Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 22

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 22
TÆKNI Dæmi um tengingu skynjara við miðlægan tölvubúnað. 1. Rafmagnsbox með stjórnbúnaði, aflestri ásamt tengingu við skynjara. 2. Skynjari til að nema snúningshraða mótors. 3. Nemi fyrir snúningshraða afturhjóls. 4. Vinnutækjaskynjari sem t.d. stöðvar flatarmálsmælingar þegar vinnutækinu er lyft upp. 5. Skammtari (rennslismælir) t.d. fyrir búnað til úðunar. 6. Skynjari (segulsvið) fyrir talningu stykkjavöru. Næsta skref sem menn sjá í þeirri þróun eru lagnir þar sem hver kapall getur flutt boð frá mörgum skynjurum. Enn er ekki búið að staðla gagnayfirfærsl- una þannig að unnt sé að fækka leiðslum milli skynjara og tölvubúnaðar. Þá er fyrirsjáan- legt að unnt verði í framtíðinni að vera með „lagnalausan" gagnaflutning svipaðan og við útvarps- og sjónvarpstæknibún- að með fjarstýringu. Ennfremur er unnið að þróun búnaðar þar sem skráning á vinnu úti á akri er flutt þráðlaust beint í tölvu heima á búinu þar sem frekari vinnsla getur farið fram. Það gefur að sjálfsögðu víðfeðma möguleika á markvissari stjórn- un á ýmsum þáttum jarðræktar- innar, betri nýtingu á vinnuafli og vélum og þar með betri tök á ýmsum hagfræði- og um- hverfislegum þáttum við fram- leiðsluna. LOKAORÐ Þeir sem notfæra sér rafmagns- og tölvutæknina í búskapnum verða að vera raunsæir og nýta hana skynsamlega. Skoða verð- ur fjárfestingu f slíkum búnaði af kostgæfni og átta sig á með hvaða hætti ávöxtun af því fjár- magni skilar sér aftur inn í rekst- urinn. Að reikna ávöxtunina getur vissulega verið mjög erfitt þar sem forsendur byggja oft á áætluðum gildum. Að auki hafa þau mismunandi vægi eftir því hvaða einstaklingur leggur mat á þær. Önnur hlið á þessu máli er rétt notkun á þeim tæknibúnaði sem þegar er í notkun. í því sambandi er mikilvægt að benda á nauðsyn þess að fylgja leiðbeiningum sem eiga að fylgja tækjunum. Árangurinn veltur alfarið á þeim upplýsing- um sem notandinn fær og hvaða hæfni og möguleika hann hefur til að nýta þær. VIÐ SAMANTEKT EFNIS ER STUÐST VIÐ EFTIRFARANDI HEIMILDIR: Mannichc, J.& Rassmussen, B., 1997. Traktor- og motorlære, Landbrug- ets Rádgivningscenter, Árhus, Dan- mörku. Wetterblad, Bo, 1992. Traktorlære. Jordbrugsforlaget. Det kgl. danske Landhusholdningsselskab, Dan- mörku. Ýmsir höfundar, 1995. Islenska töflubókin fyrir málmiðnað og aðr- ar starfsgreinar. AB- útgáfan, Reykjavík. víkurvagnakerrurnár þessar STERKU Allar gerðir af kerrum Allir hlutir til kerrusmíða VIKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf • Dvergshöfða 27 Sími 577 1090 • www.vikurvagnar.is Bændablciðið Smáauglýsingar Bændablaðsins skila árangri. Sími auglýsingadeildar er 563-0300. Netfang: augl@bondi.is 22 FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.