Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 11.05.2006, Blaðsíða 24
uuuu Subway Keflavík O Óskum eftir fólki í vaktavinnu, breytilegar vaktir. Leitum að jákvæðu og lífsglöðu fólki með mikla þjónustulund. Hægt er að sækja um á subway.is eða á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Durdja í síma 696 7075. FRÉTTASÍMINN SOUMHRINCSVAKT 8982222 Atvinna Vínbúðinni Keflavík vantar fólk í tímavinnu sem fyrst í áfyllingar og lagerstörf. Vinsamlegast hafið samband við Maríu eða Ólaf í síma 421 5699. VÍN^BÚE) l)^ÞiA4A,r Lvj-P'{(1*444. Starfsmaður óskast til sumarafleysinga í Saltfisksetri íslands og Upplýsingamiðstöð Grindavíkur að Hafnargötu 12 í Grindavík. Ráðningartími er frá 15. maí til 15. september 2006. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar í síma 420 1190 frákl. 09:00 - 18:00. Viðtalstími 11. og 12. maí frá kl. 13:00- 16:00 Minningarorð SVANBERGINGI RAGNARSSON f. 07.01.92 d. 25.04.06 að var vor í lofti þriðjudaginn 25. apríl þegar nemendur í 8. og 9. bekk Myllu- bakkaskóla söfnuðust saman til að heyra hvaða valgreinar stæðu þeim til boða næsta vetur. Valið verður venju fremur fjölbreytt að þessu sinni og var bjart yfir unga fólkinu þegar það hélt aftur í sínar stofur. Þarna var Svanberg með okkur broshýr og hress enda farinn að sjá fyrir endann á baslinu með hækjurnar. En að kvöldi dags hafði hann kvatt þetta líf og við stöndum eftir orðlaus. Hvernig má það vera að ungur maður sem átti allt lífið framundan og var til þess líklegur að gera sig gildandi á jákvæðan hátt í okkar samfélagi er skyndilega allur. Svanberg hafði fengið ýmislegt að kljást við í gegn um tíðina. Við minnumst þess að hann átti til að fá slæm höfuðverkjaköst. Stundum voru þau svo slæm að hann fór heim. Þá var hann vís til að birtast aftur eftir 2-3 tíma, búinn að jafna sig og vildi ekki missa af meiru þann daginn. Bekkurinn hans hefur alltaf reynst sterkur og sérstaklega sam- heldinn. Það hefur líka hjálpað á þessum erfiðu tímum. Foreldrum, systrum og öðrum ættingjum vottum við einlæga samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa. Égþakka þau ár sem ég átti, þá auðtiu að hafa þig hér. Ogþað er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minnfer. Þó þú sért liorfitm úr heimi, ég hitti þig ekki utn hríð, þtn minning er Ijós setn lifir og lýsir uttt ókomna tíð. (Þóruttn Sig.) Hildur Ellertsdóttir Kristinn Guðbrandsson FISKIRÉTTAHLAÐBORÐ Knattspyrnudeild Njarðvíkur heldur sitt árlega fiskiréttahlaö- borð í Stapa þann 25. maí n.k. Þessi kvöld hafa notið mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna og annarra velunnara. Þarna fer fram kynning á leikmönnum og þjálfurum meistaraflokks og 2. flokks. Meistarakokkarnir í Stapanum keppast við að hafa fiskréttina sem fjölbreyttasta og hafa þeir bókstaflega galdrað fram ómótstæðilega rétti. Á þessu kvöldi fer vel saman góður matur og létt skemmtidagskrá, ásamt happdrætti. Skemmtunin stendur frá kl. 19:30 til kl. 23:30. Verð miða er kr. 3000. Þeir sem hafa áhuga og vilja tryggja sér miða í tíma, geta haft sam- band við einhvern af leikmönnum mfl. og/eða hringt í Guðmund (862-0360), Andrés (863-0751) eða Þórð (861-3266). Einnig er hægt að senda tölvupóst á njardvikfc@umfn.is + Ástkær maðurinn minn, faðir, tengda- faðir, sonur, bróðir, barnabarn og afi, John Joseph Cramer, Hæðargötu 10, Njarðvík, lést af slysförum þann 7. maí s.l. Jarðarför auglýst síðar. Ósk Sigmundsdóttir, Halla M. Cramer, Marinó Heiðar Svavar, Daníel J. Cramer, Geirþrúður Ó. Geirsdóttir, Árni J. Hjörleifsson, Halla Valrós Jónsdóttir Cramer, Joseph Cramer, Robert M. Cramer, Tammy Cramer, Mildred Cramer, barnabörn og aðrir aöstandendur. Bæjarstjóri fundar með íbúum Arlegir íbúafundir bæjarstjóra hófust í gær 10. maí og standa þeir til 18. maí. Þar mun bæjarstjóri fjalla um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatna- framkvæmda, skólamála, fé- lagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar-, íþrótta- og tóm- stunda. Þá verður farið yfir fram- kvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa urn það sem betur má fara. Fyrsti fundurinn var hald- inn í Innri Njarðvík í gær en næstu fundur verður haldinn í kvöld fyrir íbúa í Njarðvík. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er haldinn í Njarðvíkurskóla. Næstu fundir eru: íbúar í Höfnum mánudagur 15. maí í safnaðarheimilinu í Höfnum íbúar í Keflavík sunnan Að- algötu þriðjudagur 16. maí í Holtaskóla Ibúar í Keflavík norðan Aðal- götu miðvikudagur 17. maí í Heiðarskóla Að auki boðar bæjarstjóri til íbúafundar með framhalds- skólanemum í Iþróttaaka- demíunni fimmtudaginn 18. maí kl. 17:00. VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA! 24 | VÍKURFRÉTTIR ! 19. TÖIUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.