Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 14

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 14
íslandsleiðangur fálkafræðinga Hermann Göring-stofnunar- innar sumarið 1937 IEftir Auðun Arnórsson, sagnfræðing og blaða- mann í fórum bókasafns Bændasamtak- anna fannst á dögunum handinn- bundiö rit sem við nánari athugun reyndist vera fágæt skýrsla um leið- angur þýzkra vísindamanna til ís- lands fyrri part sumars 1937. Á titil- síðunni er skrautritað með got- nesku letri: „Tileinkað Hermann Göring-stofnuninni af starfsmönn- um áhugasömum um rannsóknir á íslandsfálkanum". Þýzku vísindamennirnir komu hingað á veg- um „Hermann Göring-stofnunarinnar" í þeim erindagjörðum að stunda rannsóknir á íslenzka fálkanum og kaupa fálka til að hafa með sér heim til Þýzkalands. Þessi stofnun, kennd við Hermann Göring ríkis- marskálk og einn nánasta samverkamann Adolfs Hitlers, lagði stund á rannsóknir og aðra starfsemi sem tengdist veiðum, þ.e. veiðum sem nú á dögum eru almennt kall- aðar sportveiðar. Göring var mikill áhuga- maður um veiðar og meðal titla sem hann bar í nazistastjórninni var „ríkisveiðistjóri" („Reichsjagermeister"). Á vegum stofnunarinnar - sem reyndar var ekki stofnuð að frumkvæði Görings sjálfs heldur veiðimálayfirvöldum I Braun- schweig árið 1935 - var rekið svonefnt „rík- isveiðibú" (Reichsjágerhof) og - sem undir- deild þess - „ríkisfálkabú" (Reichsfalken- hof). Hermann Göring-veiðibúið var til húsa í Riddagshausen við Braunschweig (Brúns- vík) í norðanverðu Þýzkalandi. Þjóðverjarnir sem lögðu I umræddan leiðangur árið 1937 voru starfsmenn „ríkisfálkabúsins", en það voru þeir dr. Heinz Brull og fálkatemjarinn Knoespel. (formála ritsins kemur fram, að hinn 22. maí 1937 hafi Hermann Göring-stofnunin sent rannsóknaleiðangur til Islands, sem „hafði að markmiði að hefja ítarlegt rann- sóknaverkefni um íslenzka fálkann." Þar segir ennfremur: „Hið eiginlega markmið með þessari rannsókn er að færa þýzkri fálkarækt heim sanninn um notkun fálka- stofna sem veiðifugla. Rannsóknin beinist þó ekki aðeins að líffræði fálkanna, heldur einnig arfgerð þeirra, tengslum afbrigða hverrar fálkategundar við landshætti og samspili við íbúa heimkynna þeirra." Á titilsíðu ritsins sem kom í leitirnar á bókasafni Bændasamtakanna er skrautritað með got- nesku letri: „Tileinkað Hermann Göring-stofnuninni af starfsmönnum áhugasömum um rannsóknir á Islandsfálkanum". Ritið hefur trúlega verið sent til Búnaðarfélags íslands sem þakklætisvottur fyrir veitta aðstoð þegar leiðangurinn dvaldist hér sumarið 1937. I ritinu er gerð grein fyrir rannsóknum en þar er einnig að finna fjölda svarthvítra Ijósmynda sem prentaðar eru á Ijósmyndapappír. Fálkabúið í Braunschweig. Á staurum fyrir framan húsin sjást fálkarnir sitja makindalega en einnig grillir í starfsmann búsins sem stendur með tvo hunda sér við hlið. Hermann Göring- veiðibúið vartil húsa í Riddagshausen við Braunschweig (Brúnsvík) í norðanverðu Þýzkalandi. í byggingunum er nú rekið barnaheimili fyrir fötluð börn. Ljósm. úr skýrslu leiðangursmanna sem heimsóttu ísland sumarið 1937. 14 FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.