Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð íslenskur kjötmarkaður í uppnámi Beðið eftir niðurstöðu í rekstrarvanda Móa - Framtíðarhorfur kjúklingaframleiðslu á Dalvík og annars staðar ráðast afþví hvort Móum verður forðað frá gjaldþroti Eins og menn vita hefur gengið á ýmsu í rekstri kjúklingabús Is- landsfugls á Dalvík. Stofnendur fyrirtækisins drógu sig út úr rekstri þess í fyrravetur og nokkrir stórir fjárfestar freist- uðu þess að halda rekstrinum áfram. A vordögum urðu þeir þó að horfast í augu við að rekstur- inn gekk ekki upp og fyrirtækið var lýst gjaldþrota. Nú eru komnir nýir menn inn í rekstur- inn og vonandi gengur þeim allt í haginn. En það verður eflaust við ramman reip að draga eins og ástandið er á íslenskum kjöt- markaði. Hér verður reynt að gefa nokkra mynd af því sem verið hefur að gerast á þessum vettvangi. Á þessum markaði geisar hart kjötstríð þar sem fórnar- lömbin virðast miklu fleiri en sigurvegararnir, séu þeir ein- hverjir. Þótt mest sé rætt um ástandið í kjúklingaframleiðsl- unni þá er það ekki mikið skárra í öðrum greinum. Svínakjöts- framleiðendur fá ekki nema brot af því verði sem þeir þurfa að fá til þess að framleiðslan standi undir sér og sala á kindakjöti dregst ört saman. Þetta ástand á sér að ein- hverju leyti rætur í þeirri stað- reynd að búið er að afnema svo til alla framleiðslustýringu á kjöti hér á landi. íslenskur kjöt- markaður er frjáls en nýtur toll- verndar gagnvart innflutningi sem raunar er að stórum hluta bannaður af heilbrigðisástæð- um. Þetta frelsi hefur valdið því að sveiflur í kjötframleiðslu hafa verið verulegar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endann á þeim. Sveiflurnar birtast einkum í því að framleiðsla og sala á hvítu kjöti sem svo er nefnt, þe. kjúk- lingum og svínakjöti, hefur vaxið mjög ört á síðustu árum en sala á lambakjöti hefur minnkað um rúmlega helming á innan við tuttugu árum. Fari svo sem horf- ir mun sérstaða íslendinga sem lambakjötsneytendur hverfa innan fárra ára, heimsmetið er í mikilli hættu. Bankar vasast í kjúklingum Sauðfjárbændur eru að sjálf- sögðu óhressir með þetta ástand og hafa sakað kjúklinga- og svínakjötsframleiðendur um að stunda óeðlilega samkeppni með undirboðum og öðrum bolabrögðum. Jafnframt hafa þeir gagnrýnt afskipti banka af þessari framleiðslu og spurt hvort það geti talist eðlilegt að stór hluti kjötframleiðslu lands- ins sé beinlínis í eigu bankakerf- isins. Það sem við er átt með þessum ásökunum hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í tengslum við rekstrarvandræði kjúklingabúsins Móa á Kjalar- nesi en búið hefur rambað á barmi gjaldþrots frá því í vetur. Kjúklingamarkaðurinn er að heita má allur í höndum fjögurra fyrirtækja: Móa, Reykjagarðs, ísfugls og íslandsfugls. Þrátt fyr- ir mikla söluaukningu hefur hún ekki haldið í við útþenslu og fjárfestingargleði þeirra sem stjórna þessum fyrirtækjum. Sem dæmi um það má nefna að heildarsalan á kjúklingum var tæplega 4.500 tonn árið 2002. Á þessu ári spá bjartsýnustu menn því að mögulega verði hægt að selja um 5.000 tonn en áætlanir fyrirtækjanna fjögurra hljóðuðu hins vegar upp á að framleiða og væntanlega selja 6.500 tonn. Þetta gengur auðvitað ekki