Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 þe. að hætt slátrun hjá Reykja- garði á Hellu og flytja hana í hið nýja sláturhús Móa í Mosfellsbæ sem starfrækt var með allt of litlum afköstum. Þessu tóku menn heldur þunglega austur á Rangárbökkum og segir sagan að ýmsir sjóðir og fyrirtæki á Suðurlandi sem voru í viðskipt- um við Búnaðarbankann hafi verið farin að hugsa sér til hreyf- ings frá bankanum. Hvað svo sem hæft er í því þá var skyndi- lega kúvent og slátrunin aftur flutt austur fyrir fjall. Við það varð staða Móa enn vonlausari en áður og í vetur fór fyrirtækið fram á greiðslustöðv- un. Meðan á henni stóð var lána- drottnum boðið upp á nauða- samninga sem jafngiltu því að afskrifaður væri tæplega hálfur milljarður króna. Mikil átök urðu um ágæti þessara nauðasamn- inga meðal kröfuhafa en á end- anum náðist tilskilinn meirihluti fyrir samningnum eftir að Bún- aðarbankinn gaf grænt ljós á þá. Lögum samkvæmt þarf að leggja nauðasamninga af þessari gerð fyrir héraðsdóm til stað- festingar eða höfnunar og var það gert í vor. Héraðsdómur hefur enn ekki kveðið upp sinn úrskurð þegar þetta er ritað. Hins vegar er nokkuð ljóst að hver sem niðurstaða hans verður þá verður henni áfrýjað til Hæstaréttar. Það er því ljóst að ekki fæst úr því skorið hver framtíð Móa verður fyrr en í haust og jafnvel ekki fyrr en undir áramót. Átökin um örlög Móa hafa verið hörð enda er tekist á um mikla fjármuni. Áður var nefnt að meirihluti kröfuhafa væri reiðubúinn að afskrifa tæplega hálfan milljarð króna en það gera þeir væntanlega til þess að verja enn meiri fjárfestingar. Nauðasamningarnir ná nefni- lega bara tii kjúklingabúsins en ekki sláturhússins, það er í eigu tveggja fyrirtækja: fjármögnun- arfyrirtækið Lýsing á vélakost- inn en Landsafl á húsið. Lýsing er svo aftur að mestu leyti í eigu Búnaðarbankans en Landsafl er dótturfyrirtæki Landsbankans. Þessi fyrirtæki eru að verja fjár- festingu sem slagar hátt upp í einn milljarð króna en framtíð hennar er að verulegu leyti und- ir því komin að Móar verði starf- ræktir áfram. Beðið í ofvæni Raunar má segja að allir þeir sem starfa í kjúklingafram- leiðslu bíði með öndina í háls- inum eftir því hver niðurstaðan verður hjá Móum. Fyrirtækið er það langstærsta í greininni og þess vegna skiptir það sköpum fyrir aðra framleiðendur hvort það er sett á vetur eða gert upp. Verði nauðasamningarnir stað- festir eru bankarnir í raun að taka ákvörðun um að leggja hálfan milljarð af mörkum til þess að framlengja það ástand sem ríkt hefur og einkennist af offramleiðslu, offjárfestingum og undirboðum. Verði Móar hins vegar lýstir gjaldþrota er komin upp ný staða á kjúklingamarkaðnum. Það var í því ljósi sem ýmis fyrir- tæki í norðlenskum matvæla- iðnaði höfðu í bígerð að bjóða í þrotabú íslandsfugls í vor. Áður en af því varð komu núverandi eigendur til skjalanna og keyptu fyrirtækið af þrotabúinu. Von- andi gengur þeim allt í haginn með reksturinn en ljóst er þó að Frá Dalvíkurbyggð Varðar heimreidar að lögbýlum Vegageröin mun framvegis aöeins hefla heim- reiöar samkvæmt beiðni. Þeir sem óska eftir aö fá heimreiöar heflaðar eru vinsamlega beðnir aö hafa samband við Tæknideild Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900, 460 4921 eða farsíma 826 8876. Bæjartæknifræðingur Askriftarsími Norðurslóðar er 466 1555 róðurinn verður ekki auðveldur og raunar alls óljóst fyrr en líða tekur á næsta vetur hverjar framtíðarhorfurnar eru. Allir líða fyrir óvissuna En það eru fleiri sem bíða niður- stöðu dómstólanna en kjúk- lingaframleiðendur og bankarn- ir. Offramleiðslan á kjúklingum hefur valdið því að verð á kjúk- lingakjöti hefur lækkað veru- lega, auk þess sem sölufyrirtæk- in hafa birgt sig upp af verulegu magni af frosnum kjúklingum sem þau þurfa að losa sig við á næstunni. Þetta lága verð hefur smitað út frá sér og valdið verð- lækkunum á öðru kjöti. Þannig eru framleiðendur á svínakjöti að selja framleiðslu sína á fárán- lega lágu verði, undir 100 krón- um á kfló og allt niður í 60 krón- ur. Ef þessi framleiðsla á að standa undir sér þyrfti verðið hins vegar að vera 220-240 krón- ur að lágmarki. Sauðfjárbændur eru ekki síð- ur orðnir óþreyjufullir eftir því að kjötmarkaðurinn nái jafn- vægi. Sala á lambakjöti heldur áfram að dragast saman en salan núna í júní var rúmlega 10% minni en í júní í fyrra. Þeir þurfa því að draga saman seglin í fram- leiðslunni, að öðrum kosti þarf að flytja kjötið út en þá fá bænd- ur mun lægra verð fyrir það en á innanlandsmarkaði. Eins og víðar í íslensku þjóð- félagi eru mótsagnirnar í land- búnaðinum margar og sumar dá- lítið kúnstugar. Ein er sú sem fólgin er í hömlum á innflutningi landbúnaðarafurða sem er ætlað að verja íslenskan landbúnað. Þessar hömlur gilda líka um kjúklinga- og svínakjöt. Væri þeim aflétt myndu íslenskir framleiðendur neyðast til að hagræða enn frekar og laga sig að erlendri samkeppni. Það má því halda því fram með nokkr- um rétti að þessi vernd sem hvíta kjötið nýtur verji framleiðendur þess fyrir erlendri samkeppni meðan þeir eru að leggja lamba- kjötsframleiðsluna í rúst. -ÞH Sparisjóður Svarfdæla sendir viðskiptavinum bestu kveðju og óskar þeim bjarts og sólríks sumarleyfis við leik og störf, í sveit og við sjó Munið: Einnig á sumrin ávaxtast spariféð og skiiar uppskeru að hausti Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.