hálfleiks, fyrst ungverski varnar- jaxlinn Sandor Fores og síðan Helgi Þór Jónasson. Það var ekki nógu gott vegarnesti að hefja leik gegn nágrönnunum í Þór með þrjá fastamenn í leikbanni. Fyrri hálfleikur var þó jafn en gestirnir komust jfir á 35. mínútu þegar þeir fengu víta- spyrnu. I síðari hálfleik var nýr leikmaður Leifturs/ Dalvíkur, Tony Usnik frá Slóvakíu, rekinn af velli og þá var ekki að sökum að spyrja, Þórsarar bættu við þremur mörkum gegn einu marki okkar manna. Úrslitin 1:4. Á laugardaginn fór liðið svo suður í Kópavog og sótti HK heim. Enn máttu okkar menn lúta í gras því leiknum lyktaði með naumum ósigri, 1:2. Mark okkar manna skoraði Zeid Yashin og hefur hann því skorað í tveim leikjum í röð. Vonandi er að hann haldi þeirri iðju áfram og takist að örva aðra leikmenn til dáða því nú er farið að síga á seinni hluta mótsins og annað hvort að duga eða drepast ef forðast á fall í 2. deild. Staðan í 1. deild að loknum 10 umferðum er þessi: L u J T Mörk Stig 1. Keflavík 10 7 2 1 26:11 23 2. Víkingur Rvík 10 5 4 1 14: 7 19 3. ÞórAkureyri 10 5 3 2 23:17 18 4. Haukar 10 4 2 4 15:15 14 5. HK 10 4 2 4 13:13 14 6. Njarðvík 10 3 2 5 16:18 11 7. Stjarnan 10 2 5 3 12:14 11 8. Afturelding 10 3 2 5 11:19 11 9. Breiðablik 10 3 1 6 9:13 10 10. Leiftur/Dalvík 10 2 1 7 10:22 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.