Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Síða 28

Víkurfréttir - 11.05.2006, Síða 28
Árni Sigfússon skrifar: Tími til að lifa og njóta Guðbrandur Einarsson skrifar: Þjónusta við fólkið Kosningarnar sem framundan eru, munu og eiga að snúast um þjónustu við fólkið og hvaða verð þarf að greiða fyrir hana. A- listinn hefur á undanförnum vikum mótað sína málefnastefnu. Boðað hefur verið til op- inna máefnafunda þar sem fjöldi fólks hefur lýst skoðun sinni á atriðum sem því finnst skipta máli. A-Iistinn hefur í framhaldinu lagt fram skýr áhersluatriði sem munu hafa áhrif á kjör allra íbúa. Meðal þeirra eru: * Þátttökukort íyrir grunnskólabörn kr. 25.000 á ári * Ókeypis skólamáltíðir * Lækkun leikskólagjalda um helming * Aukin aðstoð eftir að fæðingarorloft lýkur * Lækkun fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega * Veruleg íjölgun hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu * Sólarhringsvakt á skurðstofu HSS og ný tekin í notkun Það er ekki trúverðugt þegar flokkur sem stjórnað hefur sveitarfélag- inu síðasta kjörtímabil, leggur nú til félagslegar úrbætur, eftir að hafa staðið að auknum álögum á íbúa s.s. verulegri hækkun leikskóla- og fasteignagjalda. Til A-listans er stofnað með það að markmiði að auka og bæta þjónustuna við íbúana og beita til þess félagslegum úrræðum. Með því að mekja X við A á kjördag munt þú stuðla að því að það takist. Guðbrandiir Einarsson skipar 1. sœti A-listans í Reykjanesbœ EinarJón Pálsson skrifar: Lág byggingarleyfis- gjöld í Garðinum Margt af því sem fram- boð til sveitarstjórna í stærstu sveitarfé- lögum lands- ins hyggjast framkvæma á næsta kjör- t í m a b i 1 i, hefur þegar verið gert af nú verandi meirihluta í Reykjanesbæ. Aukið lýðræði Áhersla hefur verið lögð á beint samband við íbúa, með auðveldu aðgengi að bæja- stjóra, árlegum íbúafundum og rafrænni afgreiðslu mála, sem hlotið hefur innlendar og erlendar viðurkenningar. Af einstaka verkefnum má nefna hóflegt gjald fyrir máltíðir í grunnskólum, Frístundaskóla að loknum grunnskóladegi sem innifelur íþrótta- og tómstunda- starf þeirra og sér um að aka börnum á milli áfangastaða, ókeypis strætisvagnaþjónustu í hænum, styrki til íþróttafélaga til ráðningar menntaðra þjálfara í yngri aldurshópum, fasta samn- inga við íþrótta- tómstundar- og menningarfélög, frítt í sund fyrir grunnskólabörn og yngri til að stuðla að hollri hreyfingu, auk samræmdrar íjölskylduað- stoðar allt frá mæðraskoðun hjá Heilbrigðisstofnun og fram yfir unglingsárin. Þessi þjónusta verður styrkt í sessi á næsta kjörtímabili, undir forystu sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Sérhver einstaklingur skiptir máli Hugmyndafræði okkar byggir á að velferð sérhvers einstaklings skipti máli til að heilu samfélagi farnist vel. Velferð einstaklings- ins hefst í móðurkviði og fyrstu árin skipta gríðarlega miklu máli fýrir mótun og þroska ein- staklingsins til framtíðar. Við viljum skapa samfélag sem um- vefur þessar staðreyndir í verki. í samræmi við þessa lífsskoðun teljum við mikilvægt að gefa foreldrum rýmri tækifæri á að veita börnum sínum ást og hlýju með því að sinna þeim lengur eftir að fæðingarorlofi lýkur. Því viljum við veita foreldrum 30 þúsund kr. umönnunarstyrk á mánuði, strax að loknu fæðing- arorlofi þar til barnið byrjar í leikskóla. Við teljum ekki rétt að skilyrða stuðning bæjarfélagsins við að foreldri komi barninu frá sér til annarra, eins og gilt hefur í íslensku samfélagi hingað til. Foreldrar hafa val. Þeir hafa því aukið val til að sinna barninu að- eins lengur sjálfir eftir að fæðing- arorlofi lýkur, njóta umönnunar dagforeldra og síðan vandaðrar leikskólaþjónustu. •Engir biðlistar eru eftir leikskóla- plássi í Reykjanesbæ og áfram verður miðað við að öllum tveggja ára börnum bjóðist heils- dagsvistun á