Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 8

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 8
HROSSARÆKT Kynbótasýningar 2005 Héraðs- og haustsýningum kynbótahrossa þetta árið er nú iokið. Ekki var að þessu sinni um landsmótsár að ræða heldur var haldið veglegt fjórðungsmót á Vesturlandi sem heppnaðist að mörgu leyti vel. Að auki voru íslendingar að sjálfsögðu þátttak- endur í kynbótasýningu heimsmeistaramóts sem að þessu sinni var haldið í Svíþjóð. Sex kynbótahross fóru utan og stóðu sig öll vel og voru íslenskri hrossarækt til sóma IHftir Guðlaug V. Antonsson, landsráðu- naut í hrossarækt, Bændasamtökum íslands ÞÁTTTAKA Tafla 1. Þátttaka í kynbótasýningum 1998 - 2005. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Heildarfjöldi dóma 1473 1134 1771 1226 1643 1216 1774 1268 Hross dæmd 1304 979 1578 1049 1510 1091 1355 1073 Endursýnd innan ársins 18% 12% 33% 12% 18% 12% 28% 17% Tafla 2. Fjöldi fullnaðardóma kynbótahrossa á sýningum árið 2005 Stóðhestar 6 v.oe. 5 v. 4 v. 7 v.oe. Hryssur 6 v. 5 v. 4 v. Alls Sauðárkrókur 1 8 1 2 6 2 1 20 Hella 1 9 4 1 2 16 Hafnarfjörður 16 12 8 47 31 21 11 146 Sauðárkrókur II 6 4 5 28 9 8 4 64 Hella II 11 15 17 61 51 56 34 245 Borgarfjörður 3 17 8 10 2 40 Hvammstangi 1 1 2 8 14 1 2 29 Dalvík 2 1 4 21 15 8 5 56 Fljótsdalshérað 1 6 5 5 5 3 4 29 Kópavogur 20 14 14 82 37 32 12 211 FM-Vesturlandi 3 7 6 12 13 11 6 58 Hella III 4 7 81 55 36 15 198 Sauðárkrókur III 2 1 21 10 12 6 52 Alls 2005 83 76 64 391 250 199 101 1164 NIÐURSTÖÐUR Þátttaka á kynbótasýningum hérlendis var áfram með ágætum en alls voru upp- kveðnir 1.268 dómar á árinu, heildarfjöldi dæmdra hrossa var 1.073 og 17% hross- anna voru endurdæmd tvisvar til þrisvar sinnum. Dómarnir eru nokkuð færri í ár en í fyrra og segja má að það sé eðlilegt mið- að við reynslu af þeim árum sem liggja milli landsmóta. Ætíð hafa verið færri hross dæmd þau ár, þ.e. 1999, 2001, 2003 og nú 2005. Búast má við miklum fjölda hrossa til dóms I vor enda ekkert lát á áhuga fyrir ræktun og kynbótadómum. Fjöldi fulldæmdra hrossa á hverri sýn- ingu fyrir sig kemur fram í töflu tvö. Þátt- takan er mismunandi og spurning hvort raunverulegur grundvöllur sé til sýningar- halds þar sem hrossin eru tuttugu eða færri, því margt þarf til í undirbúningi og mannafla svo sýning fari fram á viðunandi hátt. I ár á þetta kannski einkum við um stóðhestasýningu sem haldin var snemma vors á Hellu en náði ekki því flugi sem væntingar stóðu til og er varla grundvöll- ur fyrir slikri sýningu. I fyrsta sinn til fjölda ára féll nú niður sýning í Hornafirði vegna þátttökuleysis. Geta má þess að mjög góð hross frá Hornafirði komu fram annars- staðar á landinu þannig að hross af svæð- inu voru sýnd þó ekki væri það heima í héraði. STARFSFÓLK Engir nýir dómarar komu að kynbótasýn- ingum þessa árs enda um nógu stóran hóp að ræða miðað við að aðeins séu tveir að störfum hverju sinni. Ágúst Sigurðsson ákvað að „leggja skóna á hilluna" og koma ekki að dómum í ár hvað sem síðar verður. Hópurinn samanstóð þvi af fjórtán vönum dómurum sem allir hafa alþjóðleg dómara- réttindi og hafa flestir dæmt bæði innan- lands og utan á síðustu árum. (töflu þrjú kemur fram hverjir voru að störfum hvar og einnig hverjir aðrir starfsmenn sýninganna voru. Mikilsvert er að þar er einnig um verulega vanan og góðan hóp að ræða sem veit fullkomlega hvað þarf til að sýningar gangi snurðulaust fyrir sig. ( töflu fjögur eru birtar niðurstöður um meðaltöl og dreifingu einkunna allt frá ár- inu 2000. Segja má að allt sé þar á líku róli og undanfarin ár, þó að enn þokist meðal- talið upp á við. Spurning er hvort það er gott eða slæmt, svarið er ekki einfalt. Við sem dæmum viljum meina að þetta sé eðli- legt; hrossin séu alltaf að batna, sérstaklega hvað varðar hæfileikana. Hitt er svo annað mál hvort framfarirnar eru svo örar sem meðaltölin segja. Ef borin eru saman íslensk og erlend meðaltöl kemur í Ijós að þar er orðið um lítinn mun að ræða, þó segja megi að þau íslensku séu ívið hærri. En skýring- una á því tel ég vera að hér sé enn stlfar val- ið inn á sýningarnar en erlendis. En eins og áður sagði koma íslensku dómararnir að fjölmörgum sýningum erlendis og hafa þar sín áhrif. Hvað varðar dreifingu einkunna þá þyrft- um við að standa okkur betur því dreifingin hefur heldur minnkað á seinni árum sér- staklega hvað varðar hæfileikana. Skýringin er kannski sú sama og með meðaltölin; ef hrossin eru jafnari og betri þá er eðlilegt að dreifingin verði minni að ákveðnu marki, sem svo er spurning hvað er. EFSTU HROSS í HVERJUM FLOKKI Á árinu var eins og áður sagði haldið fjórð- ungsmót á Vesturlandi. Á mótinu komu fram athygliverðir einstaklingar í fremstu röð á landsvísu og vfst er að vestlensk hrossarækt er i uppsveiflu og ekki eftirbátur annarra héraða. Hafa verður f huga að hrossarækt á Vesturlandi er miklu minni að umfangi en bæði norðan- og sunnanlands þannig að eðlilegt er að fjöldinn sem háum 8 FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.