Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 23

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 23
Hangikjöt í rót upp rís Um reykhús og önnur reykingarrými Á vegum Þjóðminjasafns íslands fór fram könnun um reykingu matvæla á 20. öld á árunum 2001 og 2002 og hafa verið skráð í þjóðháttasafnið meira en hálft annað hundrað viðtöl og svör við spurningaskrá sem send vartil fólks í öllum byggðarlögum landsins. Einnig hafa verið teknar Ijós- myndir af reykhúsum og reykingarmönnum. Hér verður skoðaður einn af fjölmörgum þáttum sem fróðleik var safnað um, þ.e. umbúnaður sem not- aður var til reykinga á síðustu öld, hús, ofnar, eldstæði og reykleiðslur. IEftir Hallgerði Gísladóttur, Þjóðminjasafni íslands Utan við Brimnesá er reykhúsabyggðin á Dalvík, en sérstaklega er gert ráð fyrir henni í skipulagi bæjarins. f byrjun 21. aldar reykja bændur víða og halda við hefðum á þessu sviði. Það er helst í kringum höfuðborgarsvæðið sem sá tónn heyrist að þessi iðja sé að hverfa. Heimildar- menn úr höfuðborginni rifjuðu hins vegar með nokkurri fortíðarþrá upp angan úr horfnum reykhúsum, einkum því sem stóð við Grettisgötu og sá íbúum I nágrenninu fyrir allnokkurri hangikjötslykt. Á FYRRI ÖLDUM Sérstök reykhús hafa vafalítið alltaf þekkst á stórbýlum. Til þess bendir m.a. eftirfarandi tilvitnun ((slandslýsingu þá sem kennd hef- ur verið við Odd Einarsson og er frá lokum 16. aldar: Að vísu er skortur salts á Islandi meiri en svo, að það nægi til að salta niður kjöt og önnur matvæii, en samt verður matur þessi heilnæmur og ekki óijúf- fengur, eftir að kjötið hefur verið þann- ig reykt í rúmgóðu kjötbúri, að nauð- synlegt loft komist að þvi um leið. ’ Áður en eldavélar koma til sögu var lang- algengast að matvæli væru reykt I hlóðaeld- húsum. Hangikjöt, pylsur og fleira matar- kyns hékk yfir eldstæðinu, uppi í „rót" eins og rjáfur hlóðaeldhúsa var kallað. „Að eiga eitthvað I rótinni" þýddi í þá daga að vera efnaður. [ lok 19. aldar og framan af þeirri 20. eru eldavélar að leysa hlóðir af hólmi og torfbæir jafnframt að leggjast af. Hlóðaeld- hús voru áfram notuð til svokallaðra stór- elda þó að eldavélar tækju við daglegri eldamennsku. Þær fengu víðast ný herbergi í bæjum, „kokkhús" eða „maskínuhús" voru þau kölluð. ( gömlu hlóðaeldhúsunum var hins vegar soðið slátur, þvegnir þvottar, sviðin svið og matvæli reykt. Rúgbrauð voru stundum seydd undir potti í hlóðunum á meðan reyking stóð yfirtil að nýta eldsneyt- ið. Á fyrri öldum voru oft tvö eldhús á bæj- um. Þessi tilhögun sést um allt land á 16. öld en einkum á Suður- og Suðausturlandi á þeirri 18. og 19.2Annað var þá utanbæjar, í sérstöku húsi, útieldhús og voru útieldhús notuð á svipaðan hátt og gert var við hlóða- eldhús eftir að maskínuhús voru komin inni í bæ. HÓLF TENGD ELDAVÉLUM Eftir að hætt var að elda é hlóðum reyndu menn sums staðar áfram að nýta reykinn frá mateldum í maskínuhúsum og nokkrar lýsingar eru í þjóðháttasafninu á hólfum sem tengd voru reykleiðslum frá eldavélum. Vel þurfti að gæta að því hverju var brennt þegar matur hékk þar uppi. Allir voru á þeirri skoðun að eldsmaturinn skipti höfuðmáli þegar matvælareyking var annars vegar. „Þegar ég var drengur var sett botnlaus tunna í kring um reykrörið frá eldhúsinu og silungurinn var reyktur þar. - í þá daga var eingöngu eldað við tað og við,"3 sagði Mý- vetningur. Á Galtafelli í Hrunamannahreppi var þess einnig gætt að brenna ekki kolum dagana sem matur var I reykhólfi við skor- steininn. Reykhólfið var innbyggt á efri hæðinni þegar þar reis nýtt íbúðarhús 1935. Það var u.þ.b. 2 m á hæð og 1,5-2 m á breidd og tengdist reykháfnum með tveimur opum efst og neðst. Fyrir því var vel þétt hurð svo að enginn reykur barst þaðan inn í húsið.4 KOFAR, HÚS, RÝMI Hér verður eingöngu talað um heimareyk- ingu en ekki reykhús í tengslum við kaupfé- lög og kjötvinnslustöðvar. Á 20. öld var al- gengast að reykja í torfhúsum en margs konar aðstaða var annars notuð. Til dæmis var byggt yfir hraungjótur, þak sett yfir inn- angrafna hóla og reykur var leiddur í kassa, kistur eða tunnur. Þá notuðu menn gamla ísskápa, gáma og margt fleira. Víða var það ekki fyrr en gömlu hlóðaeld- húsin voru ónýt að kofarnir sem kofareyk- ing er nú kennd við koma til sögu. Sums staðar byggðu menn þá hreinlega ný „eld- hús", „reykeldhús" eða „reykhús" sem voru þá fyrst og fremst til matvælareyking- ar en verk sem unnin voru í þeim gömlu FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.