og þess vegna hefur greinin átt við vaxandi erfiðleika að etja. Það hefur leitt til þess að bank- arnir juku afskipti sín af rekstri og fjárfestingum fyrirtækjanna. Búnaðarbankinn hefur eignast meirihluta í Reykjagarði og hef- ur tekið virkan þátt í fjármögn- un Móa, reyndar í félagi við Landsbankann. Þegar Móar komust í vandræði kviknaði sú hugmynd að sameina þá Reykja- garði. Það gekk hins vegar ekki því samkeppnisyfirvöld hefðu aldrei samþykkt að til yrði fyrir- tæki með hátt í 80% markaðs- hlutdeild. Slátrunin á llakki Þrátt fyrir það var ákveðið að sameina slátrun fyrirtækjanna, Guöni Ágústsson fer fyrir norðlenskum hestamönnum inn á mótssvœðið í Hringsholti. Ráðherrann varsettur upp á fœrleik Sigurðar Marinósson- ar sem heitir Reginn en gegnir nafninu Harley Davidson enda er hann svo öflugurá töltinu að eigi verður saman jafnað við annað en ameríska vélfáka. Ná hefur hann hlotið enn eitt nafnið: Ráðherrajarpur. Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum Skagftrðingar hlutskarpastir Göngum hér á gleðifund glaðbeittir í sjón og lund. Þökkum gefna gœfustund í guðaveigum skálum. Heiðra skulum hal og sprund, hlýrri bindast vonarmund og meðan sólin gyllir grund gifta ráði málum, Þetta sagði Friðgeir Jóhannsson heiðurfélagi í Hestamannafélag- inu Hring að ætti að vera mottó dagsins þegar hann afhenti Guðna Ágústssyni landbúnaðar- ráðherra gjafir frá sjálfum sér og félaginu við hátíðlega athöfn í upphafi Bikarmóts Norðurlands á laugardaginn var. Guðni þakkaði fyrir sig með því að vitna í frænda sinn Gunnar á Hlíðarenda. Friðgeir reyndist helst til bjartsýnn á sólarganginn því þokan teygði sig niður fyrir miðjar fjallshlíðar þegar athöfn- in fór fram. Ráðherra varð ekki skotaskuld úr því að setja mótið sem hófst um leið og hann dró sig í hlé. Þátttakendur í bikarmótinu voru úr fimm héraðssambönd- um af Norðurlandi: Húnvetn- ingar, Skagfirðingar, Svarfdæl- ingar sem kepptu undir merkj- um UMSE og Þingeyingar, auk Akureyringa sem sendu lið til keppni undir merkjum íþrótta- bandalags Akureyrar. Keppni var hörð en drengileg og höfðu allmargir áhorfendur gaman af, ekki síst á sunnudeg- inum en þá hlýnaði heldur og birti yfir. Þegar upp var staðið höfðu Skagfirðingar sigur og réð- ust úrslitin í síðustu grein, skeiði, en fyrir þá grein voru Akureyr- ingar efstir. Heimamenn kepptu við Þingeyinga um 3. sætið og höfðu gestirnir betur. Lestina ráku svo Austur-Húnvetningar. Gestir voru fjölmargir við setningarathöfnina þótt ekki treystu allirsér út úr bíluin sínum enda sumarblíðan ekki eins mikil í verunni og í vísu Friðgeirs. Atli Þór Friðriksson á Grund, 11 ára gamall, á Ölveri en þeir náðu góðum árangri í fjórgangi. Að ofan tekur Guðni við gjöfinni frá Friðgeiri Jóhannssyni og á mynd- inni til hœgri ávarpar hann mótsgesti. Árangur heimamanna var svona upp og ofan. Ekki höfðu þeir sigur í neinni grein en tveir komust næst því: Stefán Frið- geirsson sem varð í öðru sæti á Degi í fimmgangi og Sveinbjörn Hjörleifsson sem varð annar í flugskeiði á Jódísi. Þá er ástæða til að geta árangurs Atla Þórs Friðrikssonar á Grund en hann varð fimmti í keppni ungmenna í fjórgangi, 11 ára að aldri. -ÞH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.