Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 23.07.2003, Blaðsíða 6
MÁ FG KYINNA? Tímamót Munir og minjar Á Byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Nr. 962. Gefendur: Halldór og Ingibjörg frá Jarðbrú. Tæki til að smeygja spenagúmmíum á mjaltatæki. Ekki höfum við neitt nafn á þennan grip en kúa- bændur og aðrir fjósamenn kannast mætavel við hann og hafa margsinnis brugðið honum þegar spenagúmmi voru endurýjuð. Mynd 11. Hvað er þetta? Svarfdælsk byggð & bær Norðurslóð árnar heilla. Kolbrún og Ari á sólpallinum í Árgerði. Á bak við þau leika þau sérStefanía dóttirþeirra ogfrœnd- inn Baldurfrá Grýtubakka. sagði Kolbrún frá hugmynd sem hún hefur aðeins verið að viðra upp á síðkastið þess efnis að yfir ferðamannatímann verði boðið upp á eina siglingu á dag frá Grenivík til Dalvíkur og þannig búin til hringleið um Eyjafjörð- inn. Til þessa vill hún nýta ferj- urnar sem fyrir eru og samræma ferðirnar áætlunum þeirra og áætlunarbíla við fjörðinn. Þetta þyrfti ekki að þýða mikinn kostnað en myndi óneitanlega auka fjölbreytnina til muna fyrir ferðafólk og heimamenn og tengja byggðirnar við Eyjafjörð betur. Kolbrún og Ari eru bæði kerf- isfræðingar að mennt. Hann er auk þess rafeindavirki og tón- listarmaður og hún með meist- arapróf í rakaraiðn. Þau eiga þrjú börn. hjhj Brúðkaup Þann 21. júní voru gefin saman í Tjarnarkirkju Margrét Víkingsdóttir og Klemens Bjarki Gunnarsson. Sr. Jón Helgi Þórarinsson gaf brúðhjónin saman. Þann 12. júlí voru gefin saman í hjóna- band í Grundarkirkju Helga Kristín Þorsteinsdóttir (Björnssonar) og Tim- othy John Senior. Heimili þeirra er í Sutton-in Ashfield, Englandi. Sr. Magnús G. Gunnarsson gaf brúðhjón- in saman. Skírn Þann 19. júlí var skírður í Dalvíkurkirkju Eggert Bjarni. Foreldr- ar hans eru Þóra Soffía Bjarnadóttir og Bogi Eggertsson. Afmæli Þann 2. júlí sl. varð 70 ára Ingibjörg Ólafs- dóttir Hátúni, Árskógsströnd. Andlát Petrína Soflía Þórarinsdóttir Eldjárn Suður- byggð 1, Akureyri, andaðist á heimili sínu mið- vikudaginn 9. júlí sl. Petrína fæddist á Tjörn í Svarfaðardal 17. febrúar 1922. Foreldrar hennar voru hjónin Þórarinn Kr. Eldjárn, f. 26. maí 1886, d. 4. ágúst 1968, kennari og bóndi á Tjörn, og Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja þar, f. 2. ágúst 1888, d. 5. febrúar 1959. Systkini Petrínu eru Þorbjörg Eldjárn hús- freyja í Hafnarfirði, f. 6. mars 1914; Kristján Eld- járn forseti íslands, f. 6. desember 1916, d. 14. september 1882; Hjörtur Friðrik Eldjárn, f. 24. febrúar 1920, d. 1. apríl 1996. Petrína giftist 1945 Stefáni Árnasyni starfsmanni Rafmagns- veitna ríkisins á Akureyri. Þau eiga sex börn: Þórarinn f. 11. október 1945, kona hans er Sigurbjörg Jónsdóttir; Sigrún f. 19. mars 1947, maður hennar er Yngvar Bjprnshol; Gunnhildur f. 4. apríl 1952, maður hennar er Árni Björn Stefánsson; Árni f. 10. október 1953, kona hans er Herdís Clausen; Páll f. 25. mars 1960, kona hans er Gíslína Erlendsdóttir; Ólöf f. 20. maí 1965, maður hennar er Ágúst Birgisson. Petrína ólst upp á Tjörn, fór í Menntaskólann á Akureyri, tók gagnfræðapróf þaðan, var í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði og aðstoðarkennari þar einn vetur. Hún starfaði lengi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Petrína var mjög virk í sönglífi á Akureyri, söng með Kantötukór Akureyrar, Söngfélaginu Gígj- unni en lengst þó í Kór Akureyrarkirkju þar sem hún var for- maður um skeið. Utför Petrínu var gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. júlí sl. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir jarðsöng. Þann 18. júlí andaðist á Dalbæ Soffía Gísladóttir frá Hofi. Hún verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju fimmtudaginn 24. júlí kl. 13:30. Jarðsett verður að Völlum. Soffíu verður minnst í næsta blaði. Ari og Kolbrún í Árgerði sótt heim í byrjun sumars sögðum við hér í blaðinu frá nýjum ábúendum í Árgerði, þeim Ara Baldurssyni og Kolbrúnu Reynisdóttur. Norðurslóð leit við hjá þeim hjónum nú á dögunum til að forvitnast um starfsemina. Þau sögðu fólk almennt taka þeim opnum örmum og greinilega væri mikill áhugi á að halda áfram gistihúsarekstri í Árgerði. „Við viljum vera í sem mestu samstarfi við alla þá sem eru að fást við ferðaþjónustu hér á svæðinu. Þetta er frábært svæði sem hefur upp á allt að bjóða fyrir ferðafólk en menn verða að bretta upp ermarnar ef þeir ætla ekki að missa af lestinni,“ segir Kolbrún. Hjónin í Árgerði segjast stað- ráðin í að stunda vistvæna ferða- þjónustu. Þau stefna að því að Árgerði verði aðili að Green Globe-samtökunum sem eru samtök umhverfisvænna fyrir- tækja í ferðaþjónustu. Það sem af er sumri hefur traffíkin verið þolanleg að sögn Ara. Lítið er um fyrirfram bók- anir en meira er um að gestir komi með litlum fyrirvara. Eink- um gerist það þegar mikið er um að vera á Akureyri og öll hótel full þar. í Árgerði er hægt að leigja reiðhjól og einnig eru þar leigðir út kanóar til siglinga á ánni. Blaðamaður Norðurslóðar fór í róðrartúr frá Vallavaði og niður að Ágerði og mælir þeirri reynslu ríkari hiklaust með þess- ari frábærlega skemmtilegu og heilsusamlegu afþreyingu fyrir heimamenn jafnt sem ferðafólk. Svarfaðardalsá og vatnasvæði hennar er kjörin til kanóasigl- inga. Áin er lygn og breið, og náttúrufegurðin og fuglalífið engu líkt. Ætlunin er að bjóða upp á svokallaða tvíþraut á fiskidaginn mikla í samvinnu við Sveinbjörn Hjörleifsson og hestaleigu hans. Þá er riðið á hestbaki fram með Svarfaðardalsá og síðan siglt á kanó til baka. Kolbrún og Ari hafa ýmsar fleiri hugmyndir í pokahorninu. Meðal annars

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.