leikskóla. Gjald fyrir leikskóla lækkar til sam- ræmis við það sem flest stærstu sveitarfélögin bjóða á næsta kjör- tímabili. Aukinn systkinaafsláttur Systkinaafsláttur millifærist að fullu. Með þessari miklu breyt- ingu að öll börn eigi rétt á um- önnunarstyrk, eftir að fæðingar- orlofi lýkur, óháð umönnunar- vali foreldra, gildir eftirfarandi regla: Barn sem er á leikskóla en á systkini undir þeim aldri heirna, hjá dagforeldri eða í leik- skóla, fær metna lækkun á leik- skóiagjaldi sem er 50%. Þriðja systkini fær gjaldfrjálsa vistun á leikskóla. Nýr lífstíll í þágu eldri borgara Þá er að hefjast framkvæmd við verkefni í þágu eldri borgara sem boðar nýja samþætta sýn á þjónustu. í samstarfi Reykja- nesbæjar og einkaaðila verður boðin samþætt þjónusta við eldri borgara frá miðju bæjar- ins þar sem verið er að hefja byggingu félags- og þjónustu- miðstöðvar eldri borgara, þjón- ustuíbúðir, öryggisíbúðir og hjúkrunaríbúðir ásamt útivistar- svæðum. Styrkar stoðir atvinnulífsins Áfram verður unnið eftir þeirri stefnu að fjölga styrkum stoðum í atvinnumálum. Alþjóðaflug- völlur, iðnaðarsvæði í Helguvík, orkuvinnsla, ferðaþjónusta og íþrótta- og heilsutengd þjón- usta, auk menningarverkefna, s.s. tónlistar, verða undirstöður í atvinnuþróun svæðisins. Stjórnsýsla sem skilar árangri Öflug uppbygging Reykjanes- bæjar á undanförnum árum byggir á hugmyndafræði okkar um samstarf opinberra aðila og einkaaðila (PPP). Þannig er upp- byggingakraftur samfélagsins margafaldaður. Má þar nefna, Nesvelli ehf., með uppbyggingu í þágu eldri borgara og íþrótta- svæði, Iþróttaakademíuna í Reykjanesbæ, Fasteign hf. með uppbyggingu mannvirkja, Hita- veitu Suðurnesja hf. með sam- starf urn ferðaþjónustuverkefni og orkurannsóknir og Þrek ehf. vegna nemendaíbúða. Ég hvet alla bæjarbúa til þess að kynna sér rækilega stefnumál D-lista okkar sjálfstæðismanna og vísa í því sambandi til ítar- legs kynningarrits og framtíðar- sýnar til ársins 2010. X-D Árni Sigfússon bæjarstjóri ogframbjóðandi Sjálfstœðisflokksins í komandi bœjarstjórnarkosningum. Undanfarin ár hefur gjöldum á íbúa Garðs verið stillt í hóf án þess að það hafi komið niður á þjónustu við íbúa Garðs. Byggingar- leyfisgjöld eru með al þess sem hafa verið ódýr hér í Garði og það gert með það að leiðarljósi að tjölga hér íbúum og gera fólki kleift að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt og haft á orði að bærinn sé að borga með hverri lóð sem úthlutað er. Þetta teljum við í F-listanum að muni skila sér til baka og þess má geta að það tekur aðeins örfá ár að ná þessum kostnaði til baka í gjöldum af húsnæðinu eftir að flutt hefur verið inn í það og er þá ekki tekið tillit til greiðslu út- svars íbúanna til bæjarfélagsins. Fulltrúi H-listans sá ástæðu til að láta bóka athugasemd við við afgreiðslu ársreikninga fýrir 2005 þess efnis að innheimt byggingarleyfisgjöld væru lág miðað við kostnað við gatna- framkvæmdir og þetta bæri að athuga. Er verið að boða hækkun gjalda? Þess má geta að engu að síður var álagninga- skráin samþykkt af fulltrúa H- listans! Kæru Garðmenn, undir forustu F-listans hefur okkur fjölgað rnikið og áreiðanlega hafa lág byggingarleyfisgjöld hjálpað þar til. Við megum þó ekki gleyma því að góð þjónusta verður að vera til staðar fyrir íbúana, en það sama á við um bæjarfélagið okkar og buddu heimilisins að það er ekki hægt að gera allt í einu! Garðmenn forðumst gylliboð og verum raunsæ, veljum framfarir til framtíðar, X-F. Einar Jón Pálsson Skipar2. sœti F-listans í Garði Lagersaía Lagersala Draumalands er hafin á Ránni mikið af nýrri vöru ■ Gerið góð kaup Jft Blénmknd Jfl Tjarnargötu 3 - Keflavík sfmi 421 3855 FRCTTASIMINN vHAmmcmin 8982222 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA! 28 IVÍKURFRÉTTIR i 19.TÖLUBLAÐ : 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.